blaðið - 16.11.2005, Síða 4

blaðið - 16.11.2005, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ Neysluvísitala: Spá hækkun á bensínverði Vísitala neysluverðs í desember- mánuði mun hækka um o,i% og tólf mánaða verðbólga mun verða um 3,9% og færast nær verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans. Þetta kemur fram í Vegvísi Greiningardeildar Landsbank- ans. Þar er því einnig spáð að matvælaverð muni breytast lítið milli mánaða sökum vax- andi samkeppni yfir jólavertíð- ina. Þá gerir Greiningardeildin ráð fyrir um 0,87% hækkun á húsnæðismarkaðinum og að eítirspurn eftir olíu til hitunar muni valda hækkun á bens- íni á komandi mánuðum. Áfallahjálp: Ný skýrsla Nauðsynlegt er að setja löggjöf um heildrænt skipulag áfalla- hjálpar í landinu til að hægt sé að byggja upp samræmt kerfi áfallahjálpar á landsvísu. Þetta kemur fram í skýrslunni Áfallahjálp á landsvísu sem kynnt var í gær. Skýrslan er afrakstur vinnuþings sem hald- ið var í apríl síðastliðinn þar sem mættir voru fulltrúar frá Rauða kross íslands, Landlækn- isembættinu, Landspítalanum, almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra og Biskupsstofu. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að koma ætti á fót þverfagleg- um sérfræðihóp og áfallahjálp- arteymum víða um land og að ráða ætti starfsmann í fullt stöðugildi fyrir sérfræðihópinn. Fjárhagsáœtlun Reykjavíkurborgar: R-listinn gefst ekki upp í skatta hækkunum og skuldasöfnun - segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóraefni sjálfstœðismanna Við fyrri umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar í gær gagnrýndi Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hana harðlega og sagði hana dæmigerða fyrir öll vinnu- brögð R-listans, sem væri kominn af fótum fram. „En jafnvel í dauðateygjunum er haldið áfram að níðast á fjárhag borgarinnar og borgarbúa," segir Vilhjálmur í samtali við Blaðið. „Þessi síðasta fjárhagsáætlun R-list- ans afhjúpar fullkomlega þetta veikburða og langþreytta kosninga- bandalag, sem á svo sannarlega skilið að fara frá völdum eftir borg- arstjórnarkosningar í vor,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson í samtali við Blaðið. Hann sagði hér um dæmi- gerða R-listaáætlun að ræða. „Það er farið í vasana hjá launafólki og fjöl- skyldufólki með skattahækkunum og lóðasölu, en það er ekki nóg svo skuldirnar eru hækkaðar líka. Þar fyrir utan sannar þessi áætlun svo enn og aftur glundroðakenninguna. Vinstriflokkarnir eru veikir fyrir og þeir vita það. Það skortir allan kraft, þrek og frumkvæði, sem þarf í stjórn borgarinnar." Tekjur aukast en skuldirnar líka Vilhjálmur minnir á að útsvarið hafi á síðasta ári verið hækkað í há- mark þess, sem lög leyfa eða 13,03%, en þar fyrir utan hafi borgin hagn- ast gríðarlega vegna hækkandi fast- eignaskatta. „Skatttekjur borgarinn- ar hafa hækkað um hvorki meira né minna en tæpar 100 þúsund krónur á hvern íbúa frá og með árinu 2000. Þær voru 238 þúsund árið 2000 og stefna í að verða 324 þúsund á næsta ári.“ Hann segir að enn sem fyrr stand- ist engar fjárhagsáætlanir borgar- innar. Hreinar skuldir borgarinnar hækki um 13 milljarða og séu áætl- aðar rúmir 77 milljarðar króna í lok árs 2006. „En samkvæmt glænýrri þriggja ára áætlun áttu skuldirnar aðeins að vera um 72 milljarðar í lok ársins, en þær hækka um 5 milljarða eins og hendi sé veifað. Samt hafa skatttekjur hækkað langt umfram áætlun og tekjur af lóðasölu sömu- leiðis, samtals um einn og hálfan milljarð. Það er kristalklárt að R- listinn hefur enga stjórn á fjármál- um borgarinnar og meirihlutanum virðist standa hjartanlega á sama um það.“ Mikið verk framundan Vilhjálmur gefur lítið fyrir þá nið- urgreiðslu skulda borgarsjóðs, sem R-listinn hefur boðað. „Hún er ekki fengin með aðhaldi eða hagræðingu. Þvert á móti eru reykvískar fjöl- skyldur skattpíndar enn frekar með hámarksútsvari, holræsagjaldi og fasteignasköttum." Vilhjálmur segir að þessi hinsta fjárhagsáætlun R-listans dýpki enn á fjárhags- og stjórnunarvanda borg- arinnar. „Það verður nóg að gera fyrir nýja meirihlutann í vor, ekki aðeins við að koma lagi á fjármála- Útvarpsstjóri: Ráöningarferli svifaseint Smáauglýsíngar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaði&= Lög um ráðningarferti hjá Rík- isútvarpinu gerir stofnunina of svifaseina í nútíma samkeppni og þeim þarf að breyta segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Hann segir að ráðning Þórhalls Gunn- arssonar og Jóhönnu Vilhjálms- dóttur hafi mætt fullum skilningi hjá útvarpsráði. Snarpur slagur milli sjónvarpsstöðva í skriflegu svari menntamálaráð- herra við fyrirspurn Sigurjóns Þórð- arsonar, alþingismanns, sem fjallað var um í Blaðinu í gær, kom fram að í fjögur skipti hefur verið ráðið í fastar stöður hjá RÚV síðan 1997 án undangenginna auglýsinga sem er www.diza.is 15% afsláttur af náttfötum til mánaðarmóta <Diza ehf Ingólfsstræti 6 sími 561-4000 opið 11-18 virka daga, 12-16 laugardaga Útvarpsstjóri vill að RÚV verði gert kleift að bregðast við með skjótari hætti þegar kem- ur að ráðningum starfsmanna. skýrt brot á lögum. Aðspurður seg- ist Páll Magnússon, útvarpsstjóri, að tvær af fjórum tilgreindum ráðn- ingum snúi að sér en um er að ræða ráðningu Þórhalls Gunnarssonar og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur. „Það varð þarna mjög snarpur slagur milli sjónvarpsstöðvanna um nokkra ein- stáklinga. Það liggur eiginlega í aug- Verslunareigendur og útstillingahönnuðir! ALLT FYRIR PAKKANN efní • pappír * borðar • slaufur • púðar • gluggaskreytingar • jólas jólaseríur • kerti • silkiblóm • greinar • jólatré • kertastjakar • b I ó maskreytingar • greinar • pakkaskraut * gjafabönd • servéttur kraut • gjafapokar jólakúlur *dúkar öskjur • kransar DANCO Melabraut 19 • 220 Hafnarfjörður • Sími 575 0200 • danco@danco.is heildverslun um uppi að ef í öllum tilvikum þarf að ganga þannig til verka að auglýsa, fá umsagnir hjá útvarpsráði og þar fram eftir götunum þá verða menn nú helst til svifaseinir í samkeppni af þessu tagi.“ Bam síns tíma Páll segir lögin vera barn síns tíma og vonast til þess að með breyttri löggjöf um RUV verði breyting þar á. „I þessu tilviki þá gerði ég útvarps- ráði grein því fyrir af hverju var stað- ið að þessum ráðningum á þessum tveimur einstaklingum með þessum hætti og ég fann ekki annað en að það mætti fullum skilningi þar,“ seg- ir Páll og bætir við að hann myndi ekki hvika frá samkeppni um góða starfskrafta ef upp kæmi sú staða í dag. „Ég mundi reyna sjá til þess og búa þannig um hnútana að ég gæti gert þetta með þeim hætti að ég væri ekki fyrirfram dæmdur til að tapa spretthlaupinu en jafnframt að gera þetta með þeim hætti að það uppfyllti ákvæði laga.“ stjórnina, því það verður að taka öll þessi vinnubrögð til endurskoðunar og móta raunverulega framtíðarsýn fyrir Reykjavík og Reykvíkinga." Dagur íslettskrar tungu: Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar veitt í dag Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember. Dagurinn er fæð- ingardagur Jónasar Hallgríms- sonar og í Listasafni Reykjanes- bæjar mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir veita verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og jafn- framt sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Verðlaunin eru veitt einstak- lingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáld- skap, fræðistörfum eða kennslu, og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt og á meðal fyrri vinningshafa eru Vilborg Dagbjartsdóttir, Matt- hias Johannessen og Megas. Mikið um að vera Á degi íslenskrar tungu er at- hyglinni sérstaklega beint að stöðu íslensks máls og gildi þess. Margvíslegir atburðir verða í tilefni dagsins. Þar má nefna ljóðatónleika Söngskól- ans í Reykjavík, dagskrá í Kenn- araháskólanum og málþing um Grunnavíkur-Jón í Þjóðminja- safninu. Ennfremur verður efnt til bókmenntaþings ungra lesenda en það er ætlað börn- um og unglingum á aldrinum ío - 16 ára. Að þinginu standa íslensk málnefnd, Fræðsluskrif- stofaReykjanesbæjarogSÍUNG, Samtök íslenskra barna- og unglingarithöfunda. Dagur ís- lenskrar tungu markar jafnan formlegt upphaf stóru upplestr- arkeppninnar sem haldin er á hverju hausti í öllum grunn- skólum landsins. Dagskrá er víða í grunnskólum landsins sem og í leikskólum þar sem börnin skipuleggja dagskrá fyr- ir foreldra og forráðamenn og syngja íslensk lög.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.