blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaðÍA Lánasjóður landbúnaðar- ins seldur í gær var gengið frá sölu ríkisins á Lánasjóði landbún- aðarins til Landsbankans. Söluandvirðið, tæpir þrír millj- arðar króna, fer í að styrkja Lífeyrissjóð bænda. Bankastjór- amir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason undirrit- uðu kaupsamningin fyrir hönd Landsbankans en fyrir hönd ríkisins undirrituðu samning- inn þeir Árni M. Mathiesen fiármálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Breytingar á Kvöldþættinum Stytta á Kvöldþáttinn, burðar- dagskrárhð sjónvarpsstöðvar- innar Sirkus, og senda hann út klukkan 22.45. Þátturinn er lang- stærsti útgjaldaliður stöðvarinn- ar en Tinna Jóhannsdóttir Sir- lcusstjóri segir ekki ætlunina að sporna við kostnaðinum. „Með breytingunum verður þátturinn Jinitmiðaðri og styttri en hann verður styttur niður í 30 mín- útur. Þetta er náttúrulega mun betri tími fyrir þáttinn." Ásta Briem, framleiðandi þáttanna, segir að með breytingunum sé komið fastara form á þáttinn og nú sé komin betri mynd á hann. Kvöldþátturinn verður áfram undir stjórn Guðmundar Steingrímssonar. Hann segir að breytingarnar fehst aðallega í því að aðkeyptum innslögum verði sleppt. „Þetta er ekki jafn- mikill „magasín' þáttur og hann hefur verið heldur munum við sjá um slíkt efni sjálf framvegis." Guðmundur segir að þátturinn verði öflugri eftir breytingar og lofar geðveikum þætti á fimmtu- dag í tilefni geðheilbrigðisdags- ins næstkomandi laugardag. Jón Ólafsson rukkar Hannes Hólmstein um 12 milljónir Jón stefndi Hannesi fyrir meiðyrði í Lundúnum og hafði sigur. Ummœli um Jón á heimasíðu Hannesar sögð hafa skaðað mannorð Jóns um heim allan. Jón hyggst leggja fram fjárnámskröfu á morgun. Samkvæmt heimildum Blaðsins hyggst Jón Ólafsson, sem jafnan hef- ur verið kenndur við Skífuna og var um hríð helsti eigandi Norðurljósa, leggja fram fjárnámskröfu á hendur dr. Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni hjá sýslumanninum í Reykja- vík á fimmtudagsmorgun. Mun Jón reyna að fá greidda um tólf milljón króna kröfu sína á Hannes vegna dóms í meiðyrðamáli í Lundúnum, sem féll Jóni í vil. Jón höfðaði meiðyrðamál sitt í Lundúnum og eftir því sem næst verður komist var þar stefnt vegna ummæla Hannesar Hólmsteins um Jón á heimasíðu Hannesar hjá Háskólanum, en hann hafði upp- haflega viðhaft þau á ráðstefnu nor- rænna blaðamanna f Reykholti 1999. Þar vék Hannes að fjölmiðlaveldi Jóns og kvað hann upprunalega hafa auðgast á viðskiptum handan hins löglega. Jón hóf undirbúning mála- ferla hér á landi vegna ummælanna á sínum tíma, en féll frá þeim. Eftir að Jón fluttist búferlum til Lundúna hóf hann málaferlin á ný þar, á þeirri forsendu að ummælin væru flutt heimsbyggðinni allri með birtingu þeirra á vefnum. Ekki ligg- ur fyrir með hvaða hætti Hannesi var stefnt fyrir dóminn, en hann tók ekki til varna og féll útivistardómur gegn honum síðastliðið vor. Breskir dómar eru aðfararhæfir hér á landi og mun Jón hafa reynt innheimtuaðgerðir hjá Hannesi án árangurs. Heimildarmenn Blaðsins telja að hann muni því óska fjár- náms hjá sýslumanni á morgun. Jón Ólafsson varðist allra frétta þegar Blaðið náði tali af honum, en kvað mál skýrast á fimmtudags- morgun. Ekki náðist í Hannes Hólm- stein Gissurarson vegna málsins. ■ Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Blalil/SteiiiarHiigi Fleiri göng, færri kanín- ur og meira heimabrugg Þingmenn Frjálslyndaflokksins kynntu ígœrþingmál sín. Mest áhersla er lögð á samgöngu og sjávarútvegsmálin, en einnigeru á döfinni nokkur „léttari“ mál. „Við erum brattir í þingflokknum og höfum aldrei verið öflugri,“ segir Magnús Þ. Hafsteinsson, þingmað- ur Frjálslyndra. „Það sem okkur er helst hugleikið eru samgöngumál, sjávarútvegs- og byggðamál, ásamt málefnum aldraðra. Við ætlum okk- 1« ■»*■**» 1 rn V# lllllUWkkll Jám og gler ehf - Skútuvogur 1H Barkarvogsmegin - S: 58 58 www.jarngler.is Listmálaravörur ur t.d. að leggja fram þingsályktun um að öldruðum verði tryggður lágmarkslífeyrir. Aldraðir eru senni- lega skattpíndasti þjóðfélagshópur- inn í dag og sú staðreynd er auðvitað fyrir neðan allar hellur. I samgöngu- málum viljum við endurskoða allar eldri hugmyndir um jarðgöng og gera nýja áætlun. Jarðgangafram- kvæmdir hafa gengið mjög vel hér á landi upp á síðkastið, og þetta er orðið einfaldara og ódýrara en áður var. Svo ekki sé minnst á öryggisat- riðið, þar sem aðgerðir af þessu tagi fækka slysum stórlega. Við viljum gera áætlun, t.d. til 20 ára þar sem þessi mál yrðu einfaldlega kláruð. Við viljum einnig að ríkið taki yfir rekstur Hvalfjarðaganga til þess að laga þá skökku samkeppnistöðu sem myndast með þessum vegtolli á svæðinu fyrir norðan borgina á með- an engir vegtollar eru sunnan megin og allar samgöngubætur eru kostað- ar af ríkinu. Svo viljum við gefa sjáv- arbyggðunum aukna innspýtingu með því að gefa þeim kost á að nýta sér þessa auðlind sem fiskurinn í sjónum er. Þetta höfum við talað um árum saman en það sem er nýtt er þetta frumvarp sem við ætlum að leggja fram um að öllum verði leyft að veiða með handfærum og nota til þess tvær rúllur á mann.“ Kanínufrumvarpið Flokkurinn hyggst einnig leggja fram frumvarp gegn lausagöngu kanína. „Ég vill að kanínuhald verði bannað í eyjum og við strendur landsins. Við sjáum það til dæmis í Vestmannaeyjum hvernig kanínan er að eyðileggja búsvæði lundans með því að taka sér bólfestu í holum hans. Þetta er alvarlegt mál og það yrði til að mynda ómetanlegt tjón ef kanínurnar næðu að fjölga sér í Flat- ey á Breiðafirði." Frjálslyndir ætla líka að leggja fram frumvarp um að leyfa svokallað „þjóðlegt“ heima- brugg sem snýst um að gefa fólki kost á að brugga vín eins og rabba- baravín eða berjavín. „Þarna erum við að tala um léttvín úr íslenskum náttúruafurðum. Það er ótækt að þetta skuli vera bannað í dag en ég hef nú vonir um að þetta fari í gegn í vetur því við höfum fengið þingmenn úr öllum flokkum'til að standa að frumvarpinu.“ ■ Gestahús 24 fm gestahús, byggð úr gegnheilum harðvið Húsin eru seld á þremur byggingastigum. Verð frá kr. 955.000 m/vsk. Húsin verða tilbúin til afhendingar feb.-mars 2006. 5 ára reynsla á (slandi. Sjá nánar heimasíðu okkar: www.kvistas.is Jóhannes Sími 482 2362 Kvistás s/f Selfossi. kvistas@simnet.is Heiðskírt 0 Léttskýjaö ^ Skýjaö £ Alskýjaö Rigning, lltilsháttar Rlgnlng 9 9 Súld Snjókoroa Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vin Algarve Dublin Glasgow 17 21 18 19 18 16 15 16 17 23 21 16 17 23 13 19 12 12 18 25 13 14 9 ■jj Slydda Snjóél r^j // to/A P Skúr /// 3° er /// /// /// '// /// // / /// 6°/// Ámorgun T '/'/ Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.