blaðið

Ulloq

blaðið - 04.10.2005, Qupperneq 28

blaðið - 04.10.2005, Qupperneq 28
28 I VÍSINDI ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 blaðið Tungl heíur fundist með tíundu plánetunni Tíunda plánetan sem fannst nú ný- lega hefur fylgitungl sem er einn tíundi af stærð hennar. Vísinda- menn komust að þessu ekki alls fyrir löngu og mun uppgötvunin auðvelda þeim að átta sig á massa hennar. Tíunda plánetan er ekki ennþá op- inberlega pláneta og hefur því ekki enn fengið nafn. Stjörnufræðing- urinn Mike Brown, sem afhjúpaði þessa vitneskju um tíundu plánet- una í júlí, hefur þó kallað plánetuna sjálfa Xenu, eftir stríðprinsessunni í samnefndum sjónvarpsþáttum og nú hefur hann fundið nafn á tunglið - Gabrielle. Tungl sem eru á sporbraut fjarri sólu en Neptúnus er afar erfitt að sjá þar sem þau eru óskýr og virðast mjög nálægt því sem þau eru á spor- braut í kringum. Hins vegar segist Brown, sem og fleiri stjörnufræðing- ar geta reiknað út massa Xenu og Gabrielle með því að mæla sporbaug- inn og tímaskeiðið. Enn sem komið er hefur Brown og vinnuhópurinn i kringum Xenu að- eins einu sinni séð Gabrielle þar sem hún birtist sem óskýr punktur sem færðist með plánetunni í geimnum. Gabrielle er tíu sinnum nærri Xenu en okkar tungl er frá jörðinni. Xena og Gabrielle eru 97 sinnum fjarri sól- inni en jörðin og tunglið. Besta matið hingað til gefur til kynna að þvermál Xenu sé 2700 kíló- metrar, um það bil einn fimmti af stærð jarðarinnar. Gabrielle er um það bil einn áttundi hluti af okkar tungli. Nánari rannsóknir á næstu mán- uðum munu síðan leiða í ljós meira um þær Xenu og Gabrielle. ■ Lygarar eru með öðrwrísi heila Föt sem há- marka árangur Þar til nú hefur bygging heilans ekki verið rannsökuð þegar komast þarf að því hvers vegna margir eru haldn- ir svakalegri lygaþörf. Vísindamenn hafa nú fært sönnur fyrir því að sjúk- legir lygarar eru með öðruvísi heila en þeir sem ekki ljúga. Lygararnir hafa meira hvítt efni - efnið sem er virkt á meðan við ljúgum - í heila- berkinum en þeir sem ekki ljúga, þeir hafa meira grátt efni. Hvíta efn- ið auðveldar skjóta, margþætta hugs- un á meðan gráa efnið setur hömlur á það sem við segjum. ■ Nýtt tölublað komið í verslanir Tryggðu þér eintak á næsta sölustað '°IUH Conmt,ifit. LQfnlnndi Slon*rhornSejíð*ov«! A sl°knMiSltnsJ' f J s / Þessi blanda af auka hvítu efni og minna af því gráa gefur það sem þarf til að verða góður lygari. Þessi uppgötvun er sú fyrsta sem gerð hefur verið sem bendir til þess að lygar séu hugsanlega til komnar af líffræðilegum orsökum. Sjúklegir lygarar er frábrugðinn hópur sem notar lygar til þess að fá ávinning af ýmsu tagi - svo sem veikindaleyfi þegar veikindin eru ekki til staðar, tií að græða pening eða ýmsan varning eða fríðindi. Vísindamenn í Hollandi hafa nú þróað íþróttafatnað fyrir þá sem vilja komast aðeins hraðar, hærra eða lengra. Fatnaður- inn hefur innbyggða titrandi púða sem segja til um það hvort íþrótta- maðurinn sé að þjálfa á hæsta mögu- lega stigi miðað við getu. Fötin greina hversu virkir einstaka vöðvahópar geta orðið við þjálfun og senda boð ef það slaknar á frammistöðunni til að minna íþróttamanninn á að taka sig á i viðkomandi hluta líkamans. Vísindamennirnir sem hafa rann- sakað þennan framúrstefnulega fatn- að hafa sýnt fram á það að líkaminn bregðist fyrr við þessum líkamlegu áminningum heldur en við köllum og öskrum frá þjálfara. Fatnaðurinn hefur verið prófaður á ræðurum nú þegar og hefur sýnt gríðarlega góða svörun frá íþróttamönnum. Talið er að fatnaðurinn eigi eftir að reynast fótboltamönnum og skautafólki sér- staklega vel þegar hann hefur verið fullþróaður. ■ Villtar górillur nota ýmis verkfæri Pjó ðgarðsverðir í þjóðgarði í Kongó hafa nú komist að því í fyrsta sinn hvernig villtar gór- illur nota verkfæri sér til hæðarauka en hingað til hafa þær verið eina stóra apategundin sem ekki hefur sést nota verkfæri. Myndskeið sem náðist af nokkrum górillum saman sýnir hvernig þær notuðu prik til að mæla dýpt á vatni sem þær þurftu að vaða yfir. Einnig notuðu þær prik til að styðja sig við meðan þær teygðu sig með hinni hendinni eftir mat og notuðu svo samskonar prik til að búa til brú yfir mýri. Flest verkfærin sem górillurnar hafa fundið nota þær til að leita sér að æti. Hingað til hefur það verið þekkt að simpansar nota greinar til að mæla dýpt vatns, steina til að brjóta hnetuskurn og ýmsa hluti til að krækja í mat. Rannsakendur höfðu reiknað það út að ástæðan fyrir því að górillurnar sáust ekki nota verkfæri væri vegna þess að þær borða öðruvísi mat en aðrir apar. Fjallagórillur nota hins vegar tæknilegar aðferðir sem eru til- tölulegar flóknar - svosem að brjóta saman netlur og þistla til að verja górillur, sem og aðrir apar, eru alveg sig fyrir stingandi þyrnum. ótrúlega líkar okkur mönnunum í Þetta þykir sanna enn og aftur að gerð og hugsun. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.