blaðið

Ulloq

blaðið - 16.11.2005, Qupperneq 8

blaðið - 16.11.2005, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 ! blaöiö Sharon yngri segist vera sekur Réttarhöld yfir Omri Sharon hófust í Tel Aviv í gœr en honum ergefið að sök að hafafjár- magnað með ólöglegum hœtti kosningabaráttu föður síns. Málið þykir vandrœðalegt fyrir Ariel Sharon sem á í vök að verjast í eiginflokki. Omri Sharon, sonur Ariels Sharons, forsætisráðherra ísraels, sagðist í gær vera sekur af ákærum um að hann hefði fjármagnað með ólög- legum hætti kosningabaráttu föður síns árið 1999. Áður hafði Sharon yngri, sem er þingmaður og einn helsti ráðgjafi föður sins, sagst ætla að mótmæla ákærum um að hann hefði stofnað fyrirtæki í því skyni að gera erlendum aðilum kleift að veita fé til kosningabaráttu Sharons eldri til leiðtoga Líkúdbandalagsins. Dan Sheinmann, verjandi Sharons, sagði aftur á móti við upphaf réttar- haldanna í Tel Aviv að hann myndi ekki mótmæla sumum ákæruliðun- um. „Það var mikilvægt fyrir Omri að segjast vera sekur og axla fulla ábyrgð,“ sagði Sheinmann. Þrátt fyrir að engar kærur hafi verið lagðar fram gegn Ariel Sharon í málinu þykir hneykslið vandræða- legt fyrir hann. Á sama tíma þarf hann að takast á við harðlínumenn innan Líkúdbandalagsins sem eru honum margir reiðir fyrir að hafa kallað ísraelska landnema af Gasa- svæðinu. Ariel Sharon hefur neitað öllum misgerðum í málinu og segir að Omri og hinn sonur sinn Gilad hafi einir séð um fjármögnun kosn- ingabaráttunnar. Meinsæri, fjársvik og trúnaðarbrestur Omri Sharon hefur verið ásakaður um meinsæri, fjársvik og trúnaðar- brest. Undir venjulegum kringum- stæðum gæti hann átt allt að sjö ára fangelsi yfir höfði sér en samkomu- lag við saksóknara mun að öllum líkindum verða honum til refsilækk- unar. Samkvæmt samkomulaginu lýsir hann yfir sekt sinni fyrir ákær- ur um fals og að hafa brotið kosn- ingalög sem setja hömlur á erlenda fjármögnun kosningabaráttu. Lögmenn hafa farið fram á að saksóknarar dæmi Sharon aðeins til greiðslu sektar en dómsmálaráðu- neytið hefur sagst ætla að fara fram Gömul mynd af feðgunum Omri og Ariel Sharon. á fangelsisvist fyrir brotin. Israelska elsisvistar með þeim skilyrðum að sjónvarpið sagði að hann yrði hugs- hann hætti afskiptum af stjórnmál- anlega dæmdur til níu mánaða fang- um. ■ Eldur í Kaup- mannahöfn Um 80 íbúðir skemmdust í miklum bruna i fjölbýlishúsa- stæðu á Amager í Kaup- mannahöfn á mánudagskvöld. Eldurinn braust út í íbúð í þaki eins hússins og breiddist fljótt út um allar hæðir. Maður í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Allir íbúar í samstæðunni, um 200 manns, þurffu að hafa sig á brott og hefur þeim verið komið fyrir á hótelum víða um borgina. Ennfremur þurfti að rýma hús í nágrenninu um tíma þar sem hætta var tahn á að eldurinn breiddist út til þeirra. Kalla þurffi út aukalið slökkviliðs- manna til að ráða niðurlögum eldsins. Vakt var við svæðið í gær en talin var hætta á að einn veggur húsasamstæðunn- ar kynni að hrynja til grunna. Alifuglum slátrað í stór- um stíl M8W ^yniarií1 150 mg SILYMARIN Ráðist á KFC-veitingastað í Karachi: Bílsprengja verður NR , f AMERÍKU nokkrUm ^ Ljósin í bænum * SUOURVFRI Stigahlíð45 • 105 Reykjavík LIFRARHREINSUN GÓÐ HEILSA-GULU BETRI Að minnsta kosti þrf r menn fórust og nokkrir slösuðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan KFC-veitingastað f Karachi, stærstu borg Pakistans, í gærmorgun. „Þetta var öflug spreng- ing og hávaðinn heyrðist í nokkrum borgarhlutum. Það lítur út fyrir að KFC hafi verið skotmarkið," sagði Mushtaq Shah, lögregluforingi í Kar- achi. Fréttaritari AFP-fréttastofunnar sagði að veitingastaðurinn og banki f nágrenninu hefðu eyðilagst í spreng- ingunni. Þá kviknaði í mörgum bíl- um til viðbótar og rúður brotnuðu í nálægum byggingum. „Um leið og ég steig út úr strætisvagninum Betri nýting - aukið hreinlæti Nýjung fyrir snyrtinguna Snertifrír handþurrkuskammtari 7.956kr Lotus enMotion snertifrír skammtari fyrir Lotus enMotion tveggja laga handþurrkur. Nú á tilboði Snertifrír enMotion handþurrkuskammtari frá Lotus Professional Rekstrarvorur w R w V - vinna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Pakistanskir lögreglumenn flytja lík eins fórnarlamba sprengjutilræðisins í Karachí. heyrði ég allt í einu háværa spreng- ingu og féll á jörðina. Það var reykur um allt,“ sagði maður sem vinnur á skrifstofu í nágrenninu. Um hryðjuverk að ræða Lögregla lokaði svæðinu sem er í nágrenni Sheraton og Pearl Contin- ental hótela. Mannzoor Mughal, háttsettur lög- regluforingi, sagði við fréttaritara AFP á vettvangi að um hryðjuverk væri að ræða og bætti við að hugsan- lega hafi verið notast við fjarstýrða sprengju. Sprengingin átti sér stað á sama tíma og réttarhald fyrir dómstóli í Karachi vegna áfrýjunar dauða- dóms sem íslamski öfgamaðurinn Sheikh Omar hlaut fyrir að hafa rænt og myrt bandaríska blaða- manninn Daniel Pearl árið 2002. Sprengingin átti sér einnig stað degi eftir að Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hafði lýst því yfir í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að ekki hefðu verið gerðar hryðjuverkaárás- ir á vestræn skotmörk í Pakistan í meira en ár. Sex starfsmenn annars KFC-veitingastaðar í borginni fór- ust þegar kveikt var í staðnum af reiðum sjítamúslimum. ■ Alifuglum var slátrað í stórum stíl 1 tveimur stærstu borgum Vietnams í gær en héðan í frá verður ekki leyft að ala þar fugla. Stjórnvöld í Víet- nam reyna hvað þau geta til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensunnar sem talið er að hafi hugsan- lega borist í fleiri manneskjur. Dagblað sagði að verið væri að rannsaka hvort að kona á áttræðisaldri sem dó í Hanoi í síðustu viku hafi verið haldin hinu banvæna HsNi-afbrigði flensunnar. Einnig er verið að rannsaka andlát konu á svip- uðum aldri í Quang Binh-hér- aðinu í miðhluta landsins. Alls hafa 42 látist úr fuglaflensu í Víetnam síðan 2003, þar af einn síðan sjúkdómsins varð aftur vart í landinu í síðasta mánuði. Prinsessa giftist al- múgamanni Sayako prinsessa, einkadóttir Akihito Japanskeisara, gekk í gær að eiga almúgamann í látlausri athöfn á hóteli í Tókýó. Þar með hefur hún jafnframt sagt skilið við þá forréttinda- stöðu sem hún hefur verið í sem meðlimur keisarafjölskyld- unnar. Sayako, sem er 36 ára gömul, gekk í hjónaband með Yoshiki Kuroda, fertugum skipu- lagsfræðingi. Hjónabandið hef- ur í för með sér að hún verður að afsala sér titlinum, flytja úr hinni glæsilegu keisarahöll í lát- lausari íbúð og láta af þátttöku í opinberum athöfnum. Sayako kann að vera síðasta prinsessan sem yfirgefur keisarafjölskyld- una þar sem ríkisstjórnin hefur í hyggju að breyta lögum í þá veru að konur fái jafnan rétt á við karla til að erfa krúnuna og halda titlum sínum þó að þær gangi í hjónaband. Auglýsingar 510 3744 blaðið=

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.