blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 12
421! TÖLVUR OG TÆKNI MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER'2005 < blaðfö Þó Xbox tölvunni hafi ekki tekist aö laða til sína leikjafram- leiðendur eru forsvarsmenn Microsoft fyrirtækisins bjartsýnir á að tölvan muni samt sem áður hljóta góðar undirtektir hjá tölvuleikjaspilurum þegar fram fsækir. Leikjaframleiðendur sýna lítinn áhuga Xbox 360 veldur vonbrigðum Á þeim fimm mánuðum sem liðn- ir eru frá því að Microsoft kynnti frumgerðina að hinni nýju Xbox 360 hefur fyrirtækinu ekki tekist að vekja áhuga leikjaframleið- enda. Þetta hefur valdið töluverð- um áhyggjum enda lítil von að leikjatölvan muni seljast vel nema fyrir sé gott úrval leikja. Micro- soft leggur þvi allt í sölurnar í kynningu á vélinni og vonast til að það muni skila sér í auknum áhuga. Margir segja að hin upprunalega Xbox tölva, sem kom á markað árið 2001, eigi leiknum Halo velgengni sína að þakka. Leikurinn var gíf- urlega vinsæll og olli því að tölvan seldist mun hraðar en menn höfðu AEG ORMSSON HIIM FULLKOMNA ÞVOTTAVÉLA ÞRENNA Þessar frábæru AEG vélar á einstöku tilboðsverði á meðan birgðir endast. ÍSLENSKT STJÓRNBORÐ - ÍSLENSK NOTENDAHANDBÓK ■ 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Æ r' ti20l AEG Lavamat 76820 1600/1200/1000/600 sn. 6 kg. TILBOÐSVERÐ: KR. 90.000,- 12 m ' ?--■ i 'K T Lavamat 74639 1400/1200/900/700/400 sn. 5,5 kg. TILBOÐSVERÐ: KR. 74.900,- AEG ^ Lavamat 52820 1200/1000/600 sn. 6 kg. TILBOÐSVERÐ: KR. 69.900,- Þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar á TILBOÐSVERÐI! 1200 i 1000 < 400 < SKOISTOfP « SKOIUN ÞVOtlUR TtMAVAL ÞVOrtAIÍNU • FORÞVOTTUR < AOAIÞVOIÍUR < SKOLUN * AUKASKOtUN » VtNOING AOUA CONTROl fO»- SlfnA VIOKVAMUK SIAKT ÞVOTTUR ÞVOTTUR ÞVOTTUR STOPf ÖftKUSPAftNAOUft | AOALÞVOTTUR ° * • \ \ •* #4O-ó0 BtANOAO í V40 • 30 (STUTT VINOINO^ j I VtNOtNG * VAINStOSUN * / SKOLUN í ÖT KAU* \ uu 30* \ SftKI 40 • /•*0 STftAU- I /so win H'*40 40i|*S_ STUTT STftAUTKÍTT VKÍKVAMI mmrrif ÍSLENSKT STJOBNBORÐ RdDIO^ FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SlMI 461 5000 ORMSSON LAGMÚLA 6 SMÁRALIND SIMI 530 2800 SÍMI 530 2900 UMBOÐSMEIUIU UM LAIUD ALLT ...........mn r a www.ormsso upprunalega gert ráð fyrir. Þetta vilja menn endurtaka með hinni nýju tölvu en því miður virðist tak- markaður áhugi vera fyrir hendi. Meginástæðuna telja menn vera að Microsoft hafi ekki tekist að sýna fram á að hin nýja tölva bjóði uppá eitthvað byltingarkenndara en nú- verandi leikjatölvur. Samkvæmt Sid Shuman, framleiðanda Games.net sem er vefsíða fyrir tölvuleikjaspil- ara, eru erfiðir tímar framundan fyrir Microsoft. „Microsoft styrkist venjulega við mótlæti. En þeir verða hins vegar að sannfæra menn um að þessi tölva geti ráðið við leiki sem aðrar leikjatölvur geta ekki. Þeir eiga eftir að sýna fram á betri grafík en gengur og gerist og raunverulegri vinnslu sem leyfir manni nánast ótakmarkaða möguleika í leikjum,“ segir Sid. Nokkrir leikir á leiðinni Ekki er þó öll von úti fyrir Micro- soft sem í þessari viku mun kynna nokkra nýja leiki sem sérstaklega hafa verið hannaðir með Xbox 360 í huga. Leikir eins og Gears of War, Kameo og Perfect Dark Zero. Að auki hefur fyrirtækið hafið samstarf við fyrirtækið Real Time Worlds um framleiðslu á leiknum Crackdown. Margir af helstu framleiðendum þessa leiks eru þeir sömu og bjuggu til hinn vinsæla leik Grand Theft Auto. Að auki hefur fyrirtækið Ubi- soft tilkynnt að þeir muni gefa út Tom Clancy’s Splinter Cell sérstak- lega fyrir Xbox á næsta ári. Micro- soft menn eru því enn bjartsýnir á að þeim muni takast að snúa vörn í sókn og að Xbox muni áfram veita Playstation 3 verðuga samkeppni. Gulu blettirnir á myndinni sýna þau svæði í Evrópu sem búið er að færa inn í forritið. Athyglisvert forrit Jörðin und- ir smásjá Leitarsíðan Google er nú að þróa forrit sem nefnist Google Earth. For- ritið, sem hægt er að nálgast ókeyp- is á netinu, býður uppá útsýni yfir jörðina séð frá geimnum. Notandi getur flakkað heimshorna á milli og stækkað ákveðið svæði það mik- ið að hægt er að greina einstök hús og bíla. Fyrir aðeins tveimur vikum fann t.d. ítalskur notandi fyrir tilvilj - un rústir rómverskrar villu rétt hjá heimili sínu með hjálp forritsins. Forritið sjálft er enn í vinnslu og t.d. er aðeins hægt að stækka upp ákveðna hluta Islands með tiltölu- legri nákvæmni. í hverri viku eru nýjum svæðum bætt inn í forritið og eldri svæði eru uppfærð eins og kostur gefst. í dag má þó sjá gríð- arlega stórt svæði, bæði borgir og sveitir í mismikilli upplausn. Mynd- irnar eru allt að þriggja ára gamlar og teknar jafnt af gervihnetti sem og úr flugvélum. Hægt er að nálgast ókeypis útgáfu af forritinu á netsíð- unni http://earth.google.com en þar gefst mönnum einnig kostur á að kaupa forritið sem býður uppá auka valmöguleika eins og t.d. þrívíðar myndir og fleira. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.