blaðið - 04.10.2005, Page 26

blaðið - 04.10.2005, Page 26
26 I BÖRN OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaöiö Leiksvœði og skólalóðir í Breiðholti til skammar Þrjátíu ára gömul leik- svæöi meö litlu sem engu viðhaldi Af þessari mynd má sjá að viðhaldi við leiksvæði í Breiðholti er verulega ábótavant. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa vakið athygli á lélegu viðhaldi við skólasvæði og opin leiksvæði í Reykjavík. Ólafur Gylfason, íbúi í Seljahverfi í Breið- holti og varaformaður ÍR, hefur ekki farið varhluta af þessum vanda. Hann eyddi því sumrinu í það að hjóla á milli svæða í Breiðholti og myndaði svæðin sem vægast sagt voru til skamm- ar, sérstaklega í samanburði við önnur sveitarfélög og nefnir Ólafur Garðabæ í þessu samhengi. Anna Kristinsdóttir, borgarfull- trúi R-lista í borgarstjórn og formaður framkvæmdastjórnar Reykjavíkurborgar, segir að allur samanburður við önnur sveitar- félög sé langsóttur en ljóst sé að gera þurfi bragarbót á. Ólafur tók fyrst eftir þessum vanda þegar hann hélt upp á afmæli sonar síns í sumar. „Það var afmæli hjá stráknum mínum í júlí og í því var strákur úr Garðabæ. Þeir fóru út í fótbolta og strákurinn segir að aðstæðan sé svo léleg miðað við Garðabæinn. Það endaði með því að ég hjólaði um allt Breiðholt og tók myndir. Ég kíkti líka á aðstöðuna í Garðabæ og sá hvað drengurinn átti við því þar er börnum boðið upp á mun nýtískulegri svæði og betri aðbúnað.“ Ólafur segir að það mætti halda að enginn sinni þessu almenna viðhaldi enda séu svæðin nákvæmlega eins og þau voru þegar þau voru gerð utan þess að þau eru þrjátíu árum eldri og í verra ásigkomulagi. „Oftast er þetta bara viðhaldsmál. Það er eins og hlutirn- ir séu bara settir upp og svo hugsi enginn um það fyrr en þeir eru orðnir ónýtir.“ Anna Kristinsdóttir segir að eftirlit með svæðunum sé ekkert, að minnsta kosti ekki af þeirra vegum en ef athugasemdir frá íbúum berast þá sé reynt að sinna því eftir fremsta megni. Skil ekki af hverju við eigum að búa við þetta Aðspurður að því hvort Ólafur hafi skýringu á því hvers vegna aðbúnað- ur sé miklu betri í Garðabæ en Breið- holti segist Ólafur ekki vita það. „Við borgum hærra útsvar en þeir. Ég get ekki skilið af hverju við eig- um að búa við þetta. Okkar pening- ar eru væntanlega að fara í eitthvað allt annað en aðbúnað fyrir börnin okkar. Mér finnst þetta dapurlegt ástand.“ Anna segir að það sé ekki hægt að bera saman þessi tvö sveitar- félög. „Við höfum miklu fleiri verk- efni hér í Reykjavík og slíkur saman- burður er því eins og að bera saman epli og appelsínur. Ég hugsa að ef þú tekur saman hve margir íbúar nota félagsþjónustu eða eru í íbúðum á vegum bæjarfélagsins þá er mikill munur á Reykjavík og Garðabæ. Svona samanburður er því heldur langsóttur. Það er alveg ljóst að það þarf að gera bragarbót hér á og það ætlum við okkur að gera.“ Gott að íbúar finni hjá sér þörf tii að lagfæra lóðir Aðspurð að því hvað Önnu finnist um framtak Ragnars Ragnarssonar í viðhaldi leiksvæða segir hún að það sé gott að íbúar finni hjá sér þörf til að lagfæra lóðirnar. „Én Ragnar er vitanlega í kosningabaráttu og þetta stimplast inn á það.“ Anna segir að unnið sé í því að leggja meiri pening í viðhald á leiksvæðin og skólalóðir. Við höfum verið að fara yfir þetta og erum að vinna núna í úttekt á skólasvæðunum til að athuga hvort við getum farið í ódýrari lausnir. Við erum með 44 grunnskóla í borg- inni og það hafa verið 30 milljónir á fjárhagsáætlun á hverju ári sem eru eyrnamerktar skólalóðum. Við sjá- um að það þarf að gera skurk í þessu og við höfum lagt fram tillögu um að taka 130 milljónir á næsta ári til að koma þessu hraðar frá okkur.“ Þurfum að forgangsraða Ólafur segir að foreldrar velti fyrir sér af hverju börn fari ekki út að leika en skoðun hans sýni að leik- svæðin hafi einfaldlega ekki fylgt tíð- arandanum. „Það sem er boðið upp á í dag er að verða fertugt.“ Anna tekur undir að kröfurnar eru meiri í dag. „Almenningur vill að það sé vel gengið um skólalóðir og að þær séu góðar. Þessi umræða um hreyfingar- leysi barna og offitu hefur verið svo ráðandi að við tókum þá ákvörðun að það verði verulega bætt við þenn- an lið í fjárhagsáætlun. En um leið og við gerum bragarbót á skólalóð- um þá munum við fara í þessi opnu svæði. Það er ekki vanþörf á en við gerum okkur grein fyrir því að við getum aldrei klárað öll svæðin á einu bretti, við þurfum að forgangsr- aða og skoða hvar þörfin er mest.“ Aðspurð hvort það ætti ekki að vera forgangsatriði að fara yfir öll þessi svæði og gera þau hættulaus segir Anna að það muni vera gert. „Það þarf alltaf að vera vakandi yfir öryggi á leiksvæðum en það geta alltaf orðið slys, hvort sem það er á leiksvæði eða almennum svæð- um í borginni. Nú förum við í að reyna að skoða þetta heildstætt og koma þessu í einhvern farveg, það er óhæft að hafa þetta svona. Ég tek alveg undir það.“ svanhvit@vbl.is Tók málin í sínar hendur Lagaði leiksvœði Ragnar Sær og Gunnar Freyr i kastala sem má muna sinn fífil fegurri. Eftir að hafa skoðað skýrslu Ól- afs Gylfasonar ákvað Ragnar Sær Ragnarsson að taka málin í sínar hendur. Ragnar Sær er menntaður leikskólakennari og er í 5. sæti á framboðslista í próf- kjöri sjálfstæðismanna í nóv- ember. „Mér fannst skýrslan og könnunin sem ég sá svo sláandi og ég vissi ekki nákvæmlega með hvaða hætti væri best að benda á þetta nema bara með þvi að sýna hvað er hægt að gera og lagfæra." Ragnar fékk gefins timbur, fór á opin svæði síðastliðinn laugardag og tók til hendinni með aðstoð góðra manna. „Ég var að vinna í þessu frá klukkan 11-17 á laugar- daginn ásamt nokkrum mönn- um. Það komu líka íbúar sem aðstoðuðu okkur." Ragnar segir að það verði forvitnilegt að fylgj- ast með hvort borgaryfirvöld taki við sér í þessu máli. Hér má sjá einn kastala eftir að búið var að gera við hann. Skráning: www.hreyfiland.is | mottaka@hreyfiland.is sfmi: 577 2555 og 899 7255 110 Reykjavik | Stangarhylur 7 Ungbarna- og^------------- fjölskylduvæna líkamsræktarstöðin HREYFILAND býður upp á 8 vikna íþróttanámskeið fyrir foreldra og börn þeirra. Skipt er í hópa: • Foreldrar og börn, 3ja mánada til 2ja ára • Börn, 3ja, 4ra og 5 ára Lóð Seljaskóla hreinasta hörmung Peningum forgangsraðað og lóðirmæta afgangi Þórður Kristjánsson er skóla- stjóri Seljaskóla í Breiðholti og hann segir að skólalóð Seljaskóla sé hreinasta hörmung. „Þetta er mjög stór lóð og það hefur lítið verið gert á henni. Sjálf lóðin og aðbúnaður fyrir börnin er alveg í lágmarki. Við reynum alltaf að fara yfir öll öryggismál en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið heldur hvað er lítið fyrir börnin að vera. Lóðin er svo stór og eýðilögð og það hefur verið erfitt að fá henni viðhaldið á eðlilegan hátt.“ Oft beðið um viðhald en erfitt að fá það í gegn Þórður segist oft hafa beðið um við- hald en það sé erfitt að fá það í gegn og það fari í taugarnar á honum. „Eg veit að borgin er með ákveðið plan varðandi skólalóðir en það er ekkert á dagskrá strax. Peningum hefur verið forgangsraðað þannig að það eru skólabyggingar sem ganga fyrir, mötuneyti og eldhús og svo koma lóðirnar. Eldri skólarnir standa verr að vígi en þessir nýrri en það eru ákveðin atriði, girðingar, net í fót- boltamörk, körfuboltaspjöld og slík lágmarksatriði sem þurfa að vera í laei.“ Lóö Seljaskóla er Iftið sem ekkert viö- haldið

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.