blaðið - 05.10.2005, Page 16

blaðið - 05.10.2005, Page 16
Ofgott til að vera satt Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona, kom nýlega frá Moskvu en þar vann uppsetning Vesturports á leikritinu Brimi eftir Jón Atla Jónasson verðlaun sem besta leiksýning á New-Drama leiklistarhátíðinni. Nína Dögg Filippusdóttir.„Ég hef alltaf litið á starf mitt sem lið í því að hjálpa fólki en Blaðil/SteinarHugi ekki bara segja því sögu og hafa ofan af fyrir því." „Það var afar vel tekið á móti okkur en allt gekk mjög hægt fyrir sig. All- ir vildu allt fyrir okkur gera en það tók langan tíma og sumir í hópn- um voru að missa þolinmæði með Moskvubúum," segir Nína Dögg. „Við sýndum Brim fyrir fullu húsi og það var mikil stemmning og við bjuggumst ekkert sérstaklega við að vinna. Verðlaunin voru í rauninni þau að fá að taka þátt, hitt var bara bónus.“ Þessa dagana er Nína Dögg önn- um kafinn við æftngar á Woyzeck eftir Georg Biichner. Leikritið verð- ur sýnt í Barbican Center í London 12. -22. október en frumsýning á Is- landi verður 28. október í Borgarleik- húsinu. Nína Dögg fer með hlutverk Maríu, eiginkonu Woyzeck, sem er vannærð og óhamingjusöm og heillast af öðrum manni sem henni finnst veita sér útgönguleið frá ein- angruninni sem hún býr við. Dýrmæt minning „Það leynist ótrúlega margt í þessu verki,“ segir Nína Dögg um leikritið. „Maður er agndofa vegna þess hvern- ig höfundinum tekst að orða setn- ingar um hið mannlega eðli. Þetta er verk sem maður meðtekur með hjartanu. Verkið fannst eftir dauða Buchner sem lauk ekki við það. Það byggist upp á 18 senum, sumar eru bara hálf blaðsíða. Þegar verkið fannst var það ekki í réttri tímaröð þannig að í gegnum tíðina hefur leik- húsfólk leikið sér að því að raða því saman. Þess vegna má segja að hver uppsetning á Woycek sé nýtt leikrit. Það er gaman að takast á við þetta verkefni því maður þarf að vanda sig mjög og gera brú að leikritinu svo áhorfandinn geti fylgt sögunni.“ Tónlistin í verkinu er eftir Nick Cave, eins og margoft hefur komið fram í fréttum. „Þetta er ótrúlega falleg tónlist og hentar verkinu vel. Það var einstaklega gaman að fylgj- ast með því af hversu miklum metn- aði Nick vann verk sitt,“ segir Nína Dögg. Nína Dögg segir boðið um að sýna Woyzeck í Barbican Center í London vera ævintýri en fyrir ári fór hún ásamt leikhópi sínum, Vest- urporti, til London með hina róm- uðu sýningu Rómeó og Júlíu. „Það er frábært að vera boðin aftur og það ásamt hóp sem samanstendur af bestu vinum sínum. Þetta er ómet- anleg reynsla og dýrmæt minning í minningabókina. Eiginlega of gott til að vera satt,“ segir Nína Dögg. I mat hjá Vanessu Redgrave Á sýningum á Rómeó og Júlíu í Lond- on komu fjölmargir heimsþekktir leikarar við sögu og stigu stutta stund á svið með leikhópnum. Þar á meðal voru Vanessa Redgrave, Dereck Jacobi og Timothy Dalton. Vanessa lét sér sérlega umhugað um hópinn. „Vanessa kom fjórum sinnum á Rómeó og Júlíu. Hún bauð okkur öllum heim til sin í mat þar sem hún stappaði sjálf kartöflumúsina fyrir okkur. Eftir matinn sátum við, spiluðum á gítar og sungum á þessa litla og fallega heimili hennar,“ segir Nína Dögg. „Vanessa er yndisleg og falleg kona, hlý og góð. Hún er líka mikill og ástríðufullur listamaður. Á síðustu sýningu okkar kom hún baksviðs og var hágrátandi því hún hafði hrifist svo af sýningunni. Við urðum svo snortin að við fórum næstum því líka að gráta Ég held að það sé hollt að fara út úr umhverfi sínu og kynnast öðru fólki og hvernig það vinnur. í Young Vic hittum við til dæmis strák sem er á svipuðum aldri og við. Hann er frá Palestínu og við erum allaf í góðu sambandi við hann. Við erum að reyna að finna tíma til að vinna að sameiginlegu verkefni. Það er svo margt sem er ólíkt í menningar heimi okkar en samt margt svo líkt því við erum auðvitað öll manneskj- ur með tilfinningar. Þetta er það skemmtilega við að ferðast. Maður hittir fólk alls staðar að með öðru- vísi sýn á heiminn. Maður lærir mik- ið af því.“ Breyskleiki manneskjunnar Nína Dögg er 31 árs. Árið 2003 var hún valin „rísandi stjarná' sem er hluti af dagskrá kvikmyndahátíðar í Berlín. Þegar hún er spurð hvort hún hafi snemma ákveðið að verða leik- kona segir hún: „Löngunin blundaði í mér allt frá því ég var lítil stelpa en það var ekki fyrr en í menntaskóla sem ég lét drauminn rætast og steig á svið í skólaleikritum. Síðan fór ég í Leiklistarskóla íslands. Mér finnst gaman að setja mig í spor ólíkra per- sóna og breyskleiki manneskjunnar vekur áhuga minn. Ég hef alltaf litið á starf mitt sem lið í því að hjálpa fólki en ekki bara segja því sögu og hafa ofan af fyrir því. Á ákveðnum tímapunkti í leiklistarnáminu hugs- aði ég með sjálfri mér: Hvað er ég að gera? Ég hefði átt að fara í hjúkrun svo ég gæti hjálpað fólki á áþreif- anlegan hátt. Amma mín sagði að þetta væri vitleysa, í leikhúsinu gæti ég örugglega snert við mörg hundr- uð hjörtum á einu kvöldi. Eg hugsa oft um þessi orð hennar.“ Nína Dögg hefur leikið í kvik- myndunum Villiljós og Hafinu. ,Ég hélt að kvikmyndaleikur ætti ekki vel við mig og í Leiklistar- skólanum sagðist ég alltaf myndu velja leikhúsið og eingöngu leikhús- ið,“ segir hún. Það fórþó ekki svo því þegar hún var á þriðja ári í Leiklist- arskólanum bauð Ragnar Bragason henni hlutverk í Villiljósum og hún sló til. Seinna lék hún í mynd Baltas- ars Kormáks, Hafinu. Nú er Nína að ljúka við leik í kvikmynd sem Vestur- port gerir ásamt Ragnari Bragasyni. „Vinnutitill verksins er Kvikindi. Við erum sex sem leikum í henni og skrifuðum öll okkar sögu. Ragn- ar tók þær síðan og púslaði saman í handrit,“ segir Nína Dögg. „Ég ýtti þvi frá mér í nokkurn tíma að skrifa. Þegar ég fæ hugmyndir finnst mér alltaf að ég verði að láta einhvern annan skrifa þær. En þegar ég byrj- aði að skrifa tók það enga stund. Ég skrifaði ævisögu ungrar konu. Allar sögurnar fjalla um íslenskan sam- tíma og fólk sem er að takast á við lífið. Upphaflega átti þetta að vera ein bíómynd en þær verða tvær. Nú stefnum við í Vesturporti að því að gera eina til tvær kvikmyndir á ári.“ Næg verkefni Næst á verkefnaskránni, á eftir Woyzeck, er að leika í Pétri Gaut eftir Ibsen í leikstjórn Baltasars Kor- máks. „Það verður mjög spennandi, því ég hef aldrei unnið með honum að sviðsverki, og mér fannst frábært að vinna með honum í Hafinu. Eft- ir það er hlutverk í leikritinu 8 kon- ur í leikstjórn Eddu Bachmann. Ég hlakka mikið til að vinna undir stjórn Eddu,“ segir Nína Dögg. „Ég vann með henni i Kryddlegnum hjörtum og hef mikið af henni lært. Þarna leik ég með stelpum sem ég held að verði mjög gaman eftir að hafa unnið svo mikið með strákum. Ég á samt eftir að sakna strákanna og það verður gott að koma heim til þeirra aftur. Og vonandi verður haldið áfram að gera meira stelpu- grín fyrir Stöð 2, því það er ótrúlega gaman að vera partur af því. Stelpur eru nefnilega mjög fyndnar.“ kolbrun@vbl.is Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is Landsbankinn Banki allra landsmanna 410 4000 landsbanki.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.