blaðið - 02.11.2005, Side 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Hanna Birna
- 2. sætið!
STILLUM UPP
SIGURLIÐI
Á föstudag o§ laugardag verður
kosið f prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Um leið og ég hvet allt sjálfstaeðisfólk í Reykjavík
til að taka þátt í prófkjörinu, minni ég á að mestu
skiptir að við sameinumst um að velja öflugan og
sigurstranglegan lista. Þannig tekst okkur að ná
góðum árangri í borgarstjórnarkosningunum í vor
og búa til heimsins bestu höfuðborg.
Ég leita eftir áframhaldandi umboði til að vinna
í þágu Reykvíkinga og óska eftir stuðningi í
2. sæti listans.
Hanna Birna Kristjénsdóttir, borgarfulltrú:
Kosningaskrifstofa stuðningsfólks Hönnu Birnu
er í gamla Landssímahúsinu við Austurvöll.
Sími 561 0900 - hannabirna@hannabirna.is
www.hannabirna.is
Sljórnarmynduitar-
víðræður í hættu
Tveir öflugir leiðtogar œtla ekki að taka sœti í nýju stjórninni. Hátt-
settir menn innan Jafnaðarmannaflokksins og Kristilegra demó-
krata útiloka ekki að viðrœðurnar renni út í sandinn.
Óvíst var um framhald stjórnar-
myndunarviðræðna i Þýskalandi í
gær eftir að leiðtogar tveggja flokka
drógu sig í hlé. Edmund Stoiber,
leiðtogi systurflokks Kristilegra
demókrata í Bæjaralandi, lýsti í gær
yfir að hann myndi ekki taka sæti
fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn
landsins. Degi áður hafði hann sagt
að flokkur sinn kynni að hætta við
þátttöku í stjórninni í ljósi þess að
Franz Miintefering lýsti því yfir að
hann hyggðist láta af embætti sem
formaður Jafnaðarmannaflokksins
og að hann myndi að öllum likind-
um ekki taka sæti í hinni nýju ríkis-
stjórn.
Kunna að renna út í sandinn
„Við viljum leiða þessar viðræður
til lykta á farsælan hátt en ekki er
hægt að útiloka að þær muni renna
út í sandinn,“ sagði Wolfgang
Bosbach, varaleiðtogi Kristilegra
demókrata á þingi og náinn banda-
maður Angelu Merkel, formanns
Edmund Stoiber, leiðtogi systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, mun ekki
taka sæti fjármáiaráðherra f nýrri rfkisstjórn Þýskalands.
flokksins. Genot Erler, varaleiðtogi Muntefering ákvað að draga sig
jafnaðarmanna á þingi, sagði einn- í hlé í kjölfar þess að flokksfélagar
ig að flokkur sinn þyrfti að taka við- hans höfnuðu tillögu hans um nýj-
ræðurnar um stjórnarmyndun til an framkvæmdastjóra flokksins.
endurskoðunar í ljósi ákvörðunar Stjórnarmyndunarviðræðum þarf
Múntefering. að vera lokið fyrir 12. nóvember. ■
Róstursamt í Zanzibar
Kjörstjórn á Zanzibar-eyju í
Tansaníu lýsti í gær yfir sigri Bylt-
ingarflokksins í kosningunum sem
fram fóru á sunnudag. Nokkrum
klukkustundum áður en úrslitin
voru kynnt hafði lögregla umkringt
höfuðstöðvar flokksins sem hefur
verið við völd í landinu síðan 1964.
Áður höfðu báðir stærstu flokkarn-
ir lýst yfir sigri í kosningunum.
Borgaraleg samfylking lýsti því
yfir fyrr um daginn að leiðtogi
hennar, Seif Sharif Hamad, hefði
fengið rúm 50% atkvæða í kosn-
ingum til forseta. Hamad sagði að
hvatt yrði til frekari aðgerða ef lýst
yrði yfir sigri Amani Abeid Kar-
ume, forseta og frambjóðanda Bylt-
ingarflokksins.
Fyrr um daginn hafði lögregla
og öryggissveitir beitt táragasi
gegn stuðningsmönnum stjórnar-
andstöðunnar og var það þriðji
dagurinn í röð sem ofbeldi braust
út í kjölfar kosninganna. Frétta-
menn Reuters-fréttastofunnar sáu
lögreglu berja og kasta táragasi í
Öryggissveitir á Zanzibar hafa meðal annars þurft að beita táragasi i átökum við stuðn-
ingsmenn stjórnarandstöðunnar í kjölfar kosninganna á sunnudag.
átt að ungum stuðningsmönnum Sumir mótmælenda storkuðu lög-
Borgaralegu samfylkingarinnar reglu með því að kasta steinum og
sem höfðu safnast saman við höfuð- kveikja elda á götum. Aðrir sungu
stöðvar flokksins í Stone Town við friðarsöngva og héldu vopnum sín-
strönd Indlandshafs. um á lofti. ■
Stríðið gegn hryðjuverkum harkalega gagnrýnt:
Kemur niður á baráttu gegn hungri
Jean Ziegler, matvælafulltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum, segir að
stríðið gegn hryðjuverkum ógni
baráttunni gegn hungri í heimin-
um. Ziegler gagnrýndi alþjóðasam-
félagið og Bandaríkin fyrir ranga
forgangsröðun í þessum efnum í
ávarpi sem hann hélt í höfuðstöðv-
um Sameinuðu þjóðanna í New
York í síðustu viku. Hann sagði enn-
fremur að þrátt fyrir þúsaldarmark-
mið S.Þ. hefði alvarlega vannærð-
um konum og börnum fjölgað í
heiminum. Aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna hafa heitið því að draga
úr hungri í heiminum um helming
á næsta áratug. Athugasemdir Zie-
glers voru í takt við yfirlýsingar
sem hann gaf út í Genf í Sviss fyrir
rúmum tveimur vikum.
Ziegler segir að á sama tíma og al-
þjóðasamfélagið getur ekki útvegað
nóg af matvælum til að vinna bug
á hungri hafi framlög til hernaðar
aldrei verið meiri. Benti hann enn-
fremur á að matvælaaðstoð Samein-
uðu þjóðanna, sem tryggir það að
milljónir manna lifi af, hefði staðið
frammi fyrir um 30% niðurskurði
á fjárframlögum á síðasta ári.
Bretar og Bandaríkjamenn gera
lítið úr athugasemdunum
Bandaríkin og Bretland gerðu lít-
ið úr athugasemdum Zieglers og
sökuðu hann um að kynda undir
hryðjuverk með yfirlýsingum sín-
um og að vera handbendi alþjóð-
legra félagasamtaka. Kínverjar tóku
aftur á móti undir með Ziegler og
sökuðu Bandaríkin, stærsta vopna-
framleiðsluland heimsins, um að
eiga stóran þátt í því hversu illa
hefur tekist að vinna bug á hungri.
Fulltrúi þeirra sagði að stríðið gegn
hryðjuverkum væri ranglátt og
óskilvirkt og þj ónaði eingöngu hags-
munum bandarískra fyrirtækja.
Jean Ziegler, matvælafulltrúi hjá Samein-
uðu þjóðunum, átelur alþjóðasamfélagið
fyrir að láta matvælaaðstoð sitja á hakan-
um á sama tíma og framlög til hernaðar-
mála hafi aldrei verið meiri.