blaðið - 05.10.2005, Side 13

blaðið - 05.10.2005, Side 13
blaöió MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 TOLVUR OG TÆXNI ;; 1 B Mengunarlaust farar- tœki Loftknú- inn bíll Kannski allir bílar í framtíðinni verði knúnir áfram af loftinu einu saman Franska bílafyrirtækið MDI kynnti á dögunum nýja bíla sem að sögn framleiðenda munu hjálpa til í baráttunni gegn vaxandi mengun í stór- borgum. Um er að ræða bíla sem eru knúnir áfram nánast af þéttu lofti einu saman. Þó hugmyndin á bakvið tæknina sé ekki ný af nálinni hefur fyr- irtækið eytt síðustu 12 árum í rannsóknir á því hvernig nýta megi hana til að knýja áfram bifreiðar. Niðurstaðan eru tvær tegundir bifreiða, annars vegar Minicat og hins vegar Citycat. Citycat bifreiðin er sérhönnuð til notkunar innan þéttbýlis og vinnur einungis á loftvélinni einni saman. Minicat bifreiðin er hönnuð til notkunar utan þéttbýlis og notast einnig við hefðbundna bensínvél. Báðar hafa bifreiðarnar lengri drægni en t.d. rafmagns eða vetnisbíl- ar eða um 2000 km og geta náð allt að 50 km hámarkshraða. Það er von framleiðenda að bíl- ar af þessari gerð munu njóta vinsælda í þeim borgum þar sem mengun er nú þegar vax- andi vandamál. ■ PD100 er fjölnota tæki sem er meira en bara venjulegur MP3 spilari. Fyrir þá sem vilja meira Allt á ein- um stað PD100 frá fyrirtækinu MPIO er hreint út sagt frábært tæki sem býður uppá fjöldan allan af möguleikum sem heíðbund- inn MP3 spilari ræður ekki við. Fyrir utan að geta spilað MP3 lög er mögulegt að nota PD100 til að hlusta á útvarpið. Einnig er hægt að nota tækið sem hefð- bundið upptökutæki með því að notast við innbyggðan hljóð- nema. Að auki er líka hægt að taka upp stafrænar útvarpssend- ingar með tiltölulega einföldum hætti. Tækið sameinar því kosti MP3 spilara, upptökutækis og útvarpstækis aukþess að vera handhægt. PD100 hefur innra minni uppá 512 mb en er, enn sem komið er, aðeins selt í Kóreu og á Bretlandseyjum. ■ Verndaðu Ipod spilarann Skemmtileg hulstur Það nýjasta á markaðnum eru sér- stök hulstur sem hægt er að setja Ipod spilara í. Ikitty hulstrið er hluti af hinni svokölluðu Iguy fjölskyldu en einnig er hægt að kaupa hulstur sem líkjast manni. Hulstur þessi gera margt annað en að gleðja augað. Þau vernda Ipod spilarann fyrir risp- um og höggum en einnig er hægt að nota þau sem stand. Ikitty hulstrið er sérstaklega hannað til að líkjast ketti. Með plastrófu sem hægt er að hreyfa að vild og eyru sem stingast útí loftið. Ikitty hulstrið hentar öll- um 4G Ipod spilurum og er einnig sveigjanlegt þegar kemur að því að hlaða tækið. ■ Ikitty hulstrið er skemmtileg nýjung fyrir þá sem vilja lífga uppá Ipod spilarann sinn. í FLUGIÐ Við komum þér og þínum örugglega í flugið á innanbæjartaxta og sækjum ef þú vilt. Nú kemstu með Hreyfli/Bæjarleiðum milli Reykjavíkursvæðisins og flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á innanbæjartaxta. Hvenær sólarhringsins sem er, flóknara er það ekki. Þetta er nefnilega orðið hagstæðara en margan grunar! Það kostar sitt ef þú ferð á eigin bíl; bensín, bílastæðagjald auk heilmikils umstangs við að leggja eða geyma bílinn. Þegar margir ferðast saman, 4-8 manns, er þetta engin spurning. Og á leiðinni heim geturðu slakað á og látið það eftir þér að þiggja léttar veitingar um borð í flugvélinni. Við sjáum um aksturinn - á innanbæjargjaldi. X Við vekjum þig, efþú vilt, áður en við sendum bílinn. Dagtaxtar eru frá 8.00 til 17.00 virka daga og kvöld- og næturtaxtar frá 17.00 til 8.00 I- OTTÓ AUOLÝSINGASTOFA

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.