blaðið - 12.10.2005, Side 24

blaðið - 12.10.2005, Side 24
241 VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaöiö Kristinn R. Ólafsson um œskuárin, íslenska tungu, bókmenntir, listir og norðanrembu íslenskan stœrsta atvinnutœkið „Sumum finnst ég tala gott mál, öðrum finnst ég tilgerðarlegur. Ég viðurkenni að ég get verið tilgerðarlegur en þar er ég oft að reyna að vera sposkur." Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari, rit- höfundur og þýðandi, hefur verið búsettur í rúm 30 ár á Spáni, lengst af í Madríd. „Ég hef aðlagast Spáni að því leyti að ég er Spánverji í lifn- aðarháttum,“ segir Kristinn. „Ég veit ekki hver munurinn er á því að vera Islendingur og Spánverji hvað hugar- far varðar. Hver og ein manneskja er eyland og því er erfitt að alhæfa um fólk. Ég vona að ég móðgi ekki Islend- inga með því að segja að ég held að það sjáist á þeim að ekki eru nema 60 ár síðan þeir komu á mölina. Þeir eru ekki ókurteisir en í háttum skort- ir þá stundum gamalgróna siðfágun evrópska borgarbúans. Þeir gleyma til dæmis oft að bjóða góðan dag og iðulega kveðja þeir ekki. Fyrir mörg- um árum bauð ég góðan dag þar sem ég var staddur í lyftu í Breiðholti. Mér mætti furðu lostið augnaráð.“ Hvernig finnst þér Reykjavík sem borg? Þegar þú kemur hingað hugs- arðu þá aldrei með þér: Mikið er nú Madríd falleg borg samanborið við Reykjavík? „Nei, ég hugsa ekki þannig. Þegar ég kem til Reykjavíkur þá er ekki einsog ég sé að koma til Búdapestar í fyrsta sinn. Ég hef þekkt þessa borg frá æskudögum. Hún er mikið flæmi og tekur jafn mikið pláss og stórborg. Á köflum er hún illfær gangandi fólki. Eitt sinn gerði ég tilraun til að fara fót- gangandi niður Ártúnsbrekkuna. Ég komst í ógöngur, varð að snúa við og koma mér upp í strætó. Annars er Reykjavík skemmtileg borg og gamli bærinn er fallegur, fyrir utan tyggjó- sletturnar. Islendingarnir eru ákaf- lega tuggnir." Stór að innan Þú ertfceddur í Vestmannaeyjum. Mér er sagt aðfaðir þinn hafi verið rigfull- orðinn þegar þúfæddist. „Faðir minn, Ólafur Ástgeirsson, fæddist árið 1892 og átti fjögur börn með fyrri konu sinni. Eftir dauða hennar kvæntist hann móður minni sem var miklu yngri en hann. Hann stóð nákvæmlega á sextugu þegar ég fæddist. Ég segi stundum að það vanti eina kynslóð ofan á mig í karllegg og þess vegna sé ég stór að innan en ekki að utan. Það hefur aldrei verið vanda- mál í mínum huga að vera lágvaxinn. Eitt sinn bjó ég til limru: EfValgerði vangað égfengi, ég veit að húnynni mér lengi. Því þótt að utan égsésmár, égaðinnan erhár á við alstœrstu ogfrœknustu drengi. Hver erþessi Valgerður? „Ég þurfti að stuðla, þannig varð Val- gerður til.“ Fannstu fyrir því að eiga fóður sem var mjögfullorðinn oghálfsystkinisem voru svo miklu eldri en þú? „Þessar sérstöku aðstæður að fæðast öldruðum föður fyrir tið sjónvarps í htlu fiskiþorpi mótuðu mig. Faðir minn var bátasmiður. Hann notaði engar teikningar við smíðarnar, hafði svo glöggt smiðsauga að hann þarfnað- ist þeirra ekki. Lagði kjölinn og byrjaði og ég hélt við hjá honum. Hann hafði lært þessa aðferð hjá föður sfnum sem hafði lært hana af Færeyingum. Ég ólst upp sem einbirni, kynnist hálfsystkinum mínum svo að segja ekkert nema síðustu árin. Ég fann ekk- ert fyrir því að vera einbirni. Ég hef alltaf verið sjálfum mér nógur, þótt ég sé félagslyndur og mannblendinn þegar svo viíl vera. Eg kann best við að vinna einn, vera einn að garfa. Hér fyrr á árum var ég stundum uppi á fréttastofu RÚV og mér fannst erfitt að einbeita mér innan um fólk af því ég hafði vanið mig á það að vinna einn úti f horni.“ Faðir þinn dó þegar þú varst 13 ára, það hlýtur að hafa verið mikið áfall. „Auðvitað var það áfall en einhvern veginn skrönglaðist maður í gegn- um það. Mér varð ekki meint af því í sjálfu sér. Þetta var bara lffsins saga. Dagurinn sem hann dó er inn- prentaður í mig. Pabbi lá heima, vinir hans komu allir og ég man að húsið var allt uppljómað. Héraðslæknirinn, Örn Bjarnason, var kallaður til. Ég hitti hann mörgum árum síðar og sagði honum að ég myndi mjög skýrt eftir þvf að hann hefði vitjað pabba þegar hann dó. Hann sagði: „Já, hann átti því láni að fagna að deyja umkringdur vinum sfnum“. Þetta var rétt. Föður mínum var ekki stung- ið í samband við vél í sótthreinsuðu umhverfi. Hann fékk að deyja heima hjá sér. Sem minnir mann á að dauð- anum er úthýst í nútlmaþjóðfélagi. Hann þykir ekki hluti af eðlilegu ástandi lífsins.“ Orðknár peyi Þú ert mjög orðhagur maður og mikill tungumálamaður. Hvaðan koma þess- ir hæfileikar? „Faðir minn var vinamargur mað- ur. Það var alltaf mikill gestagangur á Brimbergi þar sem ég átti heima og menn sátu daglega að kaffispjalli. Ég sat oft og hlustaði á það sem sagt var. Mér er sagt að ég hafi verið orðknár peyi. Sjálfur geri ég mér enga grein fyrir því. Tungumál hafa alltaf legið vel fyrir mér. Það er gáfa sem er ekki manni sjálfum að þakka. Ég hef rækt- að hana. Ég veit samt ekki hvort ég er betri í tungumálum en aðrir.“ Mér er sagt að þú hafir verið afburða latínumaður, hvað heillarþig við latín- una sem flestir líta á sem dautt mál? VERÐLISTINN ÚTSÖLUMARKAÐUR Opiö 12-18 2.HÆÐ ÚTSÖLUMARKAÐUR EXO DALIA Opið kl. 12-18 mán.-föstud. FAXAFEN 12 Verðlistans er í Fákafeni 9, efri hæð Síðasta vikan ______ —vepílUsHjui v/Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.