blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 14
blaðið____
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
VANDAMAL
í HIMNARÍKI
Afkomutölur Haga eru athyglisverðar en þetta dótturfélag Baugs
tapaði rúmum 700 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins.
Fyrir þá sem eru ekki kunnugir reka Hagar verslanir eins og
Bónus, Hagkaup, Debenhams, 10-11, Topshop og Útilíf. Þá eru Skeljung-
ur og Orkan líka undir hatti Haga. Þetta er mikið tap sem bendir eindreg-
ið til þess að mikil samkeppni sé á markaðnum, ekki síst í matvörunni.
Það eru auðvitað góðar fréttir fyrir neytendur en ekki eins góðar fyrir
Baug, sem getur varla sætt sig við slíkt tap til lengdar. Ekki er vitað um
afkomutölur helstu samkeppnisaðila og því er rétt að fara varlega með
fullyrðingar um að matvöruverslanir séu almennt reknar með bullandi
tapi hér á landi. f tilkynningu frá Högum segir að brugðist verði við þess-
um tíðindum og að innkaup og aðrir rekstrarþættir verði meðal annars
skoðaðir. Það sem snýr að almenningi er hins vegar verð á nauðsynjum
í verslunum Haga en sá tími gæti komið að nauðsynlegt yrði að hækka
vöruverð. Það væri miður því Baugur hefur verið í fararbroddi þegar
kemur að lágu matvælaverði hérlendis og á fyrirtækið mikið hrós skilið,
eins og áður hefur verið bent á í leiðurum Blaðsins. Þetta lága vöruverð
hefur aftur leitt til þess að fyrirtækið hefur notið mikils velvilja hjá al-
menningi. Það er ekki ónýtt veganesti í harði samkeppni.
Að sama skapi ber að fagna aukinni samkeppni á matvælamarkaði frá
verslunum eins og Krónunni, Fjarðarkaupum og Nóatúni svo nokkr-
ar séu nefndar. Styrkur þessara verslana hefur komið í veg fyrir að fá-
keppni hafi myndast og þær hafa séð til þess að eðlileg samkeppni hafi
verið til staðar. Fátt er hættulegra en ef sami aðilinn nær yfirburðastöðu
í verslun á íslandi og getur þar með farið að stjórna markaðnum að vild.
Það er ástand sem við þurfum síst á að halda.
Afkomutölur Haga benda til þess að eigendur Baugs þurfi að snúa sér
aftur að upphafinu - matvörunni. Það er ekki nóg að kaupa og selja fyr-
irtæki í útlöndum þegar grunnurinn er að molna. Hættan við stórfyrir-
tæki er að fókusinn verði ekki í lagi. Afkomutölur Haga benda til þess að
þar hafi einhverju verið ábótavant að undanförnu. Vonandi verða menn
fljótir að ráða bót á því - þetta er ekki bara mál eigenda Baugs, heldur
almennings alls.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 200S blaðið
tiúrl ÞAkvcP&Í Guvi
-HANW b/fKKX&i
Av A/eNNTr /ft> FÆI-fl .
/ Ap HANN T=PM&Í Hool/lrdJoriiK
Stendur á ykkur strákar?
Sigurður G. Guðjónsson, útgef-
andi Blaðsins, lýsti því yfir í við-
horfsgrein 24. október að hann
vildi ekki fleiri kvennafrídaga.
„Þeir skila engu,“ sagði hann og
minnti á að lög um launajafnrétti
voru sett á Alþingi árið 1961 með
það að markmiði að vera að fullu
komin til framkvæmda 1. janúar
1967. Við vitum hve slæm staðan er
enn á þessu sviði. Konur hafa um
64% af atvinnutekjum karla, rúm
70% þegar jafn margar launavinnu-
stundir liggja til grundvallar sam-
anburðinum. Sem þýðir að konur
vinna ekki aðeins fyrir lægri laun-
um, þær vinna færri stundir „utan
heimilis" en karlar. Þegar kemur
að ólaunuðu vinnustundunum við
heimilsstörf og umönnun barna og
fjölskyldu snýst dæmið hins vegar
við. Þar er vinnuframlag kvenna
langtum meira en karla. Hvað ger-
um við í því?
Kvennafrí - liðskönnun
Það er rangt hjá Sigurði að kvenna-
fríið mikla 24. október 1975 hafi
ekki skilað neinu. Guðmundur
Andri Thorsson kallar daginn
upphafsdag byltingar í Fréttablað-
inu 31. október. Það er nær sanni
i hugum fjölda kvenna sem tóku
þátt í að gera daginn að því sem
hann varð. Kvennafríið 1975 var
liðskönnun sem átti ekki sína
líka í íslandssögunni. Dagurinn
sýndi konum fram á fjöldaaflið
og sama afl sást aftur nú 30 árum
síðar. Þetta afl hefur skriðið fram
af umtalsverðum þunga, 1975 voru
þrjár konur á þingi og engin kona
ráðherra. Fimm árum síðar var
Vigdís kosin forseti og staðan á
þingi og í ríkisstjórn hefur batnað
til muna þótt konur reki sig í gler-
þakið við 30%. Konur eru í meiri-
hluta stúdenta við Háskóla íslands
og kona var í fyrsta skipti kjörin
háskólarektor í ár. Menntasókn
kvenna hefur skilað þeim fjölþætt-
ari valmöguleikum í lífinu og auk-
inni lífsfyllingu, þótt fordómar
gegn kyninu komi enn í veg fyrir
að menntun þeirra sé fullmetin til
launa. Sömu fordómar valda því
að ólaunuð störf kvenna eru falin
Steinunn B. Jóhannesdóttir
hagstærð og uppeldis- og umönn-
unarstörf sem flust hafa út af heim-
ilunum og orðnar atvinnugreinar
eru láglaunastörf.
Tvær hliðar jafnréttis
Sigurður undirstrikar réttilega
að jafnrétti kynjanna heyri undir
almenn mannréttindi. Konur séu
hluti af hugtakinu „allir“ sem rit-
að er í upphafi jafnréttisákvæðis
stjórnarskrárinnar. Hann spyr
hvers vegna konur taki ekki ein-
faldlega það pláss sem orðið „allir“
felur í sér? Þorið þið ekki stelpur?
Getið þið ekki? Viljið þið ekki axla
ábyrgð eins og við strákarnir?
Konur hafa svarað öllum þessum
spurningum játandi. Þær hafa
reynt getu sína og þor og sótt inn
á nær öll svið hefðbundinna karla-
starfa. Það útheimtir á móti að karl-
ar taki sinn skerf af þeim störfum
sem kallast kvennastörf svo sam-
félagið haldi velli. En þar stendur
á ykkur strákar. Ekki öllum, en
allt of mörgum. Framlag karla til
heimilis- og umönnunarstarfa
er langt undir væntingum. Sókn
þeirra inn á hefðbundin kvenna-
svið næsta lítil. Konur eru 28%
nemenda í verkfræði við Háskóla
íslands. Karlar í hjúkrunarfræði
eru 3% og aðeins 1% starfandi
hjúkrunarfræðinga. Kvennafríið
1975 markaði upphaf almennrar
endurskoðunar kvenna á því hlut-
verki sem þær vildu gegna í samfé-
laginu. Fríið 2005 ætti að ýta við
karlmönnum að skoða þá hlið jafn-
réttispeningsins sem snýr að þeim.
Sleppum svo kvennafríi 2035 ef
endurmatið skilar jafnrétti.
Höfundur er rithöfundur
Klippt & skorið
Fáar en frambærilegar - segir Össur Skarp-
héðinsson um konurnar í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í bráðskemmtilegum
pistli á heimasíðu sinni. Þorbjörg Helga Vigfús-
dóttirog Jórunn Frímannsdótirfá eins konarkoss
dauðans því Össur bloggar af augljósri velþóknun
um þær. Um Þorbjörgu segir bloggarinn að hún
hafi sterkan kjörþokka og víkingsbjart yfirbragð.
Hún hafi þó birt sama pistilinn á heimasíðu sinni
tvisvar sem bendi til að hún hafi, líkt og yfirmaður
hennar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tilhneig-
ingu til að endurtaka sig! Jórunn fær hins vegar
verðlaun dagsins hjá Össuri
fyrir að hafa boðið upp á
ókeypis blóðþrýstimælingu
f Kringlunni. Þingmaðurinn
klykkir út með þvf að spyrja:
„Hefði ekki Gísli Marteinn átt
aðnotfærasérþað?"
Tíkin.is, vefur hægrisinnaðra kvenna, veðj-
ará Vilhjálm—seg-
ir Össur í öðrum
pistli á heimasíðunni og
bendir á skoðanakönnun
sem Tíkurnar gera á því
hvor þeirra Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonareða Gísla Mar-
teins hreppi efsta sætið í'
prófkjörinu. Þegar Össur skoðaði könnunina var
Vilhjálmur vel yfir með 48.7% en Gísli Marteinn
aðeins 41%. Ofurbloggarinn segir að þetta muni
örugglega hleypa upp blóðþrýstingnum hjá Breið-
holtsklfkunni kringum Gfsla sem muni nú smala
af kappi íkönnun Tíkurinnar. Klippari lofaraðfylgj-
ast með og gefa reglulegarskýrslur.
klipptogskorid@vbl.is
leiri broddur er (Staksteinum Morg-
| unblaðsinsenveriðhefurumnokkra
Ihrfð. í stað þess að birta tilvitnanir
í aðra og leggja örlítið út af þeim er þar nú að
finna pólitískar vangaveltur og fréttir. Þannig
mátti á mánudag lesa um það að Ingibjörg Sólrún
Gfsladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sæti á
leynifundum með forsætisráðherra. I gær mátti
hins vegar lesa um skrif Guðmundar Magnússon-
ar um vamarmálin í Fréttablaðið og er klykkt út
með því að gott sé til þess að vita að „fyrrverandi
herstöðvarandstæðingur
[viljij tryggja varnir lands-l
ins og öryggi þjóðarinnar."|
En hins er ekki getið að
Guðmundur er líka fyrrver-]
andi leiðarahöfundur hjá
Morgunblaðinu.