blaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaöÍA
Glæsilegt
úrval
af náttfatnaði
fvrir dömur
Opnunartími
mán-fös. 10-18
laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
200 Kópavogi
Sími 554 4433
Auglýsingadeíid 510-3744
blaóió
Uppgötvanir íslenskrar erfðagreiningar
vekja athygli
Hlutabréfaverö
deCODE tekur
kipp upp á við.
Hœkkunin undanfarið ár nemur 40%.
Fregnir af birtingu á rannsóknar-
árangri íslenskrar erfðagreiningar
hafa vakið talsverða athygli erlend-
is, bæði í almennum fjölmiðlum og
ekki síður í sérfræðifjölmiðlum.
{ grein eftir vísindamenn og sam-
starfsaðila íslenskrar erfðagrein-
ingar, sem birt var í fræðiritinu Nat-
ure Genetics á fimmtudag, var lýst
uppgötvun á erfðabreytileika, sem
tengist auknum líkum á hjartaáföll-
um. Sérstaklega vekur athygli að
þó þessi breytileiki sé frekar fátíður
meðal bandarískra svertingja eykur
hann líkur á hjartaáfalli um 250%
meðal þeirra, sem hann bera. Með-
al íslendinga og hvítra Bandaríkja-
manna er hann algengari, en ekki
nærri jafnlíklegur til þess að valda
hjartaáfalli. íslensk erfðagreining
hyggst framleiða próf til þess að
kanna hvort menn hafi þennan
erfðabreytileika eða ekki, auk þess
að framleiða hjartalyf, til þess að
minnka líkurnar á að fólk í þessum
áhættuhópi verði hjartaáfalli að
bráð.
Áhrif þessara fregna kunna
einnig að hafa gætt í gengi hlutabréfa
í deCODE Genetics (NasdaqrDCGN),
móðurfélags íslenskrar erfðagrein-
ingar. Þannig steig verðið alla und-
anfarna viku úr rétt rúmum 8,50
Bandaríkjadölum í 9,70 dali. Hækk-
unin var að mestu komin fram þeg-
ar fregnirnar bárust, sem kann að
benda til þess að þær hafi verið farn-
ar að kvisast út. Ekki lágu þó mikil
viðskipti að baki þessari hækkun,
en talsverð viðskipti urðu á fimmtu-
dag, áður en fyrirtækið tilkynnti
um birtingu fræðigreinar í Nature
Genetics, þar sem rannsóknarniður-
stöðurnar voru kynntar. Á föstudag
voru viðskiptin svo nokkru fjörlegri
og endaði verðið, sem fyrr segir, í
9,70 Bandaríkjadölum.
Hlutafjárgengi deCODE Genetics
undanfarið ár hefur verið nokkuð
sveiflukennt. Það dalaði talsvert í
vor, en hefur náð sér verulega á strik
í sumar og nemur árshækkunin 40%
eftir hækkunina fyrir helgi. ■
Blaöiö/Steinar Hugi
Hreyfill:
Lögregla sýndi
mjög góð viðbrögð
Leigubílastöðin Hreyfill hefur sent
frá sér yfirlýsingu vegna frétta af
illri meðferð lögreglu á einum leigu-
bílstjóra fyrirtækisins. Forsaga
málsins er sú að bílstjórinn kallaði
eftir lögregluaðstoð vegna konu sem
hótaði honum með byssu, sem síðar
kom í ljós að var gervibyssa. Sérsveit
lögreglunnar kom á staðinn og hand-
tók konuna, og raunar bílstjórann
líka sem mótmælti þeim aðferðum
sem notaðar voru til að yfirbuga kon-
una. Hreyfill tekur í yfirlýsingunni
heilshugar undir sjónarmið lögregl-
unnar í málinu. Sú töf sem varð á
því að aðstoð barst er alls'ekki lög-
reglu að kenna segir í yfirlýsingunni,
heldur má rekja hana til misvísandi
leiðbeininga bílstjórans. Hann bað
um aðstoð við Orkuhúsið og var
talið að hann ætti við nýjar höfuð-
stöðvar Orkuveitunnar, en ekki þær
gömlu. Hann tilkynnti heldur ekki
strax um að konan væri vopnuð en
Hreyfill kom þeim upplýsingum á
framfæri eins fljótt og auðið var svo
lögregla gæti brugðist við á réttan
hátt.
Gagnrýndi framgöngu lögreglu
Bilstjórinn hefur einnig gagnrýnt
framgang lögreglu á staðnum harð-
lega en Hreyfils-menn segja að
flestir bílstjórar séu sammála um
að hárrétt hafi verið brugðist við.
Þeir segja skilning ríkja um það
að tryggja þurfi með öllum ráðum
öryggi á vettvangi og ekki sé líð-
andi að einhver annar en lögreglan
stjórni þeim aðgerðum. Einnig er
tekið fram í tilkynningunni að öll-
um megi vera ljóst að sé reynt að
hindra lögreglu í starfi megi viðkom-
andi búast við að verða handtekinn.
Að endingu segir: „Viljum við þakka
lögreglunni fyrir mjög góð viðbrögð
og hörmum þær yfirlýsingar sem
bílstjórinn hefur ítrekað látið hafa
eftir sér í fjölmiðlum um störf lög-
reglunnar." ■
mui
NR.1 í AMERlKU
SILYMARIN
LIFRARHREINSUN
GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI
Ein af tíu best myndskreyttu
barnabókunum í Bandaríkjunum
Bókin Hænur eru hermikrákur er
nýútkomin hjá bókaforlaginu Sölku.
Hún er eftir Bruce McMillan og
heitir á frummálinu The problem
with Chickens. Myndskreytingar
1 bókinni eru eftir íslensku mynd-
listarkonuna Gunnellu og er sagan
tilnefnd af New York Times sem
ein af 10 best myndskreyttu barna-
bókunum sem út koma þar í landi
í ár. Blaðamaður NY Times fer fögr-
um orðum um bókina og ekki síst
myndirnar. í greininni kemur fram
að rithöfundurinn hafi heillast svo
af málverkum Gunnellu að hann
hafi ákveðið að skrifa sögu út frá
myndaröð listakonunnar. Hún mál-
aði svo fleiri myndir til að fylla inn í
söguþráð McMillans. ■
Bruce McMillan
Gunnellu
Sigurður A. Magnússon
SKJALASKANNAR
Meiri gæði ■ Meiri hraði • Minna álag
Nýju skjalaskannarnir frá Canon gera þér kleift að
skanna hraðar án þess að tapa gæðum. Þannig
nærðu þeim tímamörkum sem þú setur þér.
Canon DR2050C
Nettur skanni sem skilar góðum hraða
og gæðum
• Frumritamatari: 50 bls.
■ Afköst: 25 bls. á mín. í svörtu og lit.
■ Upplausn: 600 dpi.
• Gráskala- og litskönnun.
Tilboðsverð 49.900 kr.
Listaverð 69.900 kr.
Canon DR2580C
Skörp og hraðvirk skönnun í lit og „duplex"
■ Frumritamatari: 50 bls.
■ Afköst: 25 bls. á mín. í svörtu og lit.
■ Upplausn: 600 dpi.
• Gráskala- og litskönnun.
• Tenging: USB 2.
Tilboðsverð 67.500 kr.
Listaverð 89.900 kr.
Canon DR3080C
Hraði og gæði í fyrirrúmi
• Frumritamatari: 100 bls.
■ Afköst: 40 bls. á mín. í svörtu og lit.
• Upplausn: 300 dpi.
• Gráskala- og litskönnun.
• Tvíhliða (duplex) skönnun.
• Tenging: SCSI 2/USB 2.0.
Tilboðsverð 209.900 kr.
Listaverð 269.900 kr.
NÝHERJI
Nýherji hf. • Borgartúni 37 ■ 105 Reykjavík ■ Sími 569 7700 ■ www.nyherji.is