blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 24
24 I FYRIR KONUR MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaöið Háhælaðir skór hafa slœm áhrifá heilsu Meirihluti líkamsþungans á tveggja sentímetra beinum Ef úrvalið í skóverslunum land- ans er skoðað þá má sjá fallega skó með háum hælum. Hælarnir eru allt frá því að vera flatbotna og upp í tíu sentímetra háir. Sam- kvæmt afgreiðslufólki í verslun- unum kaupa konur hiklaust háa hæla og um þessar mundir eru sjö sentímetra hælar vinsælastir. Það er því staðreynd að konur nota háa hæla þrátt fyrir að flestar þeirra vita að það getur haft slæm áhrif á heilsu þeirra síðar meir. Lárus Gunnsteinsson, sjúkra- skósmiður hjá Össuri hf„ segir að flestir kvillar vegna of hárra hæla komi ekki í ljós fyrr en seinni- hluta ævinnar. Lárus segir að það sé sannað að háhælaðir skór fari illa með heilsu kvenna. „Við vitum hver líkams- staðan á að vera og ef kona stendur á tveggja sentímetra hæl þá er io% þungi líkamans á táberginu og 90% á hælnum. Um 0-2 sentímetra hæll er í fínu lagi því það er tilvalin staða á líkamanum. Ef hælarnir eru orðnir 6-8 sentímetrar og jafnvel hærri þá er konan komin með nán- ast alla þyngdina á tábergið. Kona sem er um 60 kg stendur á fjögurra sentlmetra hælum og þá er 60% af líkamsþunganum á táberginu þar sem beinin eru ekki nema einhverj- ir 2-3 sentímetrar að stærð.“ Á þessari mynd má sjá fót konu sem hefur mestmegnis notað venjulega skó. Lárus Gunnsteinsson sjúkraskósmiður Geta ekki verið berfættar Samkvæmt Lárusi má rekja marga kvilla til of mikillar notkunar hárra hæla. „Ef konur nota háa hæla í miklum mæli þá geta þær meðal annars fengið tábergssig, tærnar geta kreppst saman, inngrónar negl- ur myndast og hásinarnar styttst. Það eru til konur sem hafa verið á háum hælum alla ævi og geta ekki verið berfættar þvi hásinin er of stutt. Hásinin er aftan á hælnum og iegar konurnar setia hælinn við gólf >á meiða þær sig. A endanum verða conurnar að nota lága hæla því þær Hér má sjá fót konu sem hefur mikið til notað háhælaða og támjóa skó. eru komnar með bein við stóru tána og þá byrjar stóra táin að vísa inn á við. Þetta er í raun bara eins og að troða fætinum ofan í trekt, blóðrás- in stöðvast.“ Geta ekki notað háa hæla aftur Lárus segir að flest þeirra vanda- mála sem má rekja til notkunar hárra hæla séu alvarlegir. „Það eru margar konur sem ég hitti sem eru með kvilla út af háum hælum og mjóum tám. Þær verða varar við kvillana við 60-65 ára aldur. Þetta er eins og með allt annað, það þarf að fyrirbyggja þetta. Forvarnirnar skipta máli. Þessar konur geta þá ekki notað háa hæla aftur, nema kannski í einstaka kokkteilboði og þær finna þá fyrir óþægindum næstu daga á eftir." Samfélagið gerir kröfur um hæla Lárus mælir með því að konur noti háa hæla einungis spari og alls ekki daglega. „Þetta er auðvitað voða huggulegt og fallegt. Þegar konan er komin á nokkurra sentímetra hæla þá er hún farin að standa bein í baki með barminn út á við. Er það ekki það sem við viljum? Samfélagið og tískan gerir þessar kröfur,“ segir Lárus og bætir við að hann haldi að fáar konur hugsi um hve skaðleg áhrif háir hælar geti haft á heilsu þeirra enda vanti fræðslu um skað- semi hárra hæla. Konur þurfa þó ekki að örvænta því Lárus segir að það sé skaðlaust að nota háa hæla um helgar. „Þetta er allt í lagi ef þær eru í lágum hælum þess á milli. Allt er gott í hófi. En of mikil notkun er sérstaklega slæm því hún hefur var- anleg áhrif á heilsuna og þetta er svo fljótt að koma. ■ svanhvit@vbl.is Breytt siðferði Eigin ánægja skiptir mestu máli 1 nútímanum hefur aldrei verið erfiðara að þekkja rétt frá röngu vegna þess að siðferði okkar hefur breyst. Það sem áður þótti rangt og óásættanlegt þykir forvitni- legt og leyfilegt í dag. Búið er að skipta út þessu hefð- bundna siðferði fyrir annað og nútímalegra siðferði. Það er ekki eins skýrt hvað er rétt og hvað er rangt. Ef enginn er særður þá er allt sem þú gerir í góðu lagi og ef einhver særist þá er það sorglegt frekar en rangt. Við höfum skipt út gamla siðferðinu fyrir þann veruleika að við getum öll gert það sem okkur langar til. Sem dæmi má nefna að ef vinkona manns fer frá eiginmanni og börnum vegna ann- ars manns þá bjóðum við henni út til að tala um hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir hana í stað þess að benda henni á hvaða loforð hún gaf við altarið. I stað þess að horfa gagn- rýnum augum á umhverfi okkar og nágranna þá horfum við á það með augum samkenndar. Á vissan hátt má því segja að við séum öll orðin sjálfselskari en áður því okkar eigin ánægja skiptir mestu. Rétt eins og í siðferði fyrri tíma er HÖFUM OPNAÐ NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUM AÐ HLÍÐARSMÁRA13 í KÓPAVOGI ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOÐ ATH TILBOÐIN CILDA í BÁÐUM VERSLUNUM TANTRA ALLARVHS MYNDIRÁ1250 KR( HVERGIÓDÝRARA) DVDl. stk 3990 DVD 2. stk 6990 DVD 3. stk 8990 ÓTRÚLEGT EN SATT 150 STK. AF TITRURUM Á 500 KR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. ( HVERGI ÓDÝRARA) FIÐRILDI FRÁ 3990 kr SLEIPIEFNI FRÁ 1490 kr EGG FRÁ 1990 kr HÖFRUNGUR 5990 kr JACK THE RABBIT 5990 kr (SEX 1N THE CITY TITRARINN) HLIÐARSMARI13 S. 587-6969 FÁKAFENI11 S. 588-6969 Opið virka daga 12 - 20 Laugardaga 12-18 Draumaveröld kaupalkans Þrátt fyrir að haustkvefið hellist yfir og leggi mann í rúmið er ég í þeirri stöðu, eins og svo margir, að geta ekki bara legið veik og látið aðra vinna verkin. Það er hægt að fara með símann og ferðatölvuna í rúm- ið og svo er unnið eins og maður getur þrátt fyrir slapp- leikann. En svo kemur líka að því að maður er búinn með orkuna og getur ekki unnið meir. Þá er eins gott að hafa rétta lesefnið við hendina. Draumaveröld kaupalkans eftir Sophie Kinsella er ný bók sem mér áskotnaðist. Ég heyrði að hún væri flokkuð sem „skvísu- bók“. Hún fjallar um Re- beccu, unga konu í stór- borg, sem hefur ekkert vit á fjármálum en vinnur samt sem fjármálablaðamaður. Hún er með fjármálin sín í algjörum ólestri og getur ekki hætt að versla. Stúlkunni líður best í búðum, fer þar hamför- um og er alltaf að „spara“ og „græða“ með því að taka endalausum tilboð- um. Það kemur svo að skuldadög- um, veraldlegum sem andlegum. Viðbrögð hennar í kreppunni eru einstaklega skemmtileg og koma á óvart. Þessi bók er tilvalin skemmti- lesning í flensu en um leið er hún fyndin ádeila á neyslusamfélagið þar sem alltaf er verið að halda að okkur gylliboðum frá verslunum og bönkum. Þetta er hreinlega kennslu- bók í því hvernig maður á ekki að fara með peningana sína og hvern- ig á EKKI að spara. Þrátt fyrir að gert sé grín að kaupæði Rebeccu og innihaldslausu lífi kaupalkans þá fá bankarnir líka sinn skammt af ádeilu. Á sama tíma og hún fær loka- viðvaranir frá lánadrottnum er hún líka að fá ómótstæðileg tilboð um ný lán inn um bréfalúguna. „Við hjá Endwich banka viljum bjóða þér, Rebecca - sem útskrift- argjöf - vaxtalausan yfirdrátt að fjárhæð 2.000 pund fyrstu tvö árin á starfsferli þínum.“ Áfram heldur það: „Hvaða þýð- ingu gæti persónu- legt lán hjá Lundún- arbanka haft fyrir þig? Þú gætir hugsan- lega keypt þér nýjan bíl, gert endurbætur á heimilinu... Lundúnar- banki býður lán til að gera nánast hvað sem er - svo nú er að hrökk- va eða stökkva. Með létt- láni frá Lundúnarbanka þarftu ekki einu sinni að fylla út eyðublað. Þjónustu- fulltrúinn sér um þetta.“ Verslunarkeðja sendir bréf: „Það hefur aldrei verið hagkvæmara að versla! í tak- markaðan tíma munum við bjóða AUKA PUNKTA á öll viðskipti ef greitt er með viðskipta- kortinu. Nýttu tækifærið núna og þú færð gjöf í kaupbæti.“ Kaupalkinn stenst ekki svona til- boð og þrátt fyrir að þetta sé skáld- saga þá finnst mér ég oft hafa séð þessi tilboð. Meira að segja þegar kaupalkinn Rebecca liggur í rúm- inu getur hún verið að kaupa og eyða um efni fram. Hún horfir bara á sjónvarpið og pantar vörur í gegn- um síma. Þá mæli ég frekar með minni flensuaðferð. Liggja upp í rúmi með te og þurrkur og lesa skemmtilesn- ingu um fjármál. Þá er maður að spara! Ahtzzzjúú. ■ Kœrkveðja, Sirrý WWW.S1.IS stuldur óásættanlegur en að næla sér í fallegan öskubakka á bar er í góðu lagi. Að sama skapi má gleyma því að benda afgreiðslupiltinum á að hann gleymdi að rukka þig fyr- ir dýru hanskana sem þú verslaðir ásamt öðru. Þetta telst frekar vera heppni en stuldur en fyrir örfáum árum hefði samviskubitið nagað flesta. Það sama gildir um lygar en það er orðið viðurkennt að fólk ljúgi örlítið á ferilskrá, að nýja makan- um og svo má ekki gleyma þessum daglegu lygum sem flestir foreldrar mata börnin sín á. Framhjáhald er eitthvað sem er orðið svo algengt í nútímaþjóðfélagi að flestir kunn- ingja meðalmannsins hafa einhvern tímann haldið fram hjá enda er það ásættanlegt ef þú hittir einhvern sem er fallegri, kynþokkafyllri eða skemmtilegri en núverandi maki. Svona mætti lengi telja og það þarf einungis að skoða okkar nánasta umhverfi til að sjá að siðferðið hefur breyst. Starfsmönnum sem finnast þeir ekki fá nægilega há laun finnst sjálfsagt að draga sér peninga til að jafna sín kjör eða taka heim með sér ýmislegt af vinnustaðnum. Einnig heyrist oft sagt að starfsfólk eigi rétt á tveimur veikindadögum í mánuði og oft gerist það að fólk hringir sig inn veikt einungis vegna þessa réttar. í rauninni má því segja að myndast hafi allt öðruvísi hegðunarmynstur þar sem það er á hreinu hvað er rétt en það er á gráu svæði hvað er rangt þar sem hægt er að komast upp með nánast hvað sem er, svo lengi sem það kemst ekki upp um þig eða hægt er að búa til brandara úr því. ■ svanhvit@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.