blaðið - 12.10.2005, Side 12
12 I TÖLVUR OG TÆKI
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Einíaldleiki vopnað-
ur nýstárlegri tœkni
Tivoli Audio tækin hafa slegið í
gegn um víða veröld frá því að
þau komu fram á sjónarsviðið
fyrir um fimm árum síðan. Þau
eru mjög einföld í útliti sem og
notkun og því nokkurskonar and-
stæða flókinnar nútímahönnunar
á raftækjum. Tivoli Audio hafa
fengið bestu meðmæli í hönnun-
ar- og fagtímaritum og nostalgíu
útlitið ásamt þeirri nýstárlegu
tækni sem þau búa yfir hafa einn-
ig tryggt það að neytendur hafa
tekið þeim opnum örmum.
Gagnrýnendur lofa Tivoli
Fyrsta tækið sem Tivoli Audio setti
á markað árið 2000 var Model One
borðútvarpið sem gagnrýnendur
hófu strax að lofa bæði hljómgæðin
og viðarklædda hönnunina. Óvenju-
legt handverkið aðskildi tækið mjög
skýrt frá öðrum slíkum sem sam-
keppnisaðilarnir buðu upp á, enda
ganga Tivoli Audio tækin í gegnum
tímafrekt ferli þar sem hver vara er
handlökkuð til að ná fram réttum
gljáa. Allar vörur Tivoli Audio eru
samsettar í verksmiðju fyrirtækis-
2006
BaseCamp, auglýsir fyrir hönd Ríkisútvarpsins-Sjónvarps, eftir
lagi til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem
fram fer á Grikklandi í maí 2006.
Lagið má ekki hafa verið flutt opinberlega og hámarkslengd þess
skal vera 3 mínútur. Texti lagsins skal vera á íslensku vegna
flutnings hér heima.
Höfundar skili lögum til BaseCamp, Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík
eigi síðar en 18. nóvember, merktum Söngvakeppnin 2006. Lögin
skulu merkt dulnefni höfunda en rétt nöfn fylgi í lokuðu umslagi.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá BaseCamp í síma 591 5250 eða í
vefpósti info@basecamp.is.
Sími 591 5250 h info@basecamp.is
H BaseCamp
PRODUCTIONS B
ins sem gerir því kleift að eigin sögn
að halda uppi afar ströngu gæðaeft-
irliti. Framleiðendur tækisins segja
slíkt tryggja að bæði hljóðstyrkur
og gæði útsendingar geri það óvið-
jafnanlegt öllum öðrum sambæri-
legum tækjum í þessum verðflokki.
Þá veitir sú meðferð útvarpinu það
skemmtilega og óvenjulega retró
útlit sem það er orðið svo frægt fyr-
ir. Viðarklæðningin er hins vegar
ekki einvörðungu til að tryggja hið
sérstaka yfirbragð heldur virðast
gagnrýnendur sammála um að hún
skapi einnig þann þýða hljómburð
er framleiðandinn lofar. Niðurstað-
an er sérlega gott jafnvægi milli
tónjöfnunar og bassaviðbragðs.
Notast við farsímatækni
Ástæður fyrir tærleika hljómsins og
góðum móttökuskilyrðum eru helst
þær að í stað venjulegrar samrásar
þá notast Model One við FM sendi
með GaAs MES-FET hljóðblandara
sem var upprunalega hannaður fyr-
ir farsíma. Model One var fyrsta út-
varpsviðtækið til að nýta sér þessa
tækni til að tryggja betri móttöku-
skilyrði og auka skýrleika sendingar-
innar. Innbyggð AM og FM loftnet
eru í tækinu og þá 75 óm tengill til
staðar sem gerir það kleift að hægt
sé að tengja utanáliggjandi FM
loftnet við tækið þar sem móttöku-
skilyrði eru erfið. Einnig eru tengi
fyrir heyrnartól, utanáliggjandi
geislaspilara eða önnur hljómflutn-
ingstæki og úttak fyrir upptökutæki.
Hefur þróast í línu
Fyrirtækið hefur verið duglegt að
þróa þessa vöru áfram og er vinsæl-
asti angi þeirrar þróunar líklega
Portable Audio Laboratory, eða ein-
faldlega PAL.
PAL eru lítil og meðfærileg hljóm-
flutningstæki vopnuð öllum helstu
eiginleikum hins upprunalega
Model One. Munurinn felst fyrst
og fremst í aðeins öðruvísi hönnun
og endurhlaðanlegri og umhverfis-
vænni rafhlöðu sem tryggir margra
klukkutíma þráðlausa spilun. Þar
sem að PAL er hulinn gúmmíklæðn-
ingu þá stenst hann vel veður og
vinda og er því tilvalinn í ferðalög
eða fyrir annarskonar útiveru.
Hann fæst í margskonar litum sem
hönnunarteymi Tivoli Audio velja
eftir eftir því hvað er heitast í evr-
ópskum tískustefnum hverju sinni.
Stefna Tivoli Audio er að bjóða upp
á nýja línu af litaafbrigðum árlega.
Einnig er kominn á markaðinn
iPAL sem virkar alveg eins og hin
PAL viðtækin en er sérstaklega
sniðið að útliti og hönnun hins sí-
vinsæla iPod MP3 spilara. Það er
jafnt hægt að tengja iPodinn beint
í tækið eða notast við iTrip útvarps-
sendinn til að tengjast þráðlaust
við iPAL. Þá hefur Tivoli Audio
framleitt fjölmargar aðrar útgáf-
ur af kjarnatækinu og þar á meðal
er tæki sem tekur á móti gervi-
hnattarsendingum, Model Three
sem er útvarpsvekjaraútgáfa með
klukku og Songbook ferðaútvarpið.
Eftirl íki ngar spretta upp
eins og gorkúlur
Vinsældir Tivoli tækjanna hafa orð-
ið til þess að mýmargar eftirlíking-
ar hafa sprottið upp þar sem bæði
sú tækni sem Tivoli tækin búa yfir
hafa verið tekin um borð sem og
hin gamla og einfalda retro hönnun
þeirra, þó með smávægilegum brey t-
ingum. Ein þeirra er Emerson NR
30 útvarpið sem litur nánast alveg
eins út og býr yfir nær öllum sömu
eiginleikum og hið upprunalega Ti-
voli útvarpstæki. Það er því ljóst að
útlit fortíðarinnar virðist komið til
að vera í heimi raftækjanna.