blaðið - 16.11.2005, Page 28

blaðið - 16.11.2005, Page 28
28 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaöiö Rithöfundurinn Sándor Márai og Ungverjar Mál og menning hefur gefið út firnagóða skáldsögu, Kertin brenna niður, eftir ungverska rithöfundinn Sándor Márai. í bókinni segirfrá endurfundum tveggja gamalla vina eftir fjörtíu ára aðskilnað, en þeir voru á sínum tíma fyrrverandi foringjar í her Austurríkis-Ungverjalands. Hjalti Kristgeirsson þýðir þessa áhrifamiklu bók og skrifar hér um þennan merka rithöfund. Sándor Grosschmid 1900-1989, fædd- ist í Kassa, aðalborg svonefnds „Upp- héraðs" sem var hluti Ungverjalands innan Tvíríkisins Austurríkis-Ung- verjalands. Faðirinn var lögfræðing- ur, ættin þýsk aftur í aldir en dag- legt mál var ungverska, þó brugðu menn fyrir ’i sig þýsku í I heimilislíf- ' inu. Einn for- feðranna hafði verið aðlaður og fengið nafn- bótina Márai (= von Mara), það notfærði sér Sán- dor á ungum aldri þegar hann tók að birta ritsmíðar sín- ar og hét upp frá því Sándor Márai, vel hljómandiungversku » nafni. Hinn ungi Sándor | var í Búdapest sumrið 1919 á skammvinnum ^ valdatíma ungversku ráðstjórnarinnar og hreifst þá tímabundið af hugsjón- um kommúnista og skrifaði áróð- ursgreinar í blöð. Foreldrum þótti vissara að senda son sinn undir eins eftir fall ráðstjórnarinnar til Þýska- lands þar sem hann dvaldist næstu fjögur árin, við háskólanám og blaðamennsku, því næst var hann blaðamaður í París. Eftir það bjó hann í Búdapest í 20 ár og var svo mikilvirkur rithöfundur að árið 1948 höfðu komið út eftir hann 46 bækur. Frelsi einstaklingsins Þegar um tvítugt talaði og ritaði Márai þýsku og frönsku en hann ákvað að gerast ungverskur rithöf- undur og þótti rita sérlega fagurt og auðugt mál, alltaf ljóst og rökrétt. Hann hóf rithöfundarferil sinn 18 ára með kvæðakveri en sneri sér fljótlega að lausamáli, samdi nokkr- ar bækur með dægurflugum og öðr- um smámyndum, eftir heimkom- una aðallega skáldsögur. 1934-1935 gaf hann út Játningar borgara, sjálf- MW NR.1 I AMERIKU sævisögulega skáldsögu sem skipaði honum í fremstu sveit ungverskra rithöfunda og margir telja hans besta verk; þroskasaga unglings og um leið nærfærin lýsing á smá- borginni Kassa og lífi góðborgara þar, nokkurs konar máls- vörn þeirra í heimi á heljarþröm. Márai sagði falveg skilið Jaðamennsk- var á ttasnöpum Þýskalandi 5 valdatöku itlers 1933 og itaði fordæm- indi frásögn og skopstæl- ingu, Messí- as í íþrótta- höllinni. Márai ógn- aði það að Ungverjar létu dragast inn í heimsstyrjöldina síðari við hlið Þjóðverja, hann hélt uppi merki borgaralegrar menningar og frelsis einstaklingsins. Þjóðremba var honum andstyggð. Hann tefldi fríhyggju gegn trú, fjöldamenningu gaf hann lítið fyrir og samtök fjöld- ans vöktu honum ugg. Bannað að þegja Eiginkona Márais var Lola, gyðing- ur úr ættborg hans. Þau eignuðust ekki börn en tóku á stríðsárunum að sér gyðingadrenginn János o gengu honum í foreldra stað meðan á gyðingaofsóknunum og hernámi Þjóðverja stóð leitaði fjöl- skyldan skjóls í þorpi úti á landi. Þeg- ar sovétherinn fór þar yfir miðaði rússneskur hermaður byssu á Márai og spurði, hver ert þú? „Ég átti erf- itt með að gera mér grein fyrir því,“ sagði Márai síðar, „en ég var feg- inn að sjá þennan unga mann. Það boðaði lausn undan illu valdi þó að frelsun væri það ekki, hermaðurinn sjálfur ófrjáls." Eftir styrjöldina hélt Márai áfram ritun mikils sagnabálks um fjöl- skylduna Garren og hlutskipti henn- ar gagnvart rísandi veldi fasismans, fyrri hluti hafði komið út 1943. Þeg- ar þriðja bindi síðari hlutans var að koma úr prentverki 1948 létu stjórn- völd bókina í pappírstætara og ásök- uðu höfundinn um að horfa aftur í tímann í staðinn fyrir að líta fram Sándor Márai. „Mér var í rauninni aldrei bannað að skrifa en mér var bannað að þegja." og fylgjast með uppbyggingu nýs þjóðfélags. Márai átti heimboð í Sviss og hélt þangað með fjölskyldu sinni það sama ár. Hann bjó i sjálf- skipaðri útlegð til æviloka. Márai sagði síðar í dagbókum sínum um viðskilnaðinn við heimalandið: „Mér var í rauninni aldrei bannað að skrifa en mér var bannað að þegja og það var mér öllu þungbærara." Sovétkommúnistar tóku öll völd í Ungverjalandi árið 1949 og í landinu ríkti ógnarstjórn næstu árin, kalda stríðið var í algleymingi. í 40 ár var þar ekki gefin út nein bók eftir Már- ai og uppvaxandi kynslóðir þekktu hann ekki. Bókmenntasinnað fólk reyndi þó að ná í ritverk hans, „rar- ítet“ i fornbókaverslunum og ferða- menn smygluðu inn í landið einni og einni bók prentaðri á Vesturlönd- um. Um 1980 hafði það mikið verið slakað á klónni í menningarmálum að ungversk útgáfuhús höfðu sam- band við Márai og vildu fá að gefa út rit hans. Hann sagði blátt nei, á með- an stjórnarfarið væri í grundvallarat- riðum óbreytt og sovéther í landinu yrði engin bók eftir sig gefin út þar. Við það sat. Féll fyrir eigin hendi Aldraðir menn og ekki síður roskn- ar konur heima í Búdapest skröfuðu um Márai, hvað hann hefði borið sig vel þegar hann sprangaði um stræt- in í Pest með hina fögru Lolu upp á arminn, hnarreistur, spengilegur, stundum þóttalegur, stundum alúð- legur. En unga fólkið hafði aldrei séð mynd af Márai, hvað þá meira. Þó má lesa klausu um Márai í bók- menntalexikoni sem ungverska akademían gaf út 1965, hann sagð- ur einn áhrifamesti lausamálshöf- undur landsins á tímabilinu á milli styrjaldanna og það kennt, fremur en þakkað, stílgáfu hans og töfra- valdi yfir orðunum. Márai dvaldist um skeið á Italíu, síðan áratug í New York og aftur á Ítalíu i tólf ár, eftir það í Kaliforníu. Hann lifði einangr- uðu lífi við kröpp kjör og tók ekki þátt í félagsskap landa sinna í útlegð. Eitt besta verk hans í útlegðinni er endurminningabókin Land land! sem fjallar um stríðsárin heima. Dagbækur hélt Márai öll útlegðarár- in og þykja einstakar heimildir um skarpa hugsun hans og menningar- rýni. Þegar Sándor Márai tók að nálg- ast nírætt var honum flest horfið sem gaf lífinu gildi. Lola látin, einn- ig uppeldissonurinn, ættingjar ef einhverjir voru víðs fjarri, kraftar hans sjálfs mjög þverrandi. Hann tók námskeið í skotfimi hjá lögregl- unni í San Diego og fannst snemma árs 1989 í íbúð sinni, fallinn fyrir eig- in hendi. Síðar á því ári var lýðveld- ið Ungverjaland endurreist heima í Búdapest, árið eftir haldnar fjöl- flokkakosningar og fljótlega hvarf sovétherinn á braut. Leiðin var greið fyrir heimkomu Márais. Post mortem fékk hann Kossuth-verð- launin 1990, æðstu viðurkenningu Ungverja til handa andans mönn- um. Nú eru bækur hans á boðstólum hvarvetna þar sem bækur eru seldar í Ungverjalandi og honum haldið fram ekki síður en samtímahöfund- um. ■ SAW PALMETTO EXTRACT Afmœlisljóðakvöld Ijóð.is 16. nóvember er ekki bara fæðingar- dagur Jónasar Hallgrímssonar og hátíðlegur Dagur íslenskrar tungu. 16. nóvember er líka (og fyrst og fremst) afmælisdagurljóð.is sem fagnar fjögurra ára afmæli sínu. Afmælis- dagskráin fer fram á Café Rósenberg, Lækjargötu, og hefst kl. 20:00. Eftir- talin ljóðskáld lesa upp úr verkum sínum: Bragi Ólafsson Halldóra Kristín Thoroddsen Haukur Ingvarsson Henrik Garcia Hildur Lilliendahl HörðurDan Óttar Martin Norðfjörð ToshikiToma Þórunn Valdimarsd Skúli Þórðarson, trúbador, mun brjóta upp hátíðleikann með lögum sínum og dagskránni ljúka svo tveir framúrstefnulegir menn með verk- efni sem þeir kalla Ljóðarímixkaríókí Dadda. Þar býðst öllum viðstöddum að láta tölvuforrit framleiða fýrir sig ljóð eftir kúnstarinnar reglum. Bragi Ólafsson. Hann verður meðai þeirra sem lesa upp á Café Rósenberg f kvöld FYRIR BLOÐRUHALSKIRTIL GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.