blaðið - 14.11.2005, Side 26

blaðið - 14.11.2005, Side 26
34 I KVIKMYNDIR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 blaöÍA OKTOBERBIOFEST www.icelnndtilmlestival.is Crónicas • Sýnd kl. 6 Spænskt tal/enskur tcxti Kung Fu • Sýnd kl. 6 Enskur texti Hostcl * Sýnd kl. 8 Enskt tal 26. október -14. nóvember Dravviny Restraint 9 • Sýnd kl. Enskt tcxti Separate Lies • Sýnd kl 10.20 Enskt tal/islenskur texti Adams Æbler • Sýnd kl 10.20 Danskt tal/ðtextuð Kimnniii Sýnd kl. 5.30 og 8 Þetta var hið fullkomna fri þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjoðheit spennurnynd moð ofurtoffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Sýnd kL 5.40,8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára l 400 kr. í bíó! Glldlr á allar sýnlngar merktar með rauðu PFIR VORU LEIOOIR I GILDRU... NU ÞARF EHVHVER AÐ GJALDA! bara lúxus IfÖURBttOTHSr^ ^ Horku spennumynd Ira icikstiora '2 fasl, 2 furious" og Hoyi n thc Hood" , Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 bxi6 I Sýnd kl. 5:30, 8 oq 10:20bJ. 16.. U llf ft.MÖI ★ ★ ★ ★ # Svnd kl. 5:30 y. 16 THE h DESŒNT X Syndkl. 10:20 ki.lt bhétUM atrglfets holmlMi m.S^Sojli tihar ifeMt klt UgMk>IZ«n IOL5JO Ný plata frá Madonnu Tónlistarkonan Madonna, eða Madonna Louise Veronica Ciccone eins og hún heitir fullu nafni, er að gefa út sína tíundu stúdíóplötu í dag. Platan ber nafnið Confessions on a dance floor og er það Warn- er sem gefur út. Fyrsta smáskífu- lagið, Hung Up, er farið að hljóma á útvarpsstöðum og hefur vakið mikil og jákvæð viðbrögð um allan heim. En það bendir allt til þess að þetta verði stærsta plata Madonnu í langan tima. 1 laginu er bútur úr gamla ABBA-smellnum Gimme gimme gimme notaður, og er það mjög í anda gamla diskósins, enda er Madonna að vitna mjög í þá ste- fnu á nýju plötunni sem er vægast sagt mjög dansvæn. Hún hélt eina einkatónleika í síðustu viku í Lund- únum, þar sem einungis verðlauna- hafar úr samkeppni sem haldin var fengu miða. Segir Madonna að hún sé að skoða alla möguleika og undir- búa tónleikahald á næsta ári um all- an heim. Þema tónleikaferðarinnar verður að sjálfsögðu diskó. Ný plata með Siggu Beinteins Tvöföld ferilsplata með Siggu Beinteins kom út á föstudag- inn en Sigga hóf fyrst upp raust sína árið 1980. Nú 25 árum síðar telja vinsæl lög sem hún hefúr sungið inn á plötur marga tugi en á þessari glæsilegu plötu eru 30 þeirra, þar af tvö ný lög. Sigga hóf ferilinn í ýmsum hljómsveitum en þegar hljómsveitin Kikk náði að fanga athygh fólks varð ekki aftur snúið. Upp úr því bauð Björgvin Halldórsson henni að syngja með HLH flokknum í laginu Vertu ekki að plata mig og leiðin lá beint upp á við eftir það. Sigga er oftast kennd við hljómsveit- ina Stjórnina en hefur einnig gefið út fjölda sólóplatna, nú síðast árið 2003. Ekki má heldur gleyma aðkomu hennar að Idol-Stjörnuleit. Lagalistinn inniheldur flesta af stærstu smellum Siggu og má þar nefna: Hver trúir mér?, Ég vil snerta hjarta þitt, Þú, Ég og þú og ó, jesú bróðir besti og að sjálfsögðu Vertu ekki að plata mig. Kvikmyndin Elizabethtown i bíó Nýjasta kvikmyndin frá leikstjóran- um Cameron Crowe er nú komin út. Crowe hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Jerry Maguire, Almost Famous og Vanilla Sky. Myndin hefur fengið góða dóma og er hér um mjög persónulega mynd að ræða fyrir Cameron Crowe enda er myndin tileinkuð minningu föð- ur hans. Það eru þau Orlando Bloom (Lord of the Rings, Kingdom Of Heaven) og Kirsten Dunst (Spider- Man) sem fara með helstu hlutverk í myndinni. Auk þess fer Óskarsverð- launahafinn, Susan Sarandon, með aukahlutverk í myndinni og hefur hún fengið mjög góða dóma fyrir hlutverk sitt í myndinni. Myndin fjallar um Drew Baylor (Orlando Bloom) sem þarf að taka pokann sinn þegar hann klúðrar markaðssetningu á nýjum íþrótta- skóm. Á sama degi fær hann fréttir af andláti föður síns. 1 kjölfarið ákveður hann að leggja af stað í ferða- lag til Elizabethtown í Kentucky til að hitta ættingja sína og heimsækja æskuslóðir föður síns. Á leiðinni hittir hann lífsglaða og bjartsýna flugfreyju, Claire (Kirsten Dunst), sem gefur honum nýja sýn á lífið. Myndin er uppfull af ógleymanlegri tónlist enda hefur Cameron Crowe mikið vit á tónlist. Ef til vill ekki skrítið þar sem hann vann fyrir tón- listartímaritið Rolling Stone á yngri árum. Myndin er sýnd í Sambíóun- um. ■ Sýning í Kling & Banggalleríi Innsýn í plöntuheim 1 dag hefst sýning Unnars Arnar J. Auðarssonar „Miðgarður - Blárauð- ur - Afgirtur reitur“ í Kling & Bang galleríi. Á sýningunni veitir Unnar áhorfendum sköpunarverk, útpælt og sniðið til handa áhorfandanum. Inn af ganginum er kjallaraher- bergið smekkfullt af pottaplöntum sem fengnar hafa verið að láni frá fólki úti um allan bæ. Sýningargestum er meinaður að- gangur að þessu herbergi og þangað sést aðeins inn um gægjugöt: Lok- aður leynigarður, fullur af lífi en þó viðkvæmur bæði vegna þess að sköpun hans er tilbúningur og ljósið sem plönturnar reiða sig á ónáttúru- legt. Eins og með öll pottablóm eiga plönturnar rætur að rekja langt frá íslenskum heimilum sínum, til hitabeltisskóga, eyðimarka og tempraðra hluta heimsins. Þetta eru plöntur sem þurfa ást og umhyggju, ákveðið hita- og rakastig, að vera burt frá súgi og trekki og ákveðna lýsingu til að lifa. fá þær aftur og læra að meta þær að nýju. Traust þeirra til Unnars er verðskuldað því Unnar er eini maðurinn sem ég veit um sem hef- ur plantað akarni í jógúrtdollu og tekist að rækta lítið eikartré. Hann mun ekki íþyngja plöntunum með ónauðsynlegri umönnun og veseni heldur gefa þeim það sem þær þurfa. Eikin óx í venjulegri mold en ekki safnhaugamold, eins og akarnið hafi skotið rótum þar sem það datt úr trénu. Pottablómin í vörslu hans munu þjást nóg til að þrífast og þrá lífið. í öllum verkum Unnars sættir hann sig við að ómögulegt er að hafa stjórn á öllum aðstæðum og þess í stað velur hann að skapa ákveðin mörk til að starfa innan. Með því að öðlast traust þeirra sem hafa lánað honum plönturnar og traust stofn- unarinnar þar sem rýminu er snúið á rönguna, sýnir hann þetta sama traust til sýningargestanna sem koma inn i umhverfið og hitta fyrir strengina og stoðirnar. Grænirfingur Unnars Þeir sem hafa lánað Unnari plönt- urnar sínar hafa sætt sig við tómið sem þær skilja eftir sig á heimilum þeirra og munu gleðjast yfir að Kling & Bang gallerí er opið fimmtu- daga til sunnudaga frá klukkan 14 -18. Aðgangur er ókeypis og eru allir vel- komnir. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.