blaðið - 02.11.2005, Síða 26
26 I MATUR
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaðið
Kemur sér undan smákökubakstrinum
Fólk borðar minna afsmákökum en það gerði áðurfyrr.
Geirþrúður Kristín Kristjánsdóttir
segist svo stálheppin að eiga tvær
góðar dætur sem baka með henni
smákökur á hverju ári. „Við komum
saman í eina helgi um miðjan des-
ember og bökum fyrir fjölskylduna.
Við höldum þrjú heimili og bökum
einar fimm sortir hugsa ég þannig
að þetta er töluvert magn.“ Annars
segist Geirþrúður reyna eins og hún
geti að losna undan því að gera smá-
kökurnar þar sem dæturnar standa
sig svo vel í þeim bakstri. „Fólk borð-
ar nefnilega minna af smákökum en
það gerði áður fyrr, sennilega vegna
þess að nú er fleira góðgæti á boð-
stólum um jólin.“ Saman fylla þær
Hráefni:
4 eggjahvítur
150 g sykur
125 g marsipan
150 g heslihnetukjarnar, ristaðir
og muldir niður
2 tsk hveiti
Vi tsk lyftiduft
Fylling:
300 g suðusúkkulaði
2 tsk kaffiduft
Vi líter þeyttur rjómi
Aðferð:
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar,
sykrinum blandað smám saman
við og þeytt varlega á meðan.
Marsipanið mulið niður ásamt
heslihnetukjörnunum og blandað
út í hveitið.
Þessu er svo blandað varlega sam-
mæðgurnar þó einar fimmtán dósir
og hvers konar box af smákökum og
dreifa þeim á heimilin þrjú. Smám
saman minnkar þó í þeim og endast
kökurnar nokkrar vikur fram yfir
jól.
Geirþrúður lætur þó til sín taka
þótt hún forðist smákökurnar og
einbeitir sér fremur að stærri verk-
efnum. „Á ári hverju baka ég ávaxta-
jólatertur eins og tíðkast á Bretlandi
en hugsa þarf fyrir þeim fyrir mán-
aðamótin nóvember/desember.“
Hún gerðist einnig svo höfðingleg
að deila einni af hennar bestu upp-
skriftum með lesendum Blaðsins,
njótið vel.
an áður en því er komið í tvö 24
cm form og bakað við 150° í 15 til
20 mínútur.
Fylling:
Súkkulaðið er brætt við vægan
hita og kaffiduftinu bætt við.
Þetta er því næst kælt niður áður
en þeytta rjómanum er bætt sam-
an við.
Fyllingunni skal deilt á milli botn-
anna tveggja og ofan á en einnig
er fallegt að dýfa vínberjum eða
jarðaberjum í súkkulaði og nota
til skreytinga.
ATVINNA
UMBROTSMAÐUR ÓSKAST
í fullt starf hjá Blaðinu
Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir að
ráða umbrotsmann í fullt starf.
NAUÐYNLEG KUNNATTA:
Reynsla af hönnun/
umbroti
Tæknileg þekking:
InDesign
Ulustrator
Photoshop
Umsækjandi þarf
að geta hafið störf
sem fyrst
Umsóknir berist til
steinar@vbl.is
blaðió
Uppskriftabœklingar í áranna rás
Ber matarmenningu vitni
Parið í öðrum bæklingi Osta- og
smjörsölunnar gæðir sér á fondue
og greinilegt að rómantíkin er við
völd.
Osta- og smjörsalan hefur stutt
við bakið á landanum í elda-
mennsku og bakstri með sínum sí-
vinsælu bæklingum. jafnan liggja
þeir við búðarborð verslana fyrir
þá sem hafa áhuga. Eflaust má
lesa margt um matarmenningu ís-
lendinga ef bæklingarnir eru skoð-
aðir frá upphafi enda er líklegt
að þeir hafi að geyma uppskriftir
sem almenningur hafði áhuga á
á þeim tímapunkti. Blaðið komst
í möppu fulla af bæklingum frá
Osta- og smjörsölunni og ákvað
að blaða aðeins í þeim.
Það er leitt að segja frá því að hvergi
kemur fram hvaða ár bæklingarnir
koma út en þeir eru hins vegar núm-
eraðir. Það væri gaman að vita hve
gamall elsti bæklingurinn er en af
forsíðumyndinni að dæma þá er
þó nokkuð síðan hann var gefinn
út. f einum bæklingnum er „fondue"
kynnt vel og rækilega en leiða má lík-
ur að því að þá hafi „fondue“ pottur-
inn verið nýlegur á Islandi enda eru
lýsingarnar á þann veg. f dag, aftur
á móti, þekkir hvert mannsbarn
„fondue" og þarf litlar leiðbeiningar
um útlit pottanna eða notkun.
Aðkeyptir ostapinnar
Að sama skapi má sjá einn eldri
bækling þar sem útskýrt er hvaðan
pizza kemur auk þess sem talað er
um að það sé kominn tími til að fs-
lendingar kynnist þessum ljúffenga
rétti. í dag hafa flestir kynnst pizz-
um og rúmlega það því flestir hafa
hana reglulega á borðum. Einn
bæklingurinn samanstendur af osta-
súpum sem blaðamaður kannast
lítið við að hafa smakkað né heyrt
um þrátt fyrir að margar súpur
innihaldi einhverjar ostategundir.
Gamall bæklingur með fiskréttum
er furðulega nútímalegur og sjá má
að í dag erum við enn að nota svipað-
ar uppskriftir. í bæklingnum er til
dæmis fiskur í ofni með bræddum
osti sem flestir kannast við. Enn
annar bæklingurinn kallast smárétt-
ir og þar má sjá ýmsar útgáfur af
ostapinnum. f dag telst það heldur
mikil fyrirhöfn að búa til ostapinna
fyrir veislur og oftar en ekki eru þeir
aðkeyptir.
Samfélagið krefst holl-
ari uppskrifta
Þegar bæklingarnir allir eru skoð-
aðir má sjá að sumt er alltaf vinsælt
og því eru til nokkrir bæklingar
sem fjalla um sama hlutinn eins og
„fondue“, pizzu, kotasælu, súpur og
smárétti. 131. bæklingnum er fjallað
um ostakökur sem virðast þá vera
orðnar vinsælar enda er minnst á að
nú geti allir bakað ostakökur. f 34.
bæklingnum hefja salötin innreið
sína og maður veltir fyrir sér hvort
aukin umræða um hollustu matar-
æðis eigi þar hlut að máli. 138. bæk-
lingnum er einblínt á kotasælu auk
þess sem sú nýbreytni lítur dagsins
ljós að minnst er á hitaeiningafjölda
í tveimur réttum. Vekur það grun
um að samfélagið vilji í auknum
mæli hollara mataræði.
ar ostategundir fljóta með
bæklingi 53 lítur kjúklingur allt
í einu dagsins ljós og sá bæklingur
samanstendur einungis af kjúklinga-
réttum. Sérstaklega áhugavert var
að skoða bækling númer 69 þar sem
og eggaldin (zucchini) var greini-
lega orðinn þáttur í matarmenningu
fslendinga og er því heill bæklingur
tileinkaður því. 89. bæklingurinn
er uppfullur af uppskriftum sem
innihalda skel- og krabbadýr og
tiað er spurning hvort fiskimenning
slendinga hafi færst upp á annað
plan um þær mundir sem bækling-
urinn kom út. Laxinn fékk að njóta
sín í bæklingi númer 94 og eflaust
var mikil eftirspurn eftir honum.
Nýjar ostategundir virðast líka hafa
fengið að fljóta með í áranna rás
eins og ricotta ostur og mozzarella-
ostur. Þegar bæklingarnir allir eru
skoðaðir þá má sjá nokkur nöfn sem
eru ekki á hvers manns vörum þessa
dagana eins og plúmkaka, kúmen-
ostur, kjarnaostur, blúndubuxur,
welsh rabbit og fleira. En ljóst er að
bæklingarnir hafa án efa glatt mörg
hjörtu og marga maga í áraraðir
svanhvit@vbl.is