blaðið - 31.10.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 blaAiö
Ferjusiglingar:
Frá aðaldyrum íslands til Evrópu
Ýmsir hafa kannað kosti ferjusiglinga frá Reykjavík til Evrópu.
Hugsanlega breytist hlutverk Reykavíkurhafnar mikið á næstu árum.
Snjóflóð féll í
Önundarfirði
Snjóflóð féll á Hvilftarströnd
milli Sólbakka og Hvilftar í
Önundarfirði um kl. 13:00 í
gær. Flóðið var um 200 metra
breitt við upptök þess en um
30-40 metra breitt þar sem
það fór yfir veginn til Flateyrar.
Talið er að þunnt snjólag hafi
farið af stað í fjallinu og þar af
leiðandi hafi flóðið stöðvast
fyrr. Lítið snjómagn var á veg-
inum sem var jeppafær. Strax
var hafist handa við að opna
veginn og gekk það verk vel.
ALFABORG
Skútuvogi 6 • Sími 568 6755
í síðustu viku var haldinn opinn
fundur um ferjusiglingar til Reykja-
víkur frá Evrópu. Kjartan Magn-
ússon, borgarfulltrúi og stjórnar-
maður í Faxaflóahöfnum, hélt þar
framsöguerindi þar sem hann sagði
meðal annars að hafnirnar við Faxa-
flóa væru vel í stakk búnar til þess
að taka við millilandaferju ef til
þess kæmi að slíkar siglingar hæf-
ust. Samkvæmt heimildum Blaðsins
eru margir á þeirri skoðun að besti
kosturinn væri að fá ferjuna Nor-
rænu til þess að sigla frá Reykjavík.
Jónas Hallgrímsson, einn forsvars-
manna Austfars sem er umboðsað-
ili Smyril Line á Islandi, taldi litlar
líkur á að Norræna tæki upp sigling-
ar til Reykjavíkur vegna þess tíma
sem bættist við að sigla áfram til
Reykjavíkur. „Á fundinum var það
eiginlega alveg slegið út af borðinu
að Norræna myndi hefja siglingar
til borgarinnar,“ sagði Kjartan. „Jón-
as sagðist hins vegar vera viss um að
ef af þessu yrði myndi hann fagna
aukinni samkeppni og hann væri
þess fullviss að markaðurinn myndi
bara stækka og eflast fyrir bragðið.“
Reykjavík-Newcastle-Bremerhaven
Einnig hefur sú hugmynd verið viðr-
uð að fyrirtæki verði einfaldlega
stofnað hér á landi um rekstur ferju
til Evrópu. Guðjón Jónsson er einn
þeirra sem rætt hefur þennan mögu-
leika. „Hugmynd okkar gengur út á
að sigla frá Reykjavík til Newcastle
og þaðan til Bremerhaven í Þýska-
landi,“ segir Guðjón. „Frá þessum
borgum er stutt til allra átta og má
því segja að við siglum frá aðaldyr-
um íslands að aðaldyrum Evrópu.
Okkur stendur til boða að kaupa
skip sem tekur 1.200 farþega og á
þriðja hundrað bíla. Þetta skip get-
um við fengið á 600 milljónir króna.
Þá er hugmyndin að kaupa skipið og
leigja það svo í Miðjarðarhafið yfir
vetrartímann.11 Guðjón segist sakna
þess að forsvarsmenn Norrænu hafi
ekki sýnt áhuga á samstarfi. „Ég tel
að hægt sé að stækka kökuna mikið
og farþegi sem færi með okkur til
Bremerhaven gæti svo komið heim
með Norrænu og öfugt. En eins
og ég segi væri best að fá Norrænu-
menn í samstarf við okkur.“ ■
Viðskiptakort
einstaklinga
Nánari upplýsingar í síma:
591 3100
ATLANTSOLIA
AtlanUolia - Vesturvftr 29 - 200 Kópavogur - Siml 591-3100 - atlanU0liaQatlanU0IIa.lt
gorenje ÍSSKÁPUR
Verð kr. 69.900
Áður kr. 96.900
RÖNNING
Borgartúni 24 | Reykjavik | Simi: 562 4011 | Óseyri 2 | Akureyri | Simi: 460 0800
r Blaöið/Steinar Hugi
Anægöur í snjónum
Þrátt fyrir aö margir fullorönir, og þá kannski helst þeir sem keyra enn um á sumardekkjunum, eru ekkert sérstaklega ánægðir með
að vetur konungur hafi gert hressilega vart við sig síðustu daga á það ekki við um unga fólkiö. Börnin eru hin ánægðustu með snjóinn
enda eykur hann mjög úrvalið af leikjum fyrir yngstu kynslóðina.
Heiðskírt 0 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað
Rigning, lltilsháttar ✓ // Rigning 9 9 Súid
^ Snjókoma
*
*
v
Slydda
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
NewYork
Orlando
Osló
Paris
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
19
23
12
08
18
17
08
13
14
15
24
08
09
19
11
20
10
09
08
19
12
13
v* • 5 5 ? ^0° 0°
/>* 1° V ?
.1» ? 9 & °°v P ® ’ -3“ Á morgun -3° ^
Veðurhorfur í dag kl: 18.00 00*^ Veðursíminn 902 0600 3 * Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu (slands o l