blaðið - 16.11.2005, Page 6

blaðið - 16.11.2005, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaöiö Jón Ólafsson: írlattd: „Skýrslum var lekið í fjölmiðla og embætti skattrannsóknarstjóra fékk sérstaka aukafjárveitingu til að fara í fyrirtæki mín,“ sagði Jón Ólafsson á blaðamannfundi í gær sem hald- inn var í tilefni af útkomu bókarinn- ar Jónsbók - saga Jóns Ólafssonar athafnamanns eftir Einar Kárason. Jón segir að tæknilegar ástæður hafi legið á bak við því að auglýst viðtal við hann í Kastljósi hafi ekki verið sent út síðastliðinn mánudag. Ekki bláa höndin „Það var einhver hönd sem átti hlut að máli. Hún var ekki blá. Ég held að það hafi frekar verið guðs hönd sem stýrði því. Ég sat bara fyrir framan skjáinn og beið og var frekar hissa, átti ekki orð,“ sagði Jón Ólafsson um viðbrögð sín þegar auglýst viðtal við hann í Kastljósinu féll óvænt út. Jón segist trúa því fullkomlega að þarna hefðu aðeins verið um tæknilega mistök að ræða. „Ég og Sigurður G. [Guðjónsson] fórum þarna í morg- un og skoðuðum viðtalið í heild sinni og kynntum okkur málið. Það er alveg klárt að störf Þórhalls í þessu máli eru fullkomlega heið- arleg.“ 1 bókinni er fjallað ítarlega um viðskiptaferil Jóns og m.a. um skattrannsóknina og þær ásakanir sem á hann voru bornar af æðstu ráðamönnum samfélagsins. Jón er myrkur i máli og segir ýmislegt í því sambandi hafa verið einkennilegt og margir hafi reynt að leggja stein í götu hans. „Það hringdu í mig menn úti í bæ og gerðu mér grein fyrir því að þessi stofnunarmaður hefði verið Ekki bláa höndin S. 565*5970 m Reykjavíkurvegu^r 22 SÆNSKU SUMARHÚSIN sem Elgur flytur inn eru viðurkennd gæðahús. Þau eru bjálkaklædd eða byggð úr eininga- veggjum. Fulleinangruð heilsárshús. Stærðir 27-110 fm. Ef þú ert að hugsa um hús þar sem gæði og verð fara saman hefur þú samband við okkur. Heimasíður eru www.bjalkabiistadir.is og www.stevert.se Þar eru myndir af öllum húsum. Nú er rétti tíminn til að festa kaup og undirbúa sig fyrir næsta vor Afhendingartími stærri húsa er 4 - 5 mánuðir. ELGUR BJALKASCiSTAÐIR Elgur Armúla 36, 108 Rvík S 581 4070 Fyrirhugað viðtal í Kastljósinu datt út aftœknilegum ástœðum. Sakar embœttismann um lausmœlgi undir áhrifum áfengis. Stafrænt dreifi- kerfi fyrir 65% heimila Industria ehf. hefur samið við Magnet Networks á Irlandi um uppbyggingu stafr æns dreifikerf- is fyrir sjónvarp, síma og netsam- skipti. Byggt er á ADSL2+ tækni og felur samningurinn í sér tengingu við allt að 65% heimila á írlandi. Samningurinn hljóðar upp á um 4 milljarða íslenskra króna og verður netið hið fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Breiðbandsnetið gerir Magnet Networks kleift að bjóða staf- ræna símaþjónustu, gagnvirkt sjónvarp og hröðustu breið- bandstengingu sem völ er á. Þeg- ar netið verður fullbyggt gæti fyrirtækið orðið næst-stærsti bjóðandi breiðbandslausna á írlandi. Móðurfélag Magnet Networks, Columbia Ventures, er í eigu Kenneth Peterson.„Ind- ustria hefúr sýnt mikla hæfni til að byggja flókin kerfi með nýrri tækni, tímanlega og fagmann- lega,“ segir Ingvar Garðarson, forstjóri Magnet Networks. Guð- jón Már Guðjónsson er forstjóri Industria og hann segist óska Magnet til hamingju með gang- setningu kerfisins sem muni veita mörgum írskum heimilum aðgang að nýjum breiðbands- þjónustum í fyrsta sinn. „Eftir því sem Magnet Networks vex fiskur um hrygg vonast Industr- ia eftir áframhaldandi samvinnu við fyrirtækið um gangsetningu nýrra þjónustuþátta til írskra neytenda, á þessum hratt vax- andi markaði,“ segir Guðjón. Jón Ólafsson í útgáfuhófi í gær. Segist alltaf hafa synt á móti straumnum gegn öflum sem vildu ekki að honum gengi vel. Blaöið/Frikki Sjónarhóll í Hafnarflrói öóruvísi gleraugnaverslun www.sJonarfioii.is far s e m a u g u n a Leiðrétting Þau leiðu mistök áttu sér stað í vinnslu Blaðsins á dögunum að sneitt var aftan af viðhorfs- pistli Svandísar Svavarsdóttur á leiðarasíðu blaðsins og varð niðurlagið að vonum snubbótt. Blaðið biðst velvirðingar á mis- tökunum, en að neðan eru máls- greinarnar, sem upp á vantaði: „Flokkur sem berst fyrir réttinum til forréttinda er ekki sá sem mest þörf er á f pólitísku landslagi borgarinnar. Rík, hugrökk og kröftug borg er borg sem vill búa öllum bestu hugsanleg skilyrði. Við eigum að setja okkur háleit markmið. Hvergi í heimi á að vera betra að vera barn, manneskja. Vinstri græn bjóða fram kraftmikinn lista þar sem hugmyndir gerjast á hverjum degi í takti við pólitískt bak- land, borgarbúa, alþjóðlega strauma, hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og daglegt líf. Nýgræðingur hugmynda og sköpunar á greiða leið um ört vaxandi félag vinstri grænna í Reykjavík. Við erum að búa til pólitík, nýja hugsun. Við hlökkum til að takast á við trénaða hugmyndafræði fortíð- ar. Við hlöldcum til að takast á við forréttindaflokkinn.“ Framleiðsluverð: Vísitala lækkar Vísitala framleiðsluverðs lækk- aði á milli 2. og 3. ársfjórðungs 2005.1 dag mælist hún 97,4 stig sem er um 0,5% lægra en hún mældist á síðasta ársfjórð- ungi þessa árs. Þá hækkar verðvísitala sjávarafurða um 0,9% og mælist nú 95,7 stig en vísitöluáhrif hennar eru um 0,37%. Verðvísitala annarrar iðnaðarframleiðslu lækkar um i,5% á milli ársfjórðunga og mælist nú 98,7 stig. Vísi- töluáhrif hennar eru 0,87%. á fylleríi úti í bæ og sagt þar við vin sinn að honum hefðu verið boðnar tuttugu milljónir sem aukna fjár- veitingu til stofnunarinnar í tvö ár í senn gegn því að hann færi í mig og Jón Ásgeir,“ segir Jón og bætir við að hann hafi einnig heyrt ávinning af þessu frá öðrum stöðum. „Svo þetta er ekkert einsdæmi að þessi maður [Skúli Eggert] hafi farið frjálslega með sín embættisstörf. Alla vega tvö dæmi liggja fyrir hérna en ég hef heyrt fleiri þar sem hann hefur verið mjög lausmáll þegar hann er undir áhrifum áfengis." Brutu lög Jón gagnrýndi einnig stjórnvöld og sagðist hissa á því að ekki hefði ver- ið rannsakað betur hvernig skýrslur um hann hefðu lekið út úr kerfinu í fjölmiðla. „ Ég held að það sé ekki til það réttarríki sem hefði ekki tekið fyrir þegar allar þessar skýrslur sem voru teknar af mér sem krakka um eitthvert smá fikt í fíkniefnamálum láku út úr kerfinu og birtust í fjöl- miðlum. Ég mundi halda að í hvaða ríki sem er hefði dómsmálaráðuney t- ið fyrirskipað rannsókn. Það er al- veg klárt mál að það brýtur einhver starfsmaður öll þau lög sem kveða á um opinbera starfsmenn. En af því að þetta var ég þá var það fínt. Menn voru bara ánægðir með þetta.“ Samkeppnisstofnun hefur urskuröað aö auglýsingar á Malt-O-Meal morgunkorni og umbúðir þess brjóti f bága við lög. Innflytjandi morgunkorns: Braut samkeppnislög Fyrirtækið Dreifing ehf. braut sam- keppnislög með auglýsingum sinun- um á morgunkorni frá framleiðand- anum Malt-O-Meal. í auglýsingu frá Dreifingu sagði meðal annars: „Hagstæðara verð. Malt-O-Meal kost- ar minna". I auglýsingunni voru nafngreindar sjö tegundir morgun- korns sem Dreifing ehf. hafði um- boð fyrir og þær bornar saman við sjö nafngreindar tegundir morgun- korns frá keppinauti. Hvað umbúðir vörunnar varðar segir í kvörtun til stofnunarinnar að ljóst sé að fram- leiðslan sé eftirlíking á vörumerkj- um í eigu General Mills Inc., sem meðal annars framleiðir Cheerios og Cocoa Puffs. Varan hafi þannig verið kynnt sem ódýrari eftirlíking nokkurra tegunda morgunkorns þess framleiðenda. Verða að breyta umbúðum 1 áliti Samkeppnisstofnunar segir meðal annars að á auglýsendum hvíli sú skylda að sanna þær fullyrð- ingar sem notaðar séu, vöru hans til framdráttar. Segir ennfremur að Dreifingu ehf. hafi ekki tekist að sanna að morgunkorn þeirra „kosti minna, verð sé hagstæðara og gæði meiri en hjá keppinautum" eins og þeir hafi auglýst. Segir í ákvörðunarorðum Sam- keppnisstofnunar að Dreifing hafi brotið í bága við ákvæði laga um óréttamæta viðskiptahætti og gagn- sæi markaðarsins. Fyrirtækinu er því bannað að birta auglýsingar sínar áfram. Ennfremur er fyrirtæk- inu óheimilt að nota áfram „ósann- aðar fullyrðingar" á umbúðum vör- unnar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.