blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 6
6 I IWWLEWDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 blaöiö Atvinnu- leysi eykst á Akureyri Atvinnuleysi á Akureyri jókst gífurlega í gær þegar allir starfsmenn Slippstöðvarinnar skráðu sig á atvinnuleysisskrá. Starfsmennirnir voru um eitt hundrað talsins og að sögn forstöðumanns svæðismiðlunar hafa aldrei jafnmargir skráð sig á listann í einu lagi. Auk þess að skrá sig á atvinnuleysisskrá skrifuðu starfsmennirnir undir umboð sem gefur stéttarfélög- um þeirra og lögmanni leyfi til að krefjast vangoldinna launa í þrotabú Slippstöðvarinnar. Þá fengu þeir að vita hver réttur þeirra er í stöðunni. Nýjar vörur íúrvali Opnunartími mán -fös. 10-18 laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 200 Kópavogi Sími 5544433 Tæplega 10% starfa í fisk- vinnslu munu hverfa á árinu Fiskiðnaðurinn stendur illa ígóðœrinu og sífelltfleiri missa störfsín. Fólkflyst aflandsbyggðinni þarsem önnur störfbjóðast í takmörkuðum mœli. Þingeyri ísafjörður ^^Súðavík Bíldudalur Tálknafjörður Blönduós' Patreksfjörður Ólafsfjörður ® Húsavfk ^ Akureyri Keflavík Hveragerði ©^Selfoss 0 O Hella Eyrarbakki Reykjahlíð 1 Borgarfjörður eystri Reyðarfjörðuj^ Stöðvarfjörður(J Djúpivogur ö i Hrauneyjar l Kirkjubæjarklaustur Vestmannaeyjar Kortið sýnir dreifingu á þeim fyrirtækjum sem sagt hafa upp starfsfólki í miklum mæli undanfarin þrjú ár. Greiniiegt er að landsbyggðin hefur farið illa og þá sérstaklega fiskvinnsla. Tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi. Undanfarin ár hafa æ fleiri fyrir- tæki á landsbyggðinni lagt upp laup- ana eða dregið saman í rekstri með tilheyrandi uppsögnum. Aðallega er um fyrirtæki í fiskiðnaði að ræða en þó er nokkuð um gamalgróin fyrir- tæki í öðrum rekstri. Þensla í land- inu, í kjölfar stóriðju á Austurlandi, hefur þó orðið til þess að eru störf í boði fyrir flesta þá sem missa störf sín og er atvinnuástand almennt gott, burtséð frá ástandinu í fiskiðn- aði. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva, telur að í lok ársins eigi um 500 manns eftir að tapa störfum sínum í fiskiðn- aði hérlendis. Þetta samsvarar tæp- lega 10% allra þeirra sem starfa við iðnaðinn missi störf sín. Hann segir að hagstjórn landsins komi niður á landsbyggðinni þar sem fiskiðnaður sé uppistaða atvinnuvegs. Áhyggjur af þróuninni AðalsteinnÁrniBaldvinsson.formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að án stóriðjuframkvæmdanna væri slæmt ástand á Norður- og Austur- landi. Hann hefur þó áhyggjur af þvf hvernig muni fara þegar færri störf bjóðast við Kárahnjúka og verkefn- ið þar klárast. „Það hefur vissulega orðið samdráttur í ákveðnum grein- um og þá sérstaklega í fiskiðnaði. Ef framkvæmdirnar væru ekki fyrir austan væri ástandið slæmt hérna.“ Aðalsteinn segir að ferðaþjónusta hafi bjargað mörgu auk þess sem byggingariðnaður standi mjög vel. Vantar þjónustustörf á landsbyggðina Vestfirðir hafa farið illa út úr þróun krónunnar og hafa fjölmörg fyrir- tæki þurft að segja upp starfsfólki sínu. Til dæmis er nú engin fisk- vinnsla í Bíldudal og erfitt að henda reiður á hversu mörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota á síðustu árum. Pétur Sigurðsson, formaður Verka- lýðsfélags Vestfjarða, segir að þrátt fyrir þetta sé ástand í atvinnumál- um á Vestfjörðum ágætt. Þenslan i samfélaginu skapi líka tækifæri á Vestfjörðum. „Hér hefur stórt verk- takafyrirtæki náð að dafna og fær verkefni víða um landið meðan aðr- ir eru uppteknir fyrir austan. Svo keypti Marel rafeindafyrirtæki og í stað þess að flytja reksturinn suð- ur þá var störfum fjölgað hér á Vest- fjörðum. Auðvitað er alltaf slæmt þegar störf hverfa en verra er að hér fjölgar ekki fólki. Þjónustustörf flytjast til Reykjavíkur þegar þau gætu vel verið hérna og svo hrópar fólk húrra þegar ein staða flyst hing- að aftur." Pétur segir að Hagstofan gæti til dæmis vel verið starfrækt á Vestfjörðum. Sjaldan eða aldrei hefur verið minna atvinnuleysi á íslandi og segja fulltrúar atvinnumála að um- sóknum um atvinnuleyfi fyrir út- lendinga staflist upp, svo mörg séu þau. Það er þó ljóst að hátt gengi krónunnar hefur haft gífurleg áhrif á fiskiðnað sem sýnir sig í því að fyr- irtæki þurfa að draga úr starfsemi eða einfaldlega pakka saman. ■ Frjálslyndir: Staða eiginmanns Sólveigar gerir hana óhæfa Þingmenn Frjálslynda flokksins eru óánægðir með kosningu Sól- veigar Pétursdóttur til embættis forseta Alþingis. „Ég held að það verði nú engir eftir- málar af þessu í bili,“ segir Magnús Þ. Hafsteinsson þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Eg hefði viljað sjá þessa kosningu öðruvísi þannig að við hefðum getað sagt nei. En mál olíufélaganna er auðvitað í rann- sókn hjá ríkislögreglustjóra, og við bíðum bara eftir þeirri niðurstöðu." Magnús telur ljóst að vegna Kristins Björnssonar, eiginmanns Sólveigar, sem muni sennilega hafa stöðu grun- aðs manns í einu stærsta efnahags- brotamáli sögunnar gangi það ekki að hún gegni stöðu forseta Alþingis. „Hún er að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar, og þá er maki hennar yfirleitt með í för. Það gengur bara ekki að þegar hingað koma erlendir þjóðhöfðingjar, og fullt af erlendum fjölmiðlamönnum, þá sé hugsanleg- ur afbrotamaður með í för forseta Alþingis. Hvergi í hinum vestræna heimi væri þetta talið boðlegt, að þú værir með mann í lögreglurann- sókn, og sem hugsanlega væri búið að ákæra, að hann væri að koma fram við svona aðstæður, fyrir hönd sinnar þjóðar.“ Magnús tekur fram að hann hafi ekkert persónulega á móti þessu fólki: „En þetta bara gengur ekki upp og hvergi annars- staðar væri þetta leyft." ■ Drykkjarfontur við Norðurströnd Bjorn Stefánsson verkefnastjori ahaldahússins á Seltjarnarnesi stendur hér stoltur hjá nýjum drykkjarfonti, sem settur hefur verið upp á Norðurströnd á Seltjarnarnesi. Font- ínum verður vafalaust vel fagnað af þyrstum göngugörpum og skokkurum, sem njóta þessarar fallegu leiðar dag hvern. ® Alla virka daga HÁDEGISVERÐARTILBO Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Frá 11.00 -13.30 Tilboðln gilda ekki með heimsendingu Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarllnd 14-16 S 564 6111 HI mEKONC t h a i I e n s h m a t s t o f a

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.