blaðið - 25.11.2005, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaðiö
Geimferðum kann að fækka
NASA þarf að fá aukafjárveitingu til að halda áfram geimferðaáœtlun sinni. Að öðrum
kosti kann mönnuðum geimferðum aðfœkka um helming ogframkvœmd geimrannsóknar-
stefnu Bush að tefjast.
Mönnuðum geimferðum á vegum NASA mun fækka verulega á næstu árum nema til
komi aukafjárveiting frá stjórnvöldum.
Mikill halli á geimferðaáætlun
bandarísku geimvísindastofnun-
arinnar (NASA) kann að leiða til
þess að tafir verði á því að George
Bush forseti geti hrint í framkvæmd
geimrannsóknarstefnu sinni. Stjórn-
völd verða að samþykkja að verja
milljörðum Bandaríkjadala í mann-
aðar geimferðir eða fækka að öðrum
kosti fyrirhuguðum geimferðum
um helming.
Bandaríska dagblaðið The Wash-
ington Post greindi frá þessu í gær.
Heimildarmenn blaðsins sem fylgj-
ast vel með gangi mála í viðræðum
NASA og bandarískra stjórnvalda
segja að ríkisstjórnin hafi ekki í
hyggju að verja meira fé til áætlun-
arinnar. Sérfræðingar telja að hugs-
anlega sé þörf á meira en 6 milljarða
fjárveitingu frá 2006-2010.
Hallann má rekja til þess áfalls
sem geimferðaáætlunin varð fyrir
með hrapi Columbia-flaugarinnar
árið 2003 en mikil vinna hefur farið
í að bæta öryggi við geimferðir í
kjölfar þess og geimskotum hefur
fækkað.
Geimferðum fækkað
Einn valkostur sem hefur verið íhug-
aður er að takmarka fjölda geimferða
við tvær á ári og draga úr mannafla
en Wayne Hale, framkvæmdastjóri
geimferðaáætlunarinnar, hefur lýst
því yfir að ekki sparist mikið fé með
því. Michael D. Griffin, forstjóri
NASA, hefur lýst því yfir að það yrði
alveg jafndýrt að leggja geimferða-
áætlunina á hilluna og að halda
henni gangandi. Um þriðjungur fjár-
hagsáætlunar NASA fer á ári hverju
í geimferðaáætlunina.
Fíll varð
fyrir lest
Áhorfendur fylgjast með þegar fíl er
lyft af járnbrautarteinum í útjaðri
borgarinnar Guwahati í Assam-hér-
aði í norðausturhluta Indlands í gær.
Járnbrautarlest ók á fílinn og barst
hann rúmlega 1,5 kílómetra með
henni.
W
Cltboð á bifreiðum og tækjum frá Varnarliðinu
verður dagana 24. - 28.nóv á
www. geymslusvaedid. is
Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar
www.geymslusvaedid.is og i sima 565 4599
Qeym&lv&vmðlö ehf
Um 80 km löng mengunarbrák
barst með Songhua-ánni gegnum
borgina Harbin í gær.
Mengunar-
slys í Harbin
Um 8o kílómetra löng brák
af eiturefninu benseni barst
með Songhua-ánni í gegnum
Harbin, eina af stærstu borgum
Kína, í gær. Brákin mengaði
um leið helstu vatnslind nærri
fjögurra milljóna manna.
Skrúfað hafði verið fyrir
vatnsveitu borgarinnar um
30 klukkustundum áður en
brákin barst til borgarinnar og
ekki hefur verið tilkynnt um
að nokkur maður hafi komist í
snertingu við mengunina eða
orðið meint af henni. Búist
var við að það tæki brákina
um 40 tíma að fara í gegnum
borgina en ekki er ljóst hver
langtímaáhrif hennar verða.
Skólar og fýrirtæki voru lokuð
í gær og íbúar héldu áfram að
birgja sig upp af neysluvatni
í flöskum og öðrum vistum.
Heilbrigðisyfirvöld hafa
beðið íbúa á svæðinu um að
athuga hvort þeir verði
varir við einkenni bense-
neitrunar en í stórum
skömmtum getur efnið
valdið blóðskorti og öðrum
dreyrasjúkdómum sem og
skemmdum á lifur og nýrum.
Wen Jiabao, forsætisráðherra,
hefur gefið út tilskipun um að
tryggja skuli nægt framboð af
neysluvatni á svæðinu. Zhang
Zuoji, ríkisstjóri, hefur skipað
sjúkrahúsum að vera búin
undir hugsanleg tilfelli eitrunar
og lofaði því að hann myndi
drekka fyrsta vatnsglasið úr
vatnslindum borgarinnar þegar
mengunarhættan væri liðin hjá.
Áætlað er að um 100 tonn
af benseni og skyldum
efnum hafi komist í ána eftir
að sprenging varð í efna-
verksmiðju í nágrannaborg
Harbin um síðustu helgi.
Fjórðungur
Dana býr einn
Næstum fjórðungur Dana býr
einn samkvæmt nýrri könnun
sem Jótlandspósturinn lét gera.
Könnunin leiðir í ljós að
um 22% Dana á aldrinum 20
til 69 ára, eða um 700.000
manns, búa einir og hefur
fjöldi þeirra sem býr einn
hækkað um 53% síðan 1980.
Könnunin sýnir ennffemur
að flestir sem búa einir kjósa
fremur að leigja húsnæði en
að eiga það. Þá þiggja fleiri
einhleypir eftirlaunagreiðslur
eða félagslegar bætur af ein-
hverju tagi sem virðist benda til
þess að félagsleg vandamál og
fj ölskylduvandræði haldist oft
í hendur. Karlar sem búa einir
eru enn sem fyrr fleiri en konur.