blaðið - 02.11.2005, Page 28

blaðið - 02.11.2005, Page 28
28 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 blaöiö Saga sögð af hógvœrð Höfuðlausn er titillinn á nýrri skáldsögu Ólafs Gunnarssonar. Að- alpersóna bókarinnar er Jakob sem verður aðstoðarmaður og bílstjóri leikara ogkvik- myndagerðar- manna sem eru að kvikmynda Sögu Borgarætt- arinnar árið 1919. »Ég fékk hug- myndina að þess- ari sögu árið 1997,“ segir Ólafur. „Þá hóf ég tilraun til að vinna hana og skrif- aði heilmikið en ég fann aldrei réttu að- ferðina við að segja söguna. Ég lagði sög- una til hliðar og reyndi nokkrum sinnum að taka hana upp en það gekk ekki fyrr en fyrir ári. Þá vissi ég hvernig ég átti að fara að þessu.“ Stíllinn á þessari bók er áberandi hóg- vær og látlaus, sem virðist vera með- vituð aðferð. „Já, ég vann þessa sögu meðvitað í hógværum stíl og það var einmitt þessi aðferð sem gerði mér kleift að skrifa bókina. Ég get tekið dæmi úr Egilssögu þar sem segir á einum stað: „Veður voru stormasöm“. Hvað sjáum við fyrir okkur? Við sjáum ís- land, hafið, klettana, skerin. Samt er engu lýst. í Höfuðlausn féll ég ekki í þá freistni að lýsa hlutum af ákefð. Þetta er saga sem er samin með hliðsjón af íslendingasögunum og vissri tegund af sjálfs- ævisögum og ég gjóa líka augunum að Inn- ansveitakróniku.“ Var aðalpersóna bókarinnar raun- verulega til? „Faðir minn vann sem að- stoðarmaður og bílstjóri þegar kvikmyndin var gerð en að öðru leyti er ekkert sama- semmerki milli hans og aðalper- sónunnar. Hins vegar var þetta starf eitt af eftirminnilegustu tímabilum í lífi föður míns þegar hann var ungur maður. Það var ekkert mikið um að vera og allt í einu kom kvikmynda- lið sem hann fór að vinna með og það var mikið upplifelsi fyrir hann. Þegar ég var drengur fór ég ásamt föður mínum og móður saman í Nýja bíó þegar Saga Borgarættarinn- ar var endursýnd árið 1960. Þetta var mikill atburður og við vorum öll í okkar fínasta pússi.“ Var ekkert erfitt að setja raunveruleg- ar persónur inn í söguna oggera þær lifandi, eins og Gunnar Gunnarsson, Mugg og Þorstein Eggertsson? „Nei, það vafðist ekkert fyrir mér. Ég hafði heyrt sagt frá þeim og þeir spila ekki aðalrullu í bókinni. Sem sögupersónur eru þeir miklu frekar í sögunni eins og raunverulegt fólk sem þú gætir umgengist eins og hvern annan.“ Ertu farinn að hugsa um næstu bók? „í mörg ár hef ég verið með í hug- anum skáldsögu sem er byggð á heimsókn breska landkönnuðarins Richard Burtons til Islands. Hann kom hingað sumarið 1873 og skrifaði bók um Islendinga sem heitir Ultima Thule. Ég hef í ein sjö eða átta ár verið að skrifa búta um ævi þessa manns sem var spennandi týpa. Höfuðlausn markar endalaok ákveðins skeiðs hjá mér. Ég sagði við Thor Vilhjálmsson á dögunum að nú væri kominn tími til að taka stóra skriðdrekann og ræsa hann upp á nýtt. Thor sagði að það væri upplagt að skipta um belti á honum, smyrja vel alla ása og drífa hann í gang.“ ■ Leikhúsdómur - Woyzeck Töíraheimur leikhússins Ingvar E. Sigurðsson og Nína Dögg í hlutverkum sínum sem Woyzeck og María Leikhópurinn Vesturport gerði garðinn frægan fyrir óvenjulega uppsetningu á leikriti Shakespe- ars, Rómeó og Júlía, fyrir nokkr- um árum. Má segja að þar hafi íslenskt leikhús gengið í endur- nýjun lífdaga og sjaldan sem inn- lend uppsetning hefur hlotið jafn mikið lof erlendis eins og í því tilviki. Á föstudaginn frumsýndi svo hópurinn í Borgarleikhúsinu nýjustu afurð sína Woyzeck, eftir Georg Buchner í þýðingu Jóns Atla Jónassonar í leikgerð Gísla Arn- ar Garðarssonar. Gísli leikstýrði einnig verkinu. Þar segir frá verka- manninum Woyzeck, leiknum af Ingvari E. Sigurðssyni, sem fyrir utan að stunda sína vinnu á af- ar ómanneskjulegum vinnustað dreymir um ekkert annað en að fá að njóta ásta unnustu sinnar Mar- íu, leikinni af Nínu Dögg Filippus- dóttur. En umhverfið og aðstæður eru honum óvinveittar. Manneskj- an er breysk og Maria þráir meira en bara ást og að lokum fellur hún fyrir hinum valdamikla yfir- manni Woyzecks sem Björn Hlyn- ur Haraldsson leikur. Það verður upphafið að harmleik Woyzeck og Maríu og sakleysisleg ást umbreyt- ist í andstæðu sína - afbrýðissemi, öfund og hatur. Þó söguþráður verksins gangi út frá hinum sígilda ástarþríhyrningi ★★★★ Woyzeck eftir Georg Biichner Leikhópurinn Vesturport sýnir í Borgarleikhúsinu Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson. Þýðing: Jón Atli Jónasson Helstu leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Harpa Arnardóttir, Jóhannes Níels Sigurðsson, Erlendur Eiríksson og Víkingur Kristjánsson. hoskuldur@vbl.is og er í raun frekar einfaldur verður það sama ekki sagt um uppsetning- una sjálfa. Þar eru möguleikar og töfrar leikhússins notaðir til hins ítrasta með blöndun ólíkra tjáning- arforma. Má jafnvel segja að stigið sé út fyrir hinn ósýnilega fjórða vegg og áhorfendur og áhorfenda- rými sé hluti af sjálfu leikrýminu líkt og sviðið sjálft. Leikarar ganga á svið úr lofti, upp úr gólfinu og jafnvel úr sjálfum áhorfendasaln- um svo fáein dæmi séu tekin. Mörg atriði eru einstaklega áhrifamikil líkt og innkoma Björns Hlyns sem og ástarsena hans og Nínu Dagg- ar. Tónlistin skipar veigamikinn sess í leikritinu og er samin af hinum velþekkta tónlistarmanni Nick Cave. Þetta er blanda af hefð- bundinni rokktónlist, ballöðum og einföldum lagstúfum og ekki hægt að segja að tónsmíðarnar valdi vonbrigðum. Þvert á móti gefa þær leikritinu aukinn kraft og undirstrika oft á einstaklega vel heppnaðan hátt persónur verks- ins. Leikmynd verksins er einnig vel úr garði gerð. Hin köldu rör verksmiðjunnar togast á við grasi- lagt sviðið líkt og heimarnir tveir í verkinu. Notkun vatns er einnig áberandi og í sérstökum vatnstönk- um eiga sér stað tvö afdrifaríkustu atriði verksins þ.e. framhjáhald Maríu og morðið á henni. Eins og við er að búast hvílir mesti þungi verksins á persónu Woyzecks sem Ingvari tekst vel að koma til skila. Hann er hinn undir- okaði maður sem i heimi afkasta og stéttaskiptingar á sér varla við- reisnar von gegn þeim sem hafa all- an heiminn innan seilingar. Nína, í hlutverki Maríu, er svo þetta sak- lausa blóm sem þráir ekkert meira en að öðlast frelsi frá þrúgandi hversdagsleikanum. Eitthvað sem Woyzeck getur ekki boðið henni. Nína kemst vel frá hlutverkinu og skilar ágætlega þessum innri átök- um Maríu milli sakleysis og losta. Helsti styrkur verksins, þ.e. kraftur þess og fjölbreytni, verður þó einnig helsti ljóður þess. Þann- ig víkur söguþráður og frekari persónusköpun fyrir sjónrænum uppákomum og tónlistaratriðum. Öll meiriháttar umskipti verksins og framvinda þess verða fyrir vik- ið eilítið snubbótt. Eins var hlut- verk læknisins í verkinu ekki alveg nógu skýrt og virkaði persóna hans hálf utanvelta og í engum takti við meginþráð verksins. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.