blaðið - 16.11.2005, Side 2

blaðið - 16.11.2005, Side 2
1 OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] 2 I IKWLEWDAR FRÉTTIR_________ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 200S blaðiö Kjarasamningar: Samkomulag í höfn Samkomulag náðist í gœr milli Alþýðusambands íslands og Samtaka atvinnulífsins, með þátttöku ríkisstjórnarinnar, um aðgerðir sem tryggja eiga að kjarasamningar haldi. BlaÖiÖ/lngó Skrifað undir samkomulagið í húsnæði Alþýðusambands íslands í gær. Landsbankinn Kaupir írskt verðbréfa- fyrirtæki Landsbankinn tilkynnti í gær að hann hefði fest kaup á írska verðbréfafyrirtækinu Merri- on Capital. Bankinn eignast þegar í stað 50% í Merrion en eftirstandandi hluta á næstu þremur árum. Heild- arverðmæti Merrion er um fjórir milljarðar en verðmiðun í síðari hluta fjárfestingarinn- ar ræðst af rekstrarárangri verðbréfafyrirtækisins á næstu árum. Áædaður hagnaður Merrion árið 2005 er um hálfur milljarður fyrir skatta. Fram kemur í fréttaskeyti frá Lands- bankanum að með kaupunum felist tækifæri fyrir bankann að þróa enn ffekar verðbréfamiðl- un í Evrópu og að verða virkur þátttakandi á Irlandsmarkaði. Kaupin munu verða fjármögn- uð með eigin fé Landsbankans. Uppsögn kjarasamninga hefur vofað yfir að undanförnu, þar sem verð- bólga sfðustu tólf mánaða hefur ver- ið yfir þeim mörkum sem forsendur kjarasamninganna miðuðu við. Sam- kvæmt samkomulaginu sem gert var í gær munu launþegar fá 26 þúsund króna eingreiðslu strax í desember og 0,65% viðbótarlaunahækkun eftir rúmt ár. I yfirlýsingu frá ríkistsjórn- inni í gær kom einnig fram að atvinnu- leysisbætur verða hækkaðar verulega, ásamt því að létt verður á örorkubyrði lífeyrissjóða og staðan milli einstakra sjóðaverðurjöfnuð. Lágmarksatvinnu- leysisbætur fyrstu tíu dagana hækka í 96 þúsund krónur úr 93 þúsund krón- um. Atvinnuleysisbætur verða einn- ig í fyrsta sinn tekjutengdar. Fyrstu þrjá mánuðina sem einstaklingur er atvinnulaus fær hann 70% af fyrri tekj- um sínum, en þó aldrei meira en 170 þúsund krónur á mánuði. Aðkoma ríkisstjórnar Ríkisstjórnin hefur jafnframt ákveð- ið, í samstarfi við aðila vinnumarkað- arins, að hefja sérstakt átak til þess að efla starfs- og endurmenntun ófaglærðra, einstaklinga með litla menntun og einnig stendur til að bæta stöðu erlends vinnuafls. Áætl- aður kostnaður af þessum aðgerðum mun nema 100 milljónum á næsta ári. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur einnig ffam að hún muni leggja fram frumvarp um starfsmannaleigur áður en Alþingi fer í jólafrí. Þokkalega ánægðir „Við erum þokkalega ánægðir með þessa niðurstöðu,“ segir Gylfi Arin- bjarnarson, framkvæmdastjóri ASl. „Áuðvitað hefðum við viljað ganga lengra á sumum punktum, en þegar á heildina er litið teljum við þetta vera mjög ásættanlega niðurstöðu fyrir fé- lagsmenn okkar. Að taka upp talsverða hækkun bóta og ekki síður tekjuteng- ingu atvinnuleysisbóta eru atriði sem við höfum lagt mikla áherslu á. Við telj- um að til þess að skapa hér sátt í þjóðfé- laginu þá verði samfélagið einfaldlega að axla byrðar af því að atvinnulaust fólk hafi betri afkomutryggingu held- ur en er í núverandi kerfi.“ Gylfi segir örorkubæturnar hafa verið ASl mikið áhyggjuefni. „Fólk á hinum almenna markaði er ekki með ríkisábyrgð á sín- um lífeyrisréttindum, eins og starfs- menn ríkisins njóta. Aukin byrði sjóð- anna vegna aukinnar örorku hefur komið fram í því að við höfum þurft að lækka rétt til eftirlauna til að mæta þessum útgjaldaauka. Við höfum fært fyrir því veigamikil rök að ríkið eigi að koma að þessu. Þetta er ekki vinnumarkaðslegt vandamál heldur samfélagslegt. Yfirlýsing ríkisstjórnar- .innar er því mjög mikill landvinning- ur fyrir þá sjóði sem eru á vettvangi ASÍ. Við erum einnig ánægðir með yfirlýsingu ríkisstjórnar sem snýr að starfsmannaleigum. Við teljum að út- færslan og aðkoma stjórnvalda skapi þessu vonandi þann trúverðugleika að það sé hægt að ná hér betri stjórn á þróun efnahagsmála. Með þessu er verið að reka traustari stoðir undir að það verði mögulegt, en við skoðum þessi mál aftur að ári.“ Kópavogur: Einbýlishúsalóðir á 11 milljónir Kópavogsbær hefur auglýst til úthlut- unar byggingarrétt á lóðum á Kópa- vogstúni. Ljóst þykir að eftirspurn verður mikil eftir einbýlishúsalóð- um enda aðeins 13 lóðir í boði á þess- um eftirsóknarverða stað. Verðið á lóðunum er eftir því og fyrir sjávar- lóð þarf að reiða fram að minnsta kosti 17,1 milljón í gatnagerðar- og yfirtökugjöld að því er fram kemur í auglýsingu frá bænum. Sjávarlóðirn- ar eru 5 og þar má reisa 1 hæðar ein- býlishús að hámarki 230 fermetrar að grunnfleti. Ekki er gert ráð fyrir kjallara undir húsunum. I fyrirhug- uðu hverfi munu einnig rísa parhús, tveggja hæða fjórbýlishús og nokkur 4-5 hæða fjórbýlishús. Uppbygging hverfisins hefur valdið nokkrum kurr meðal íbúa vesturbæjar Kópa- vogs, ekki síst íbúa Kópavogsbraut- ar, en útsýni þeirra yfir Kópavoginn mun óhjákvæmilega skerðast nokk- uð. Umsóknarfrestur rennur út þann 23. nóvember nk.. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting banka eða lána- stofnunar á greiðsluhæfi upp á 35 milljónir króna, fyrir þá sem sækj- ast eftir einbýlishúsalóð. Eðlilegt verð fyrir svona lóð Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, vill lítið tjá sig um þetta verð. Hann bendir á að lóðir hafi far- ið fyrir svipað verð á uppboðum í nær- liggjandi sveitarfélögum þó hann vilji ekki tjá sig um að það sé ástæðan fyr- ir þessu verði. „Þetta eru örfáar lóðir og við teljum þetta bara eðlilegt verð. Við vitum að þetta verða eftirsóttar lóðir og margar umsóknir munu ber- ast. En ég vill ekki tjá mig um þetta að öðru leyti, umsóknarfresturinn rennur út í næstu viku, og við sjáum hvað setur þá.“ ■ Neysluvenjur unglinga: Sumarið eftir 10. bekk er áhættutími Lýðheilsustöð og Rannsóknir & greining kynntu í gær niðurstöður kannana á notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna meðal fram- haldsskólanema. Könnunin er ein sú stærsta sem gerð hefur verið hér á landi og náði hún til um 11.000 nemenda í 30 skólum um allt land árið 2004. Dr. Inga Dóra Sigfúsdótt- ir kynnti efni skýrslunnar en í henni kom margt forvitnilegt í ljós. Sumar- iðeTtir 10. bekkvirðist vera sérstakur áhættutími fyrir ungt fólk á íslandi. Sami hópurinn var borinn saman vorið 2004, þegar nemendur voru að klára 10. bekk, og aftur haustið 2004 þegar þeir voru að hefja nám í fram- haldsskóla. Undanskildir eru þó þeir sem ekki fóru í framhaldsskóla. Áthugað var hverjir reyktu og í ljós kom að tæplega 12% þeirra gerðu það um vorið, en rúmlega 15% um haust- ið. Einnig kemur fram að mun fleiri framhaldsskólanemendur reykja, ef annað eða báðir foreldrar reykja. Ef tölur frá 2004 eru bornar saman við tölur frá 2000 kemur í ljós að færri strákar í framhaldsskóla reykja árið 2004, en lítil breyting hefur orðið á meðal stúlkna. Á einnig við um áfengi og fíkniefni Sumarið eftir 10. bekk er einnig var- hugavert ef litið er til áfengisneyslu, en 48% nemenda í 10. bekk höfðu orðið drukknir að minnsta kosti einu sinni um ævina. Þegar sami hópur var spurður sömu spurningar um haustið höfðu 66% þeirra drukk- ið áfengi a.m.k einu sinni. Þeir sem höfðu orðið dukknir a.m.k. einu sinni síðasta mánuðinn fjölgaði einnig, en 26% höfðu orðið það um vorið, á móti 53,4% um haustið. Önn- ur fíkniefni eru ekki undanskilin hvað þetta varðar. 9% 10. bekkinga höfðu prófað hass, en talan fer í 12,7% um haustið. ■ KROSSTRÉ EFTIRJÓN HALLSTEFÁNSSON KRONPRINS ISLENSKU SAKAMALASOGUNNAR ERFÆ „KROSSTRÉ ER SÉRLEGA VEL SKRIFUÐ BÓK ★ ★★★ Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „SAGAN ER ALGER NAUTN OG MAÐUR ÖFUNDAR BARA ÞÁ SPENNUFIKLA SEM EIGA EFTIR AÐ LESA HANA“ Silja Aflalsteinsdóttir, TMM „HÖRKUSPENNANDI,. GLÆSILEG SAKAMALASAGA" I ★ ★ ★ ★ Páll Baldvin Baldvinsson f' BJARTUR C3 Heiðskírt (^Léttskýjaí ^ Skýjað ^ Alskýjaö ,• ^ Rigning, litilsháttar //ý Rigning ? t Súld 'L Snjókoma * Jj Slydda ijj Snjóél ! Amsterdam 07 Barcelona 16 Berlín 05 Chicago 0 Frankfurt 05 Hamborg 05 Helsinki 02 Kaupmannahöfn 05 London 07 Madrid 11 Mallorka 16 Montreal 15 New York 18 Orlando 18 Osló 04 París 07 Stokkhólmur 01 Þórshöfn 01 Vín 08 Algarve 18 Dublin 06 Glasgow 06 Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands Á morgun -i’ / //

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.