blaðið - 02.11.2005, Page 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaðiö
Viðskipti:
Kaupa minni-
hlutann út
Meirihlutaeigendur að Keri
hf. hafa keypt alla eignarhluta
Straums-Burðaráss Fjárfest-
ingabanka í fyrirtækinu eða
um 34%. Þetta kemur fram
í fréttabréfi frá Keri hf. sem
sent var út í gær. Ker hf. á 01-
íufélagið en einnig stóra hluta í
SÍF og Samskipum. Með þessu
lýkur nokkuð löngum deilum
hluthafa í Keri en aðeins þrír
eigendur eru nú að fyrirtæk-
inu þar sem Kjölur ehf. er lang-
stærst, með 86,64% eignarhlut.
Stýrivextir:
Hækkun spáð
Fastlega er búist við því að
Seðlabankinn hækki stýrivexti
2. desember næstkomandi og
að hækkunin geti numið á bil-
inu 0,5 til 0,75%. Þetta kemur
fram í Morgunkorni Islands-
banka í gær. Þar kemur enn-
fremur fram sú spá að stýrivext-
ir muni fara í 12% á næsta ári
áður en bankinn fari að lækka
þá á ný.
Landsvirkjun:
Óánægja með
verðmat
Reykjavíkurborg telur verðmat
ríkisins á hlut borgarinnar í
Landsvirkjun vera oflágt. Þetta
kom fram í máli Steinunnar
Óskarsdóttur, borgarstjóra, í
gær. Samkvæmt henni verður
erfitt að semja um sölu á eign
borgarinnar í Landsvirkjun
á meðan ríkið er ekki tilbúið
að endurskoða þetta mat sitt.
Fyrirhugað var að ríkið mundi
taka alfarið við rekstri Lands-
virkjunar um næstu áramót en
nú er hætta á því að það muni
tefjast á meðan ekki ríkir sátt
um söluverð.
OPNAR 1. DESEMBER
[LÆKJARGATA]
Hluthafafundur FL Group:
Allar tillögur meirihlutans
samþykktar
Hluthafafundur FL Group samþykkti
í gær með þorra atkvæða allar breyt-
ingar, sem fyrir fundinum lágu, en í
þeim fólst það helst að stjórn félagsins
fékk heimild til þess að auka hlutafé
um 44 milljarða króna og stjórnar-
mönnum var fækkað um tvo, úr sjö í
fimm. Skarphéðinn Berg Steinarsson,
nýr stjórnarformaður FL Group, sagði
i samtali við Blaðið að ljóst væri að
hluthafar væru ánægðir með þá nýju
stefnu, sem mörkuð hefði verið hjá fyr-
irtækinu.
Á fundinum flutti Hannes Smára-
son, forstjóri, framsögu og fór lítillega
yfir söguna undanfarin misseri. Taldi
hann einsýnt af helstu kennitölum fé-
lagsins að vel hefði til tekist, stórauk-
inn hagnaður og hærra hlutafjárverð
segði sína sögu.
Kynnti hann síðan þær tillögur,
sem lágu fyrir fundinum, og sagði
þær lið í stórsókn fyrirtækisins, sem
ætti að styrkja stöðu fyrirtækisins
inn á við um leið og það færði sig inn
á ný svið, einkum á sviði fjárfestinga.
Sagði Hannes að FL Group myndi
ekki einskorða sig við fjárfestingar í
flugrekstri og að miðað yrði við að ná
20% arðsemi eigin fjár.
Vilhjámur Bjarnason leggur spurningar fyrir stjórn FL Group, en svörin fundust honum
þunnur þrettándi.
Hlutafé aukið um 44 milljarða
Þetta á að gera með því að auka hluta-
fé um 44 milljarða króna, en það verð-
ur þá um 65 milljarðar króna alls. Af
því yrði um 50 milljarðar króna hand-
bærir til fjárfestinga. Stærstu hlut-
hafar munu leggja til 28 af þessum
milljörðum, lykilstarfsmenn munu
geta lagt til 3 milljarða og KB banki
og Landsbankinn leggja til 8 millj-
arða, auk þess, sem þeir sölutryggja
5 milljarða.
Skipuriti félagsins verður breytt
til þess að endurspegla þessar nýju
áherslur, móðurfélagið yrði eignar-
haldsfélag, en rekstrinum síðan skipt
í þrjár greinar, alþjóðlegan flugrekst-
ur, alþjóðlega flugfrakt og innlenda
ferðaþjónustu.
Þá fór Hannes yfir kaupin á Sterl-
ing og markmiðin með þeim, en vék
einnig að öðrum fjárfestingum er-
lendis og nýjum verkefnum, meðal
annars auknu samstarfi FL Group
Viðskipti:
Hagar tapa rúmum
sjö hundruð milljónum
Tap Haga hf., dótturfyrirtcekis Baugs Group, nam rúmum sjö hundruð milljónum áfyrstu
sex mánuðum þessa árs. Þetta kemurfram í árshelmings uppgjöri fyrirtækisins sem birt
var ígœr.
Hagar hf., sem reka meðal annars
Hagkaup, Bónus, 10-11, Debenhams
og Skeljung, skilaði fyrir sama rekstr-
artímabil í fyrra um 1.200 milljón
króna hagnaði en stór hluti þess
hagnaðar kemur til vegna sölu á
eignum fyrirtækisins. í uppgjörinu
kemur fram að veltufé frá rekstri
hafi verið neikvætt á tímabilinu um
482 milljónir og að handbært fé frá
rekstri hafi einnig verið neikvætt um
2.939 milljónir. Þetta skýrist fyrst og
fremst af mikilli hækkun birgða og
viðskiptakrafna hjá Skeljungi. Þá
námu heildareignir félagsins um 37
milljörðum en heildarskuldir um 31
milljarði.
Herða sultarólina
Að sögn Finns Árnasonar, forstjóra
Haga hf., er tapið mikil vonbrigði og
segir hann ljóst að fyrirtækið þurfi
að herða sultarólina og gera bet-
ur. „Það má segja að þetta skiptist í
tvennt. Almennt hefur gengið vel hjá
sérvörufyrirtækjunum en hins vegar
er afkoman af matvörunni langt und-
ir væntingum.“ Finnur segir verð-
stríð á matvörumarkaðinum hafa
verið fyrirtækinu kostnaðarsamt og
endurspeglist í þessu uppgjöri. Að-
spurður hvort fyrirtækið íhugi að
loka óarðbærum rekstrareiningum
segir hann ekkert hafa verið ákveðið.
„Við viljum bæta okkar innkaup sem
skiptir miklu máli og síðan munum
við skoða alla þá þætti sem geta leitt
til betri rekstrar. Það er alltaf hægt
að bæta þetta að einhverju leyti.
Kúnnafjöldinn hefur verið að aukast
og við eigum mikið af ánægðum við-
skiptavinum." ■
Verðstríðið á matvörumarkaðinum reynd
ist kostnaðarsamt
við Kaupþing um rekstur og útleigu
flugvéla. Taldi hann mikil sóknar-
færi í lágfargjaldaflugi. Gert væri ráð
fyrir um 57% vexti á þeim markaði
næstu þrjú árin, en á hinn bóginn
gerðu allir ráð fyrir að mikil sam-
þjöppun yrði í greininni. Nú væru
um 50 félög á markaðnum, en gert
væri ráð fyrir að þeim myndi fækka í
2-5 á næstunni. I því fælist tækifæri.
Einmana óánægjuraddir
Ekki voru þó allir jafnkátir með
störf og stefnu félagsins. Vilhjálmur
Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla íslands,
spurði ýmissa spurninga, sem lutu
að væntanlegri hlutafjáraukningu,
kaupunum á Sterling og þrálátan orð-
róm um heimildarlausan fjármuna-
flutning stjórnenda hjá félaginu í
sumar sem leið. Skarphéðinn Berg
Steinarsson, stjórnarformaður, varð
til svara og svaraði í stuttu máli.
Kvað hann FL Group ekki áður
hafa staðið til boða að kaupa Sterling
og vangaveltur um að hægt hefði ver-
ið að fá félagið fyrir minni peninga,
því ekki til neins. Hann vék sér einnig
fimlega undan að svara spurningum
um heimildarlausan fjármunaflutn-
ing stjórnenda hjá FL Group snemm-
sumars og sagði að hans hefði ekki
séð stað í hálfsársuppgjöri. Eins og
Blaðið hefur greint frá snýst málið
þó að hluta um að fjármunirnir, tæp-
ir þrír milljarðar króna, hafi einmitt
verið endurgreiddir inn á reikninga
FL Group fyrir uppgjörið til þess að
þeir kæmu þar ekki fram.
Vilhjálmur tók til máls að nýju
og kvaðst gjarnan hafa viljáð þakka
fyrir greinargóð svör, en ekki væri
tilefni til þess. Minntist hann svo á
tilmæli biskups til Umba í Kristni-
haldi Kiljans, en sá sagði honum að
hlusta einkum eftir því, sem menn
þegðu um.
Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar, kvaddi sér
einnig hljóðs, en var ekki jafngagn-
rýninn og Vilhjálmur. Taldi hann
tilgangslaust að velta fyrir sér á
hvaða verði Sterling hefði áður verið
keypt. Á hinn bóginn henti hann á
loft fótboltasamlíkingu Hannesar
Smárasonar, forstjóra, og sagði það
vissulega ánægjulegt að félagið freist-
aði þess að komast upp um nokkrar
deildir. Á hinn bóginn þætti honum
sem báðum hliðum leiksins væri
ekki sinnt sem skyldi. Það væri búið
að bæta verulega í sóknina, en hon-
um leist verr á vörnina. ■
ATLANTS
AtfMrtMlia - VMtanrtr 2t - 200 Mpavogw - SM S»1HM -
Viðskiptakort
einstaklinga
Nánari upplýsingar í síma:
591 3100
O Helðskirt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Aiskýjað
Rigning, lítilsháttar /// Rigning Súld Snjókoma
Slydda Snjóél ^
Skúr
Amsterdam 13
Barcelona 22
Berlín 12
Chicago 04
Frankfurt 11
Hamborg 11
Helsinki 08
Kaupmannahöfn 11
London 17
Madrid 17
Mallorka 23
Montreal 04
New York 10
Orlando 19
Osló 08
París 18
Stokkhólmur 10
Þórshöfn 07
Vín 11
Algarve 20
Oublin 15
Glasgow 15
-1“
/ /
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn
Byggt ð upplýslngum trá Veðurstofu fstainds
*
-2°
_ _ ///
-1° *
Breytileg
*
*
///
///
///
Ámorgun