blaðið


blaðið - 31.10.2005, Qupperneq 10

blaðið - 31.10.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 blaöi6 Páfabíll seld- ur fyrir metfé Milljónamæringur frá Houston í Texas keypti á laugardaginn bíl sem eitt sinn var í eigu Jóhannesar Páls páfa annars á uppboði í Las Vegas. Bíllinn er ekki merkilegur nema íyrir eig- endasöguna en þetta er árgerð 1975 af Ford Escort. Það kom ekki í veg fyrir að milljónamær- ingurinn þuríti að punga út 42 milljónum króna fyrir gripinn. Hann hyggst koma bílnum fyrir á safni sem hann er með i byggingu í heimabæ sínum. Vinsældir Bush dvína Vinsældir George Bush, Banda- ríkjaforseta, fara minnkandi ef marka má nýja skoðanakönn- un. Aðeins 39% bandarískra kjósenda segjast ánægðir með frammistöðu forseta síns en 58% aðspurðra lýstu sig óánægða með forsetann og störf hans og enn fleiri voru óánægðir með hann sem leiðtoga. Þá sögðu 64% hann lélegan stjórnanda. {september töldust 42% ánægðir með störf forsetans þannig að vinsældir hans virðast fara hratt niður á við. Nýjasta könnunin var gerð á föstudag og laugardag, fljótlega eftir að upplýsingaleki hjá leyniþjónustunni CIA var til umræðu í fjölmiðlum og ákveð- ið var að ákæra Lewis Libby, einn af ráðgjöfum forsetans. 600 manns voru í úrtakinu. Maradona mótmælir Bush Diego Maradona, argentínski knattspyrnusnillingurinn, hef- ur lofað Fidel Castro, forseta Kúbu, að fara fyrir mótmæla- göngu í heimalandi sínu, en George Bush er væntanlegur til landsins. Maradona lét hafa eítir sér í viðtali að Bush væri morðingi en Fidel væri hins vegar í guðatölu. Kærleikar tókust með félögunum þegar Maradona fór til Kúbu til að vinna bug á kókaínfíkn sinni. Hann skartar meðal annars myndarlegu húðflúri af öðrum gömlum félaga Fidels, Che Gue- vara, á öðrum handleggnum. Veislu og fundarbakkar uiznosSiiB Pantanir: 577 5775 Berlusconi veldur Blair vandræðum Forsœtisráðherra Bretlands í vandrceðum vegna gjafmildi kollega stns á Ítalíu Tony og Cherie Blair hafa á síðustu fjórum árum þegið rándýr arm- bandsúr og alls kyns skartgripi frá milljarðamæringnum, fjölmiðla- kónginum og forsætisráðherra Ital- íu, Silvio Berlusconi. ítalski forsæt- isráðherrann hefur samkvæmt frétt breska blaðsins Mail on Sunday meðal annars gefið hjónunum 18 armbandsúr. Á meðal úranna er Cartier úr að verðmæti 850.000 króna og ítalskt Locman úr sem kostar „aðeins“ 270.000 krónur og er, samkvæmt fréttinni, í uppáhaldi hjá Jennifer Lopez. Tony Blair hefur sjálfur ekki sést með úrin dýrmætu á hendi. Hann kýs að ganga með ódýrt plastúr en Cherie hefur á hinn bóginn sést oft með dýr úr síðustu ár. Skrifstofa forsætisráðherrans hefur ekki viljað tjá sig um málið og hafa þingmenn stjórnarandstöðunn- ar kallað eftir því að skýringar verði gefnar. Samkvæmt reglum í Bret- landi má forsætisráðherra ekki taka við persónulegum gjöfum sem eru dýrari en sem nemur 15.000 krónum. Dýrari gjafir skulu vera eign skrif- stofu forsætisráðherra. Blair hefur hins vegar keypt tvö úr af skrifstof- unni á 35.000 krónur, sem virðist fremur lág upphæð ef mið er tekið af öðrum úrum sem Berlusconi hef- ur gefið hjónunum. Skrifstofan að Downingstræti 10 hefur ekki viljað gefa upplýsingar um hvernig verð úr- anna sem Blair keypti var ákvarðað. Þetta er ekki fyrsta málið af þessu tagi sem ollið hefur Blair hjónunum vandræðum, því fyrir nokkru síðan neyddist Cherie til þess að borga toll af perlum sem henni áskotnuðust í opinberum heimsóknum til Kína. Óeirðir: París logaði um helgina Óeirðir brutust út um helgina meðal unglinga í París eftir að tveir táning- ar dóu af völdum raflosts þegar þeir flúðu undan lögreglunni. Ungling- arnir voru 15 og 17 ára og voru af afr- ískum uppruna. Þeir hlupu í burtu eftir að lögreglan kom að neðanjarð- arstöð eftir að innbrot hafði verið framið í verslun nærri. Lögreglan hefur sagt að eltingarleikurinn hafi verið byggður á misskilningi en þrátt fyrir það hefur mikil ólga ríkt í hverfinu sem drengirnir bjuggu í. Mikil ókyrrð hefur verið á meðal innflytjendahópa að undanförnu í París, ekki síst vegna herferðar sem hinn umdeildi innanríkisráðherra Frakka, Nicolaz Saerkozy, hratt af stað gegn glæpum og skipaði sér- sveitum að ráðast inn í 25 verstu hverfi borgarinnar. Kristnar stúlkur myrtar í Indónestu Páfi sendir fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur Þrjár stúlkur, á aldrinum 16 til 19 ára, voru myrtar ígœr í bœnum Poso í Indónesíu. Stúlk- urnar voru nemar í skóla kristinna og voru á leið í skólann þegar sex menn, vopnaðir sveðjum, réðust að þeim. Lík stúlknanna fundust skömmu síðar og skammt frá staðnum þar sem þær voru myrtar fundust svo höfuð þeirra allra. I yfirlýsingu frá Vatikaninu er verknaðinum í Poso lýst sem villi- mannlegu athæfi og jafnframt að páfi myndi biðja fyrir friði í Ind- ónesíu. Yfir 2.000 manns létu lífið í átökum milli múslíma og kristinna í Poso í Indónesíu frá árinu 1998 til 2001. Þá var samið um frið en af og til hefur þó soðið upp úr. Kaupmannahöfn - La Villa ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Tölum íslensku. Sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905 _____www.lavilla.dk ♦ Geymiðauglýsinguna_

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.