blaðið - 31.10.2005, Page 16
r
16 I SNYRTIVÖRUR
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 blaöiö
Ómótstæðilegir litir og
einstök gæði.
OPI fékk Allure
"Best Of Beauty"
verðlaun fyrir
naglalökkin:
"l'm Not ReallyA
Waitress" og
"Samoan Sand"
Útsölustaðir:
Debenhams, Hagkaup,
Lyf og heilsa, Lyfja, nagla- og
snyrtistofur.
2005 OPI Products Inc.
Leyfðu vörunum að njóta sín
Margar konur eyða œvinni í aðfinna hinn fullkomna varalit. Varir eru hins vegar afskap-
lega ólíkar þannig að það sem hentar einni hentar annarri jafnvel afskaplega illa. Að
mörgu þarf að huga, svo sem húðlit, lögun og stœrð varanna, náttúrulegan lit þeirra og
ýmislegtfleira. Hérna koma nokkur ráð sem gœtu hugsanlega flýttfyrir í hinni miklu leit
aðfullkomnum vörum.
• Ef þú ert með gular tennur ekki nota dökk-
an varalit því þá virðast tennurnar vera
ennþá gulari. Appelsínugulir tónar henta
heldur ekki. Notið í staðinn brúnbleika tóna,
fölbleika eða rauðbrúna.
• Konur með ljósa húð ættu að nota varalit
með brúnum undirtóni. Hann getur verið
út í rautt, bleikt, appelsínugult eða gyllt.
• Sumar konur virðast halda að varaliturinn
eigi að passa við fötin en svo er ekki. Varalit-
ur ætti alltaf að passa við húðlit og hárlit frek-
ar en fötin. Hins vegar má alveg taka mið af
fötunum þegar varaliturinn er valinn. Veljið
brúna tóna ef í fataskápnum er mikið af föt-
um í rauðum og gulum tónum. Ef þú átt mik-
ið af rauðum, brúnum og plómulituðum föt-
um, veldu þá brúna og jarðarlitaða varaliti.
Ef varir þínar eru mjög dökkar vertu þá með
dökkan lit á vörunum. Eftir því sem and-
litslitur þinn er dekkri, því dekkri varalit-
ur. Ef þú vilt lýsa varirnar, settu þá örlítinn
farða á varirnar, þá varablýant og að lokum
gloss.
Ef þú ert með mjög stórar varnir og vilt
draga aðeins úr þeim, notaðu þá dökka liti
og ekki nota gloss.
Hægt er að láta varirnar virðast stærri með
þvi að nota varablýant og setja hann á ystu
línu varanna, jafnvel örlítið út fyrir, þó ekki
nema innan við millimeter. Veldu blýant
sem er líkur þínum náttúrulega varalit. Not-
aðu svo varalit sem er örlítið dekkri en blý-
anturinn og settu gloss að endingu.
Varalitur
með AogE
vítaminum
Þessi varalitur frá Bourjois er matt-
ur, hálfgagnsær og hefur eiginleika
sem lætur varirnar virðast meiri
en þær eru. Hann inniheldur A og
E vítamín sem veitir vörunum vörn.
Varaliturinn endist á vörunum í
langan tíma þannig óþarfi er að
vera alltaf með hann á lofti.
Einstakur
gljái
Frá Mac er hægt að fá glæsilegt úr-
val lita þannig að allar konur ættu
að finna lit við sitt hæfi. Þessi vara-
litur er bleikur með gylltum tóni og
leyfir vörunum að njóta sín til hins
ítrasta. Örsmátt glimmerið gefur
þeim einstakan gljáa og hann endist
á vörunum í marga klukkutíma.
Endurkoma
skrúf-
blýantsins
Hann er kominn aftur. Sívinsæli
skrúfblýanturinn frá Estée Lauder
sem hvarf af markaðinum fyrir um
ári síðan við harmakvein margra
kvenna. Blýantinn er hægt að fá
bæði fyrir augu og varir og í sömu
litum og formi og áður. Það þægileg-
asta við blýantana að þá þarf aldrei
að ydda og óþarfi er að kaupa nýjan
blýant - hægt er fá fyllingar í öllum
litum.
Sœtur og
stelpulegur
Það stirnir á Glam Shine varalitinn
frá L’Oréal. Hann er til í mörgum lit-
um en þessi bleiki er stelpulegur og
ferskur. Hann er mjög rakagefandi
og getur bæði gengið hversdags og
við kvöldfarða. Hann glansar og
glitrar í senn og hentar öllum.
Suðrœnt og
glitrandi gloss
Tvöföld ánœgja
Glossið frá Clarins yljar í skammdeginu. Sjóðheit-
ur ferskjuliturinn sem glitrar á vörunum fær alla
til að gleyma að vetur konungur er nú við völd.
Glossið klístrast ekki og er í þéttum umbúðum
þannig að ekkert lekur út fyrir. Tilvalið til að
senda frá sér suðræna strauma, skellir sólbrúnku-
kremi og sólarpúðri á andlitið, þessu fallega
glossi á varirnar og hugurinn ber þig hálfa leið
á ströndina!
Clinique kemur hér með hina fullkomnu formúlu
fyrir konur sem vilja bæði fallegan lit og skínandi
gljáa - gloss og varalitur sem endist allt upp í ío
klukkutíma. Öðru megin er liturinn og hinu meg-
in glært gloss. Byrja skal á því að bera litinn jafnt
y fir varirnar og leyfa honum að þorna 1 um það bil
eina mínútu. Þá skal setja glossið yfir og útkoman
svíkur engan. Mýkir varirnar og veitir þeim vörn.
Þœgileg
hreinsifroða
Þó fallegar varir skipti allar konur máli,
má ekki gleyma húðinni. Miklu máli skipt-
ir, ekki síst yfir veturinn, að hugsa vel um
húðina þegar loftslagið er þurrt og frostið
bítur lcinn. Happyderm froðan frá L’Oéral
hreinsar andlit og augu og hentar þurri og
viðkvæmri húð sérstaklega vel. Froðan er
mild og þægileg í notkun og fjarlægir hvort
tveggja farða og dauðar húðfrumur. Skilur
húðina eftir mjúka og fallega.