blaðið - 25.11.2005, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaóiö
Lög gegn
hryðjuverkum hert
Innanríkisráðherra Frakklands hefur lagt fram frumvarp til laga
gegn hryðjuverkum. Samkvœmt frumvarpinu fœr lögregla víðtœk-
ari heimildir til aðfylgjast með borgurum landsins. Gagnrýnendur
telja að með frumvarpinu breytist Frakkland í lögregluríki.
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, kynnir nýtt frumvarp um varnir gegn
hryðjuverkum í franska þinginu.
„Svarta ekkjan" sigraði í
kappátskeppni:
Sporðrenndi
kalkúni á 12
mínútum
Degi áður en milljónir Banda-
ríkjamanna fögnuðu þakkar-
gjörðardegi á hefðbundinn hátt
með því að snæða kalkún sló
kona frá Virginíu heimsmet
með því að borða einn slíkan
á 12 mínútum. Sonya Thomas,
sem er 37 ára og aðeins rúm
47 kíló, skaut sjö fílefldum
karlmönnum ref fyrir rass
í árlegri kalkúnaátskeppni
sem fram fór í New York.
Thomas sagði að kalkúnninn
hefði verið mjög þurr í munni
en hún þakkaði sigurinn því
hversu hratt hún hefði kyngt.
„Ég reyndi bara að borða hratt,“
sagði hún eftir að hún hafði
tekið við sigurlaununum.
Thomas sem gengur undir
nafninu„Svarta ekkjan“ meðal
fólks sem leggur stund á
kappát sagði að hún hefði æft
sig fyrir keppnina og komið
kjálkunum í form með þvf að
tyggja tyggigúmmí í gríð og erg.
Sigur hennar kom engum á
óvart en hún er í öðru sæti á
lista yfir fremsta kappátsfólk
heims. Hún sagðist þrátt fyrir
sigurinn ætla að leggja sér
kalkún til munns á þakkar-
gjörðardaginn en hún myndi
taka sér góðan tíma til þess.
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra
Frakklands, kynnti á miðvikudag
nýtt frumvarp til laga um varnir
gegn hryðjuverkum. Hann varaði
jafnframt við þeirri hættu sem stæði
af árásum alþjóðlegra hryðjuverka-
manna sem misnotuðu íslamtrú „á
viðbjóðslegan og særandi hátt“ til að
réttlæta gerðir sínar.
Sarkozy hefur viljað herða lög
gegn hryðjuverkum í landinu síðan
mannskæðar árásir voru gerðar í
London í júlí. Hann og fleiri hátt-
settir embættismenn innan franska
stjórnkerfisins hafa jafnframt vísað
á bug þeim röksemdum að vegna and-
stöðu Frakka við innrásina í frak sé
minni hætta á að hryðjuverkamenn
láti til skarar skríða í landinu.
Samkvæmt frumvarpinu verður
hægt að setja upp eftirlitsmynda-
vélar í moskum og verslunum auk
þess sem hryðjuverkamenn eða sam-
verkamenn þeirra mega eiga von á
harðari viðurlögum. Ennfremur er
gert ráð fyrir auknu eftirliti með
ferðum fólks og samskiptum þess
til að mynda um síma eða tölvupóst.
Þá mun lögregla geta fylgst sérstak-
lega með borgurum sem ferðast til
ríkja þar sem vitað er að þjálfunar-
búðir hryðjuverkahópa sé að finna.
Segir borgaraieg réttindi
ekki fótum troðin
Sarkozy reyndi að fullvissa þing-
menn um að með lögunum yrðu
borgaraleg réttindi ekki fótum
troðin eins og margir óttast. Gagn-
rýnendur hafa jafnvel haldið því
fram að með lögunum breytist
Frakkland í lögregluríki en Sarkozy
vísar þeirri gagnrýni á bug. Um-
deildustu tillögurnar verður að
endurnýja eftir þrjú ár. Þingmenn
munu greiða atkvæði um frum-
varpið á þriðjudaginn en gert er
ráð fyrir að það verði endanlega af-
greitt fyrir lok árs. ■
Umsátur í Jenin á
Vesturbakkanum:
Háttsettur
Jihad-foringi
handtekinn
fsraelskar hersveitir handtóku
í gær Iyad Abu el-Rob, foringja
Jihad-samtakanna á Vestur-
bakkanum, eífir umsátur um
dvalarstað hans í Jenin. Rob gaf
sig fiam við annan mann effir
að hermenn höfðu skotið eld-
flaugum á hús sem þeir höíðust
við í. Heimildarmaður innan
fsraelshers sagði að Rob hefði
lagt á ráðin um þrjár sjálfsmorðs-
árásir i ísrael, þar á meðal árás í
bænum Hadera í síðasta mánuði
sem varð sex ísraelsmönnum
að bana. Þá hefði tekist að
koma í veg fýrir fjórar árásir.
f tilkynningu frá hernum
var Rob lýst sem háttsettum
hryðjuverkamanni Jihad-sam-
takanna sem hefði komið út
úr húsinu með hvitan fána í
hendi. Innandyra fannst mikið
af vopnum og skotfærum. Pal-
estínsk yfirvöld sögðu að einn
Palestínumaður hafi látist og
12 slasast á meðan á umsátrinu
stóð. fsraelsher sagði að hermenn
hefðu hafið skothríð eftir að
vopnaðir menn réðust á þá. Tveir
ísraelsmenn særðust í átökunum.
(sraelsher handtók háttsettan
foringja í Jihad-samtökunum í gær f
bænum Jenin á Vesturbakkanum.
Spine Support Queen (153x203)
var kr. 132.680,- Núkr98.500
JKiiNO
Koil
i Amerískar heilsudýnur í hæsta gæðaflokki. King Koil hafa fram-
leitt hágæða rúm í Bandaríkjunum síðan árið 1898 og framleiða í dag einu dýnurnar sem eru bæði með vottum frá FCER
sxsel Alþjóðasamtök kiropraktora Og Good HoUSekeeping Stærstu
neytendasamtök í Bandaríkjunum.
Sissel heilsukoddar
Sissei koödarnir hafa veriö fram-
ieiddir stðan 1985. Peirstyðja
vel við nöfuðið og korrta þanrtia
í veg fyrir láréttan þrysting á
háisliðina.
Koddarnir veita fullkorninn
stuðníng og eru ofnæmis-
prófaðir og framleiddír é
umhverfis-vænan hátt.
Tvegaja ára ábyrgð.
Sissel Orginai koddinn er á
frábæru verði hjá okkur.
Verð aðeins kr. 5.900,-
Frábær jólagjöf
Tilboðsdagar
25% afsiáttur af öllum amerískum heilsudýnum
Dýnur frá kr. 38.500,-
w
Gleymum ekki í leit
okkar að góðu lífi
að það eru Iffsgæði
að fá góðan svefn.
Rekkjan
Skipholt 35 • Sími 588 1955 ^ www.rekkjan.is