blaðið - 12.10.2005, Síða 32

blaðið - 12.10.2005, Síða 32
32 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 blaöið Saga sem ,Við Thelma hittumst fyrst fyrir tveimur árum og þá rakti hún sögu sína fyrir mér. Hún var það sláandi að mér fannst hún hiklaust vera efni í viðtalsbók. Thelma þurfti nefni- lega ekki aðeins að þola kynferðis- ofbeldi af hendi föður síns, heldur líka einelti bekkjarsystkina sinna og afskiptaleysi skólayfirvalda og ná- granna,“ segir Gerður Kristný sem er höfundur bókarinnar Mynd- in af pabba - Saga Thelmu sem Vaka-Helgafell gefur út. „Síðan fjallar bókin líka um skammarlegt dómsmál og það hvern- ig Thelma náði sér aftur á strik og verður þessi sterka kona sem hún er núna. Ég var síður en svo á höttunum eftir efni í viðtals- bók, enda var ég í fullu starfi þegar við hittumst auk þess sem ég var að skrifa skáldsögu. Þetta var saga sem náði svo sterk- um tökum á mér að ég vissi að ég yrði að skrifa hana og er Thelmu óendanlega þakklát fyrir að hafa treyst mér fyrir verkinu.” Sönn bók Af hverju vakti þetta efni áhuga þinn? „Það var aðallega vegna Thelmu sjálfrar. Mig langaði til að skrifa bók um þessa konu sem hafði tekist að lifa af jafn-hræðilegar pyntingar og var tilbúin til að deila leyndarmál- inu sínu með allri þjóðinni til að reyna að opna augu hennar og ef til vill bjarga einhverjum í leiðinni. Það finnst mér lýsa miklum kjarki.” Er allt i þessari sögu satt eða leyf- irðu þér að skálda inn á milli? „Það er stranglega bannað með lög- um að skálda í viðtalsbók, Kolbrún! Hins vegar skrifaði ég bókina þann- ig að hægt væri að lesa hana þrátt fyrir óhugnaðinn sem einkenndi líf Thelmu og þar sem hún var bara litið barn þegar sumt af þvi gerðist sem sagt er frá í bók- inni eða mundi ekki smáatriði sáum við atburðina fyrir okk- ur í sameiningu og þá hagaði ég mér svipað og þegar ég skrifa skáld- sögu. Myndin af pabba átti fyrst og fremst að vera sönn og til þess þarf að íhuga vandlega hvernig maður segir frá.” Engin óþarfa tilfinningasemi Þú ert rithöfundur. Skiptirþað máli í sambandi við stíl bókarinnar? „I Myndinni af pabba fannst mér stíllinn eiga að vera yfirvegaður, enda er það í samræmi við sjónarhól Thelmu. Atburðirnir í bókinni eru mjög sláandi og ég óttaðist alltaf að ofbjóða lesandanum. Þá hefði hinn Ovæntur sigurvegari írski rithöfundurinn John Banville hreppti mjög óvænt Booker verð- launin í ár fyrir skáldsögu sína The Sea. Sigurinn var naumur því tveir nefndarmanna gáfu bók hans at- kvæði sitt og tveir kusu Never Let Me Go eftir Kazuo Ishiguro. Það var síðan formaður dómnefndar, John Sutherland, sem færði Banville sig- urinn þegar hann ljáði honum at- kvæði sitt. Fæstir bókmenntamenn höfðu veðjað á Banville og töldu slaginn standa milli Ishiguro og Julian Barnes. Bók Banville hefur ekki ratað á metsölulista en rúm 3000 eintök hafa selst af henni en Ishiguro hefur selt 24.000 eintök af sinni bók. Búist er við að verð- launin muni auka mjög sölu á bók Banvilles. Þar segir frá listfræðingi sem missir konu sína úr krabba- meini og í kjölfarið heldur hann til lítils þorps við sjávarsíðuna þar sem hann eyddi frídögum í æsku. Þetta er 14. skáldsaga Banvilles sem er 59 ára gamall. ■ John Banville. Flestum að óvörum hreppti hann Bookerverðlaunin f ár. / “ TIVOLI MODEL ONE ÚTVARP í HÆSTA GÆÐAFLOKKI ...fyrir þá sem elska a6 vera í eldhúsinu Utsöiustodir Epal, Skeifunni 6, $.568 7733 • CM Laugvegi 68, S.551 7015 - Duka Kringlunni S. 533 1322 Hallldór Ólafsson, Glerártorgi S. 462 2509 - Tekkhúsið, Bæjarlind 14 - S. 5Ó4 4400 - Kokka, Laugavegi 47 S.5Ó2 0808 - Gleraugnamiðstöðin, Egilsstöðum S.471 1606 Mirale, Grensásvegi 8, S.517 1020 varð að skríía Gerður Kristný.„Þetta var saga sem náði svo sterkum tökum á mér að ég vissi að ég yrði að skrifa hana og er Thelmu óendanlega þakk- lát fyrir að hafa treyst mér fyrir verkinu." raunverulegi tilgangur bókarinnar tapast sem er að vekja fólk til um- hugsunar. Óþarfa tilfinningasemi er ekki rétta leiðin til að draga upp raunsanna mynd af þeim hörmung- um sem dundu yfir Thelmu og syst- ur hennar. Þar hæfir yfirvegun og látleysi.” Hver eru nœstu verkefni þín? „Ég var að ljúka við smásögu sem á að birtast í bók sem gefin verður á Degi bókarinnar á næsta ári. Hún er fyrir börn og á að tengjast norrænu goðafræðinni. Ég skrifaði um Heim- dall og þá þraut eða sælu að eiga níu mæður. Síðan er ég að fara að vinda mér í næstu skáldsögu og tek næstu þrjú árin í hana. Ætli maður yrki síð- an ekki ljóð inn á milli en það fer allt eftir sjónvarpsdagskránni í vetur. Eftir að ég hætti að vera áskrifandi af MTV hefur ljóðagerðin dregist að- eins saman.” ■ Shakespeare komið til varnar Deilur eru risnar um óútkomna bók þar sem því er haldið fram að Shake- speare sé ekki höfundur þeirra verka sem eignuð hafa verið honum. Bókin heitir The Truth Will Out: Unmasking the Real Shakespeare og er eftir Brendu James og William Rubinstein en þar er því haldið fram að aðalsmaðurinn Henry Neville sé raunverulegur höfundur verkanna. Rithöfundurinn Peter Ackroyd gaf nýlega út 546 blaðsíðna bók um Shakespeare. „Ég hef ekki áhuga á sönnunargögnunum,“ sagði hann aðspurður hvort Neville gæti hugs- anlega verið höfundur verkanna. „William Shakespeare er William Shakespeare.“ Colin Burrow, sér- fræðingur í Elísabetartímanum tekur í sama streng: „Það er engin ástæða til að efast um að William Shakespeare skrifaði leikritin sem eignuð eru honurn," segir hann. Engir sjónarvottar Shakespeare lést árið 1616, 52 ára gamall. Lífið er vitað um ævi hans og engin handrit að leikritunum með rithönd hans hafa fundist né heldur bréf eða önnur skjöl, fyrir ut- an erfðaskrá hans. Fyrsta prentaða útgáfan á verkum hans kom út sjö árum eftir dauða hans og fyrsta ævi- sagan um hann leit dagsins ljós seint á 17. öld. „Þegar kemur að því að tengja nafn Shakespeares við leikritin þá er tómarúm,“ segir Rubinstein, annar höfunda hinnar nýju umdeildu bók- ar. „Það er ekkert, ekki einu sinni frá- sögn sjónarvottar sem sagði: Ég sá William Shakespeare með handritið af Hamlet undir handleggnum." Snobb og fáfræði Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem efast er um að Shakespeare hafi skrifað hin frægu leikrit. Árið 1920 komst fræðimaður að þeirri niður- stöðu að Edward de Vre, jarl af Ox- Deilt er um hvort venjulegur maður eins og Shakespeare hafi getað skrifað meistara- verk. ford, væri hinn raunverulegi Shake- speare. Svo kom í ljós að jarlinn hafði látist áður en nokkur leikrit- anna voru skrifuð. Önnur tilgáta er að leikskáldið Christopher Marlowe hafi skrifað leikritin og enn önnur að Francis Bacon sé höfundurinn. Virtur Shakespeare sérfræðing- ur, Brian Vickers, segir að þessar kenningar séu undarlegt sambland af snobbi og fáfræði. Þeir sem vilji hafa höfundarverkin af Shakespe- are leggi upp með það að hann hafi hvorki haft vitsmuni né þekkingu til að skrifa leikritin. Það er einfald- lega rangt, segir Vickers. Shakespe- are hafi lært allt sem hann þurfti af menntun sinni, miklum lestri og athugunum á umhverfinu. „Það er einnig tímaskekkja að að halda að höfundur leikritanna sé nauð- synlega aðalsmaður,“ segir Vickers. „Flestir þeirra eyddu tíma sínum í veiðar og hefðu ekki tekið í mál að vinna fyrir illa lyktandi og yfirfull alþýðuleikhús." Rubeinstein, höfundur nýju bókar- innar, getur ekki afneitað staðreynd- um um Shakespeare. „Já, hann var leikari. Leikhópur hans setti leikrit- in á svið. Hann lifði á þessum tíma. Nafn hans stendur á titilsíðu,“ við- urkennir hann. Umdeild bók hans kemur út 19. október. ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.