blaðið - 12.10.2005, Qupperneq 26
26 i FYRIR KOWUR
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MaöÍA
Jógamiðstöðin
www.jogamidstodin.is
Afmælistilboð í október
Við eigum 4 ára afmæii lO.október. Af því
tilefni bjóðum við 4 ára gömul verð á
mánaðar- og þriggja mánaða kortum
í jóga út október. Mánaðarkort á 5.900 kr.
Þrír mánuðir á 12.900 kr. Opnir tímar alla
daga vikunnar. Ókeypis prufutímar.
Guðjón Bergmann, jógakennari Ármúla 38 - 517-3330
Það er engin ein ástæða þess að
konur hræðist reiði heldur liggur
þetta frekar grafið í samfélagsvit-
und okkar. Hver hefur ekki heyrt því
fleygt fram að kona sé annað hvort
á blæðingum ef hún er reið eða hafi
ekki stundað kynlíf í nokkurn tíma.
Yfirlýsingar sem þessar gera lítið úr
tilfinningum kvenna auk þess sem
ekki er tekið mark á þeim. Reiði
kvenna er sjaldnast tekin alvarlega
heldur er hún oft útskýrð sem órök-
rétt og hefnd. Rökfærsla er því ekki
talin eiga samleið með tilfinningum
kvenmanna enda lítur samfélagið
öðruvísi á reiði kvenna og karla.
Reiðin móðursýkiskast
Reiði karla er talin vera réttmæt-
anleg en reiði kvenna er álitin vera
móðursýkiskast. Þessi tvöfaldi mæli-
kvarði heftir ekki einungis konur
heldur hefur hann áhrif á karla líka.
Þetta má líka sjá í sjónvarpsþáttum
þar sem hlutverk og tilfinningar eru
ýktar án þess að það ógni samtíman-
um þar sem þetta er ekki raunveru-
leiki. Við sættum okkur við húm-
orinn en við tökum eftir þessu og
samsvörum okkur við persónurnar
og þar af leiðandi hafa þessar fantas-
íur áhrif á okkur. En hver er tilgang-
urinn með þvi að skilgreina persónu-
leika okkar ef samfélagið fylgir ekki
með. Ein ástæðan er að við erum
að vinna með gamlar staðalímynd-
ir, karlar stjórna fyrirtækjum og
samtölum og konur fylgja á eftir.
Samkvæmt hefðinni tjáðu menn
hreinskilnislega hvað þeir vildu og
undir hvaða skilmálum, konur gátu
tjáð sig en urðu að gera það á falleg-
an hátt. Sem betur fer eru breyttir
tímar, að einhverju leyti, en þróunin
myndi eflaust gerast hraðar ef kon-
ur leyfðu sér að verða reiðar aðeins
oftar án þess að fá samviskubit. ■
svanhvit@vbl.is
Námskeið í kynverund kvenna
ikynlifi
Gamaldags
kynhlutverk
Þrátt fyrir að kynlíf sé hluti af
lífi okkar allra þá er orðræða
kynlifs oft neikvæð og þá sérstak-
lega hvað varðar konur. Það er
ekki nægileg umræða um kynlíf
kvenna séð út frá þeirra eigin
reynsluheimi enda er umræðunni
oft stjórnað af karlmönnum. Jóna
Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-
og kynfræðingur ætlar af þessu
tilefni að halda námskeið um kyn-
verund kvenna þar sem hún segist
ætla að fjalla um kynlíf kvenna á
jákvæðan hátt og það sé af og frá
að hún ætli að gera konur að villi-
dýrum í bólinu.
Á námskeiðinu verða haldnir stuttir
fyrirlestrar um ákveðna efnisþætti,
þar á meðal má nefna þýðing kyn-
lífs í huga kvenna og þættir sem
stuðla að góðu parasambandi. Jóna
Ingibjörg segir að það sé lítið hugað
að raunverulegum þörfum kvenna
í kynlífi. „Það eru ólíkar áherslur
karla og kvenna í kynlífi. Það sem
við heyrum mest í þjóðfélaginu í
dag er karlamiðað en ég fjalla um
það sem er kvenmiðað í kynlífi. Síð-
an fjalla ég um nýja sýn á kynlífs-
vanda kvenna, hvað konum sjálfum
finnst vera að en ekki öðrum. Þetta
er því um reynslu kvenna í kynlífi
og kynferðismálum út frá þeirra
eigin hugmyndum og reynslu. Þær
sem hafa tekið þetta námskeið hafa
einmitt sagt að þeim létti og að
námskeiðið hafi staðfest það sem
þær þurftu staðfestingu á. Þetta er
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
jákvætt og skemmtilegt en alls ekki
vandamálamiðað. Kynlíf er hluti af
lífi okkar flestra og það er sjaldnast
beint jákvæðum sjónum að því og
þess vegna er ég að koma til móts
við konur.“
Karlar eiga að kunna kynlíf
Aðspurð að því hvort konur eigi frek-
ar við kynlífsvandamál að stríða en
karlar segir Jóna Ingibjörg að svo
sé ekki. „Þetta er svolítið pólitískt.
Hver er það sem skilgreinir vanda-
málið? Konur eiga ekkert frekar við
vandamál að stríða en karlar en það
eru bara ólík vandamál. I sjálfu sér
gæti allt eins verið svona námskeið
fyrir karla en ég veit af fenginni
reynslu að karlmenn líta flestir á
Waterfalls frá Cindy Crawford
Ástríðuþrunginn kraftur
Nýjasta línan í ilmvörum Cindy
Crawford er Waterfalls sem er
sögð túlka ástríðufullt eðli og
lífsþrótt Cindy Crawford. Cindy
leggur mikinn metnað í vörur
sínar og tekur ávallt virkan þáttá
öllum stigum þróunarinnar. Hún
leitaði eftir innblæstri í fossinum
fyrir gerð þessa ilmvatns, eins og
nafnið ber með sér. Ilmurinn ber
því með sér ástríðuþrunginn kraft
sem og fínlegan þokka sem endist
allan daginn. ■
Rope Yoga
Skráning er
Námskeið hefjas*
Gott og vont
það að þar megi þeir ekki sýna að
þeir þurfi að læra eitthvað heldur
eiga þeir að kunna þetta og kenna
konunni. Það eru ennþá gamaldags
kynhlutverk í kynlífinu. Þetta er
samt auðvitað að breytast. Ég lít
stundum til Finnlands en þar hafa
verið gerðar athuganir á viðhorfum
fólks til kynlífs og þar kemur fram
að kynin eru til dæmis að færast
nær í viðhorfum til kynlífs en áður
fyrr og jafnræðið er meira.“
Kynlíf er hluti af okkar lífi
Jóna Ingibjörg leggur áherslu á að
námskeiðið sé jákvætt. „Kynlíf er
hluti af okkar lífi og það er sjald-
an fjallað um það á jákvæðan hátt.
Þetta er ekki af því að ég vilji gera
konur að einhverjum villidýrum
í bólinu," segir Jóna Ingibjörg og
hlær. „Þetta er meira að konurnar
séu ánægðari, öruggari og hugi að
sínum eigin þörfum og líðan. Þær
fá auk þess fjölbreyttari sýn á hvað
kynlíf snýst um. Eftir námskeiðið
styrkjast konurnar í því sem þær
vita nú þegar og eflast í því sem þær
vissu ekki áður. Þær verða öruggari
og ánægðari með sig sem konur.“
Frekari upplýsingar um námskeiðið
má finna á www.jonaingibjorg.is
svanhvit@vbl.is
• Ég þoli ekki allt sykurmagnið
sem troðið er í mjólkurvörur
Var það ekki stefnan að mjólk-
urvörur væru hollar?
• Mér leiðist teiknimyndarásin
Cartoon Network. Sljóvgandi
að láta delluna renna linnu-
laust yfir skjáinn.
• Ég er búin að fá leið á öllum
þessum fréttum af peningum
og viðskiptum. Dansinn í kring-
um gullkálfinn er að verða full-
hraður fyrir þjóðina.
• Ég þoli ekki nafnlaus skrif á
netinu. Hafi maður eitthvað að
segja á maður að þora að gang-
ast við orðum sínum.
• Égerekkisáttviðláglaunastefn-
una í leik- og grunnskólum.
Þeir sem annast börnin okkar
eiga að fá almennilega borgað.
• Mér leiðast kvenrembubrand-
arar sem konur senda á netinu.
Okkur líður öllum betur ef karl-
ar og konur standa saman.
• Ég hef áhyggjur af hækkun hús-
næðisverðs sem dunið hefur
yfir. Hvernig verður fyrir börn-
in okkar að kaupa sína fyrstu
íbúð?
• Ég stressast yfir kröfu nútím-
ans um „nám með starfi". Er
heillavænlegt að gera alla hluti
á sama tíma?
• Ég elska haustlitaferðir á Þing-
völl með nesti í körfu. Hollt að
næra sig með litadýrðinni sem
náttúran býður upp á núna.
• Ég nýt þess að fara í feluleik í
Heiðmörk. Gott fyrir sálartetur
fjölskyldunnar að leika saman
í skóginum.
• Ég held upp á bækur eftir Alex-
ander McCall Smith. Gott að
lesa um Kvenspæjarann sem
veit muninn á réttu og röngu.
• Ég hef góða xeynslu af að spila
ólsen ólsen og veiðimann. Góð
leið til að stilla saman strengi
eftir annasaman dag.
• Ég mæli með því að sitja upp í
rúmi og teikna og fara í stafa-
leiki. Fátt er hægt að gefa börn-
um betra en tíma og samveru.
• Ég elska nuddpotta og heitar
laugar. Hvílík lífsgæði sem við
búum við.
• Ég er sátt við að eldast. Gott að
eiga alltaf fleiri og fleiri sam-
verustundir með vinunum.
• Ég held mest upp á litlu hlutina
í lífinu - Fegurðin er í hvunn-
deginum. Sem betur fer, því
þeir eru miklu fleiri en „flug-
eldasýningar.“ ■
Kveðja,
Sirrý
Hrœddar, reiðar konur
Reiði kvenna ekki viðurkennd
Margar konur hræðast reiði sína
og finnast þær ekki hafa rétt á
að vera reiðar. Konur er alveg
jafn líklegar og menn til að verða
reiðar en einhvern veginn er það
samt sem áður sjaldséðari sjón.
Þá sjaldan sem konur reiðast þá
skammast þær sín og afsaka gjörð-
ir sínar eftir á. Vitanlega á þetta
ekki við um allar konur, sem
betur fer, en þó er þessi hræðsla
furðu algeng. Reiði eru oft bein
viðbrögð við ósanngirni, slæmri
framkomu og fleiru slíku og er
því oftast réttlætanleg. En hvern-
ig stendur þá á að konur hræðast
reiðina?