blaðið - 12.10.2005, Qupperneq 34
34 I KVXKMYNDIR
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 bla6ÍA
- bara
If ÞU ERT fKK! MYRKf/ELIN,
ÞÁ MUniTU VERfifl ÞflD!
n “ÍC. S1 I f NN MU)
IIOSINKUIKI'
'BRUTAL, BtÓDlíG, ÓGNVEKJANDI
OG Sl ÁANDI . SVO MAC.NMLUNGIN
AD l*Ú SIIJJK C.FTIR I lOVTli'r ‘
★ ★ ★ ★ ★
Sími 553 2075
★ ★★
SV.rnbl
★ ★ ★ ★
TOPP5.IS
I 36.000 FETUM VARÐ HENNAR
VERSTA MARTRÖÐ AD VERULEIKA
THE X
DESCENT
"Flottast.i hrollvckja ársins"
★ ★★★
HORKU SPENNUTRYLLIR
FRA WES CRAVEN
LEIKSTJORA SCREAM MYNDANNA
® o
ndkl. 5:45, 8 og 10:15 butc
14 Óro
iif
SKEMMTILEG
/EVINT YBAMYND
MEÐ ISLENSKU TAl
SýadkL
Sýnd kl 6 m/íslensku toii
www.laugarasbio.is
SIMI551
. *
u
\»trrjlo K'idimm
★ ★★
Itaviui 1(
GÖLDROTT GAMANMYND!
EALTH
Hrikalega hraöur hálottatryllir með Jamie Foxx,
Josh Lucas og Jessicu Biel i aðalhlutverkum.
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15
400 kr. í bíó! Glldir á allar sýnlngar merktar með rauðu
Skemmtil
Til að hafa stjórn
á hrottum og
illmennum er sett
á laggirnar sérstök
sveit sem kallar sig
Night Watch!
HDCHKOÍ cJDZni
blaöióa
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30 B.L 16 ára Sýnd kl. 6
Bargarbiú
Sealth kl. 5.45,8 og 10.20
Oskar & Jósefína kl.6
RedEye kl. 8 og 10
]
Nylon vinabönd
hafa safnað tœplega hálfri milljón
Annie á Airwaves
Heimtar að allir dansi
I sumar tóku Nylon og Fanta hönd-
um saman og framleiddu vinabönd
til stuðnings krabbameinssjúkum
börnum á lslandi og hafa nú safn-
að tæplega hálfri milljón og verður
upphæðin afhent í dag kl.ii:oo í
húsakynnum SKB. Armböndin feng-
ust hjá völdum verslunum Shell og
Select og tókst sala þeirra frábær-
lega. Nylon fór í sumar, tók lagið
víða á höfuðborgarsvæðinu og gerðu
sér ferðir út á land til að kynna bönd-
in og salan tókst framar björtustu
vonum. Alls hafa selst, til dagsins í
dag, tæplega 900 bönd og var hvert
stykki selt á 500 krónur. Því er inn-
koma vegna bandanna rétt tæplega
hálf milljón sem verður að teljast
góður árangur.
I dag þriðjudaginn 11. október
ætla Nylon stúlkurnar að afhenda
Styrktarfélagi krabbameinsjúkra
barna ávísun uppá þá upphæð.
Afhending fer fram við hátíðlega
athöfn klukkan 11:00 í húskynnum
Styrktarfélagsins. Stúlkurnar munu
eins og fyrr segja afhenda ávísunina
góðu og bjóða gestum og gangandi
uppá léttar veitingar og hugsanlega
smá söng. Sérstakir gestir stúlkn-
anna verða börn og unglingar sem
eru í krabbameinsmeðferð á Barna-
spítala Hringsins.
Vinabönd Nylon eru útgáfa af einu
heitasta tískufyrirbrigðinu í dag en
stjörnurnar í Hollywood hafa verið
með áberandi vinabönd um úlnlið-
inn í sumar til að vekja athygli á bar-
áttunni við krabbamein.
Lance Armstrong hjólreiðakappi
byrjaði þetta æði með því að búa til
baráttuarmband gegn krabbameini
sem hann kallar „Live Strong” og nú
eru svipuð bönd seld víða um heim
til stuðnings góðum málefnum. Nyl-
on vinabandið er appelsínugult en
liturinn táknar hamingju, sólskin,
ákveðni, árangur, hvatningu og er
litur uppskeru.
„Við erum ferlega stoltar yfir þessu.
Við vissum ekki hvaða væntingar
mætti gera til bandanna og þetta
kemur sannarlega ánægjulega á
óvart. Börn og unglingar hafa verið
ofsalega dugleg að koma og hlusta á
okkur og það má segja að með þessu
uppátæki séum við að hjálpa kyn-
slóðinni sem hefur mest hjálpað okk-
ur. Okkur langar að sýna það í verki
að okkur þykir vænt um það hvað
okkur hefur verið tekið vel.“, segir
Alma Guðmundsdóttir úr Nylon.
Nylon flokkurinn er nú að ljúka
vinnu við hljómplötu sem væntan-
leg er í verslanir í nóvember. Hljóm-
platan hefur verið í vinnslu frá því
í vor og hefur hlotið nafnið Góðir
hlutir.
Nú þegar nær dregur tónlistarhá-
tíðinni Airwaves er um að gera að
reyna að kynnast aðeins hinum fjöl-
brey ttu listamönnum sem þar koma
fram. 1 þetta sinn sló Blaðið á þráð-
inn til Noregs, til að heyra í söng- og
tónlistarkonunni Annie, eða Annie
Lilia Berge Strand eins og hún heitir
fullu nafni. Hún er greinilega árrisul
því viðtalið fór fram mjög snemma
morguns, en það var samt ekki að
heyra á Annie að hún væri þreytt.
Blaðið hitti á hana á hótelherbergi
sínu þar sem hún naslaði í morg-
unmatinn, og svaraði spurningum
blaðamanns milli bita, með glöðu
geði. Fyrsta spurningin var að kom-
ast að því hver fortíð Annie væri.
Hvenær hóf hún að gera tónlist?
Hún segist hafa byrjað mjög ung,
spilaði á píanó sem barn, og söng i
kirkjukórnum og annað smáræði.
Hún hafi hins vegar verið um sex-
tán ára þegar hún samdi sitt fyrsta
lag. Hún spili ágætlega á píanó, en
mjög lítið á mjög mörg önnur hljóð-
færi, og sé í raun ekkert sérstök á
neitt þeirra, geri bara sitt besta. Á
tónleikum spilar hún samt ekki á
neitt, því hún kýs að einbeita sér að
söngnum. Það er í mesta lagi að hún
spili smávegis á trommuheila þegar
hún kemur fram, en vanalega lætur
hún sönginn nægja.
Áhrifavaldar
Annie segist alltaf hafa verið mik-
ill aðdáandi Tom Tom Club, Hum-
an League og hlusti líka á gamalt
New York-diskó frá upphafi níunda
áratugarins. Árifin má vel greina á
plötu hennar, Anniemal, sem kom
út í Noregi á síðasta ári, en annars
staðar árið 2005. Lög eins og Me
plus one bera vitni um áhrifavald-
ana, og þá stefnu sem hún aðhyllist,
en reyndar segir Annie að lögin séu
svolítið ólík, og því séu mismunandi
áherslur í mismunandi lögum skíh
unnar. Vinir hennar í norsku hljóm-
sveitinni Royksopp, sem eru frá Berg-
en eins og hún, útsetja til að mynda
nokkur lög plötunnar með henni
og setja sinn svip á þau, en það er
þó Finninn Timo Kaukolampi sem
hún vinnur mest með. Henni finnst
alltaf jafn gaman þegar verið er að
líkja tónlist hennar við eitt og ann-
að, þótt henni finnist samlíkingarn-
ar ekki alltaf eiga við og passa. Ein
af þeim betri er frá bresku blaði sem
lýsti tónlist hennar: „Hljómar eins
og hljómsveitin Daft Punk að spila
Abba-lög“. Ef hún ætti sjálf að lýsa
því hvernig tónlist hennar hljóm-
aði myndi málið vandast, því henni
finnst þetta vera blanda úr mjög
ólíkum áttum, frá hljómsveitum
sem hún hlustaði á frá því hún var
lítil og fram á þennan dag. Ef hún
ætti að Iýsa rödd sinni myndi hún
segja að hún hljómaði örlítið eins og
Juliee Cruise, en henni hefur verið
líkt við þá söngkonu, og var mjög
ánægð með samlíkinguna.
Tónleikarnir á fslandi
Fyrstu tónleikar Annie voru
seinni hluta janúar á þessu ári, en
fram að þeim tíma var hún að vinna
plötuna sína og undirbúa jarðveg-
inn. Síðan þá hefur boltinn hins veg-
ar svo sannarlega byrjað að rúlla, og
hún er nýkomin frá Bandaríkjunum
úr þriggja vikna tónleikaferð, þar
sem hún hitaði upp fyrir félaga sína
í Royksopp. Þar á undan ferðuðust
þau um Skandinavíu og spiluðu, og
tóku einnig nokkra tónleika víðsveg-
ar um Evrópu. Þegar Annie er innt
eftir skemmtilegri sögu frá tónleika-
ferðalögum hennar, segir hún að eft-
irminnilegast frá síðustu ferð sé að
hafa uppgötvað smábæ mitt á milli
L.A. og Portland sem heiti „Weed“,
og þar hafi allir verið svo almenni-
legir og skemmtilegir að hún sé að
hugsa um að taka upp næstu plötu
sína þar. Annie hefur aldrei komið
til Islands fyrr, en er farin að hlakka
til. Hún segist hafa hlustað mikið
á Sykurmolana og alltaf langað að
heimsækja landið. Það sé því mjög
spennandi að loksins sé draumur-
inn að rætast. íslenskir áhorfendur
mega eiga von á góðri veislu þegar
þeir mæta á tónleika Annie. Hún
kemur fram með Finnunum Timo
og Perti, og þau eru mjög lífleg og
kraftmikil á sviði. Fyrir þá sem hafa
hlustað á plötuna Anniemal er þetta
að einhverju leyti svipað, en samt
einnig mjög frábrugðið. Annie seg-
ist helst vilja segja að þetta sé nokk-
urs konar samsuða úr danstónlist og
popptónleikum, en hún sé bara ekki
alveg viss um hvað þetta sé. Það eina
sem hún veit er að þetta verður gam-
an og hún ætlar að skipa öllum áhorf-
endum að dansa og sleppa sér alveg
á tónleikunum hennar. Ánnie spilar
á Nasa, miðvikudaginn 19.10 2005, á
miðnætti.
heida@vbl.is
ATVINNA
GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR ÓSKAST
í 50% starf hjá Blaðinu
Vegna auklnna umsvifa óskar
Blaðið eftir að ráða grafískan
• hönnuð
NAUÐYNLEG KUNNÁTTA:
Reynsla af hönnun
Illustrator/Photoshop/InDesign
Gott auga
Umsóknir berist til steinar@vbl.is
blaöiö=