blaðið - 02.11.2005, Page 16

blaðið - 02.11.2005, Page 16
HMXLI MIÐVIKUDAGUR 2. Málningartíska Ljóst, grátt og stakir veggir Haustið er tími breytinga hjá mörgum. Þá falla laufin af trján- um og ákveðin endurnýjun á sér stað í umhverfinu sem virðist smita út frá sér. Auðveldasta leið- in til að gera róttækar breytingar á sínu nánasta umhverfi er líkleg- ast að mála húsakynni sín. Til að aðstoða fólk í þeim hugleiðingum fór Blaðið á stúfana og kynnti sér hvað væri heitast í málningar- heiminum um þessar mundir hjá öllum helstu málningarframleið- endum landsins og hver sérstaða hvers og eins þeirra væri. Jjilli SEIT! diASTlG 10 > ^Sswssif Slippfélagið — hluti af veggnum rammaður inn „Það hefur ekki verið jafn mikið um „effect-málningu“ núna líkt og er vanalega á haustin, en sala á henni er sveiflukennd milli ára. Yfirleitt er það mjög algengt á haustin að fólk fari yfir í „effect-málningu" en ég finn það núna að það er minna en oft áður. Sölutölur sýna reyndar að það seljist helmingi minna af slíkri málningu en í fyrra,“ segir Valdi- mar Sigurðsson, sölumaður og ráð- gjafi hjá Slippfélaginu, þegar hann var spurður hvað væri athyglisvert að gerast á málningamarkaðnum í dag. 1 litum hefur Slippfélagið ver- ið í miklu samstarfi við Völu Matt til margra ára. Valdimar segir að skemmtilegir litir séu mjög heitir í dag og þá sé helst um að ræða ljósa liti. „I dökkum litum erum við þó með liti eins og moldvörpu, teit, cappucino og malbik.“ Valdimar segir að fólk sé í síauknum mæli að mála hluta af veggjum í stað þess að mála þá í heilu lagi. „í svefnherbergj- um er til dæmis oft verið að setja bara málningu þar sem höfuðgafl- inn á rúminu ætti að vera. Þá er ekki verið að mála allan vegginn heldur einungis breiddina á rúminu,“ segir Valdimar. Hann segir Slippfélagið bjóða upp á afar persónulega þjón- ustu og stundum færu ráðgjafar meira að segja heim til fólks til að leggja því lið. „Þá reynum við að starfa mikið með fagaðilum í vali á litum,“ segir Valdimar að lokum. Málning hf. - umhverfis- vænirog lyktarlausir Hjá Málningu hf. fengust þau svör að ljósir litir væru mikið inn í dag. Þórður Davíðsson, sölustjóri, segir að reyndar sé líka eitthvað um gráa eða grábrúna liti og væru þeir þá helst notaðir til að brjóta upp einn og einn vegg. „Þetta eru svona hlýir litir,“ segir Þórður. Þá séu vanalega teknir mattir litir á loftin. Þegar Þórður var spurður um hvort það sé einhver sérstök tíska i litavali hjá fólki þá segir hann fólk oft mála staka veggi í öðrum litum. „Það er þá verið að skipta upp rými með því að mála vegg sem skiptir upp eldhúsi og stofunni eða annað slíkt. Þá er sá veggur venjulega í dekkri lit- um og hinir í ljósum.“ Þórður segir að sérstaða Málningar hf. sé fyrst og fremst sú að þeir bjóði upp á, og hafi gert um árabil, umhverfisvæna og lyktarlausa málningu sem þeir eru mikið að auglýsa um þessar mund- ir. Flugger litir - alþjóðleg- ar og íslenskar vörur Vigfús Gíslason, sölustjóri Fliigger- lita á Islandi, varð fyrir svörum hjá því fyrirtæki, en fyrir þá sem ekki vita þá er Flugger-litir nýtt heiti á Hörpu-Sjöfnmálningarframleiðand- anum. Vigfús segir að gráir og ljósir litir séu afar heitir um þessar mund- ir. „Ljóst er náttúrulega vinsælast og heldur alltaf velli. Þetta hefur verið að aukast að fólk fari úr brúnum og drapplituðum tónum yfir í grátt og gráa tóna,“ segir Vigfús. Hann segist ekki verða var við að það sé vinsælt að mála staka veggi um þessar mundir, það fari þó kannski vaxandi en hann er ekkert alveg viss um slíkt. „Þetta er alla vega ekki háannatími í stök- um veggjum eins og stundum var. Þegar maður selur til dæmis máln- ingu í eitt barnaherbergi í íbúð þá er algengast að fólk máli bara í sama litnum. Loftið er þó oftast haft öðru- vísi og þá oftast í hvítu,“ segir Vigfús ennfremur. Flúgger býður upp á mikið úrval af bæði íslenskum og erlendum vörum og er að sögn Vigfúsar með mjög breiða línu. Hann segir að þar sem þeir séu núna hluti af mjög stórri alþjóðlegri málningarkeðju þá auki það á vöruúrvalið því auk þess að bjóða upp á Flúgger-vörurn- ar þá séu þær íslensku vörur sem Harpa-Sjöfn framleiddi áður ennþá á boðstólnum. Húsasmiðjan - mikið af gráu Einar Ragnarsson, vörustjóri hjá Húsasmiðjunni, segir að í litum sé mjög mikið farið út í gráa tóna í dag. Einnig er mikið um jarðliti, terrakotta-liti og aðra leirliti. „Þá er verið að taka mikið af veggjum í ljós- um litum og síðan eru teknir þessir gráu eða terrakot-litir á staka veggi,“ segir Einar ennfremur. Einar segir Húsasmiðjuna bjóða upp á mikið úrval af „effect-máln- ingu“ sem er vatnsþynnanleg. Fólk notar hana til að leika sér með, til dæmis svampa til að skapa „effecta“ á grunn, m.a. með því að búa til rósir og annað í þeim dúr. Þá selur Húsasmiðjan olíumálningu án ter- pentínu sem gefur að sögn Einars sömu fáguðu útkomu og hefðbund- in olíumálning, en þessi málning er ný á markaði hér á landi. Byko - tískan fer í hringi Hjá Byko varð Steindór Elísson, deildarstjóri málningardeildar í S/ ^ - j vægnwjing Breiddinni, fyrir svörum. Hann segir, líkt og flest allir aðrir, að fólk kaupi mest af ljósum litum. Svo sé fólk mikið að taka einn og einn vegg í dökku og þá helst í gráum og brúnum litum. „Það er yfirleitt þannig að þegar herbergi eru málið þá eru teknir þrír litir í ljósu og einn í dökku.“ Steindór segir ennfremur að tískan í litavali hafi tilhneigingu til að endurtaka sig. „Það er verið að taka ljósa liti eitt árið, svo verða þetta ljósir litir og einn dökkur, svo fer þetta aftur meira út í eitt og eitt herbergi í dekkri lit. Þetta fer í hringi á nokkrum árum.“ Steindór segir Byko ekki leggja áherslu á að vera með sérstöðu í einhverjum ákveðnum vöruflokkum heldur sé fyrst og fremst stefnt að því að bjóða upp á góða málningu á góðu verði. t.juliusson@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.