blaðið - 06.10.2005, Side 16
16 I MATUR
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 blaöiö
<fiSS&r
Stálpottasett á góðu verði
Brúðhjónalistar og gjafakort
búsáhöld
KRINGLUNNI
Sími: 568 6440 I busahold@busahold.is
Kaffi mánaðarins
September - 2005
Guatemala - Shum Capel
Skuggakaffi
Eitt best geymda leyndarmál
Guatemala. Hágæðakaffi sem lítið
er þekkt vegna fjarlægðar og
tungumálaerfiðleika ræktenda.
í skugga
f? Skuggakaffi vex
/ hægar og gefur því
' bragðmeiri baun. Kaffið
hefur líflega ávaxtasýrni
mikla fyllingu og mjög gott
jafnvægi.
Nú á frábæru
kynningarverði í öllum
verslunum Te og kaffi.
250 gr. 615,- kr
Kaffihús:
Laugavegi 24
Smáralind
Verslanir:
Kringlunni
Smáralind
Laugavegi 27
Suðurveri
“O”
TK x k.-\m
Holltoggott
grœnmetisbutf
Grænmetisbuff af ýmsum gerð-
um er hægt að fá bæði frosin í
matvöruverslunum og á græn-
metisstöðum víðs vegar. Hins
vegar er ekki mikið mál að búa til
buff og geyma þau í frysti, taka
svo út eftir hentisemi. Hér er ein
góð uppskrift af góðu grænmet-
isbuffi.
Hráefni:
8 soðnar kartöflur
1/2 bolli grænar baunir
1/2 bolli saxaðar gulrætur
1/2 bolli saxað hvítkál
1/2 bolli saxað blómkál
1/2 bolli saxaðar rauðrófur
4 matskeiðar saxaðar kasjúhnetur
4 grænir chillipipar
2 teskeiðar garam masala duft
Um það bil 4 sentimetrar af engifer-
rót
4 teskeiðar sítrónusafi
4 matskeiðar maíssterkja
Brauðmylsna eða semolina til að
hjúpa buffin
Salt og sykur til að bragðbæta
Aðferð:
1. Stappið kartöflurnar. Gufu-
sjóðið grænmetið þar til
það er orðið meyrt.
2. Merjið chilipiparinn og engifer-
ið þar til það er orðið að mauki.
3. Sigtið allt vatn frá grænmetinu.
Blandið saman kartöflunum,
grænmetinu og grænu baunun-
um. Bætið svo kasjúhnetunum,
salti, garam masala duftinu,
chili- og engifer maukinu, sí-
trónusafa og sykrinum saman
við. Bætið svo maíssterkjunni
eða venjulegu hveiti við. Bland-
ið þessu öllu vel saman með
höndunum. Setjið svolitla olíu
á hendurnar til að deigið klíst-
rist ekki við þær.
4. Meðan þið hnoðið deigið, hitið
olíu á pönnu, (jurtaolíu eða ól-
ívuolíu) einnig má djúpsteikja
buffin í djúpsteikingarpotti
ef vill. Búið til litlar bollur úr
deiginu og pressið þær örlitið
saman með lófanum.
5. Búið til þunnt deig úr hveiti og
vatni. Dýfið hverju buffi upp
úr deiginu og látið leka vel af.
Veltið þeim síðan upp úr brauð-
mylsnunni eða semolina. Einn-
ig má nota þeytt egg í staðinn
fyrir hveiti og vatn.
6. Steikið buffin. Borðið strax
með salati og léttri sósu, til
dæmis úr súrmjólk eða sýrðum
rjóma. Frystið afganginn. ■
Stefán Guðjónsson, Sommelier:
ítölsk vinlög
uðu vínframleiðendur að blanda
eins og þeim sýndist og hunsuðu
lögin, og til að sýna fram á að vín-
ið væri betra en lögin segðu til um
var þetta vín kallað „Super Tuscany”
vín. Þó að lögin séu hægt og rólega
að minnka kröfurnar (t.d. er Sassic-
ia búið að fá sitt eigið DOC), þá eiga
þeir ennþá langt í land. Hér fyrir
neðan er stutt lýsing á hvaða lög
eru í gildi núna, en best er að hafa
í huga að vínframleiðendur skipta
jafn miklu máli, einnig hefur veður-
far gríðarleg áhrif á árganga.
Vino da Tavola =Borðvín engar
kröfur gerðar.
I.G.T. (Indicazone Geografica Tip-
ica) = Nýtt, byrjaði 1992. Það þarf
að standa á flöskunni, svæði t.d.
Tuscany eða Sikiley, árgangar, hvar
þetta er átappað og fl.
DOC = Svipað og A.C. í Frakk-
landi, þarf að standast kröfur um
svæðin, hvaða vínþrúgur eru notað-
ar, hve marga hektólítra per hektar-
ar og framvegis.
DOCG = Eins og DOC en verður
að fara í gegnum sérstaka smökkun-
ar deild fyrir samþykki og koma frá
sérstöku svæði t.d. Chianti Classico.
Á næstunni verður fjallað um ítal-
íu og ítölsk vín, en áður en byrjað
verður á því er við hæfi að fjalla
aðeins um ítölsk vínlög.
ítölsk vínlög eru vægast sagt
flókin og ósanngjörn. Þó að lögin
væru upphaflega sett til að aðskilja
bestu vínin á svæðunum frá venju-
legum og ódýrum vínum, þá voru
skilyrðin svo ströng að vínfram-
leiðendur höfðu ekki svigrúm til
að þróa og breyta vínum sínum til
hins betra. í Toskana voru vínfram-
leiðendur mjög áhyggjufullir yfir
þessum þröngsýna hugsunarhætti.
Byrjuðu þá nokkrir framleiðendur
að rækta óhefðbundnar vínþrúgur
t.d. Cabernet Sauvignon og blanda
það með hefðbundnum Sangiovese.
Otkoman var talin stórkostleg en
vegna þessara ströngu laga var vín-
ið merkt í ódýrasta flokk „Vín da
Tavola” eða borðvín. Fyrsta vínið
var Sassicia, svo kom Tignanello og
eftir það var ekki aftur snúið. Byrj-