blaðið - 25.11.2005, Síða 12
12 I VEIÐI
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Laxamergðin var ótrúleg
- segirBjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur
Bjarni Júlíusson, formaður, með lax í Norðurá í Víðinesfjóti, 6 punda hrygnu sem var gefið líf.
Aðalfundur Stangaveiðifélagsins
verður haldinn á morgun á Grand
Hótel og hefst klukkan eitt. Við
slógum á þráðinn til Bjarna
Júlíussonar, formanns félagsins,
í vikunni og heyrðum í honum
hljóðið eftir þetta fyrsta ár hans
sem formaður félagsins.
Verður þetta ekki rólegur fundur
og lítil mæting?
.Staðan í félaginu er góð og það
er ágætur rekstur hjá okkur. Við
erum að bæta talsvert við af nýjum
svæðum, veiðin var auðvitað frábær
í sumar og það ríkir einfaldlega
friður og sátt í félaginu í dag. En
vonandi verður góð mæting á aðal-
fundinn. Það er ýmislegt sem þarf
að ræða, lagabreytingatillögur o.fl..
Mjög mikið er af nýjum félögum
og þeir fjölmenna vonandi til
fundarins."
Engin framboð eru á móti stjórn-
inni þetta árið. Það eru nokkur ár
síðan það hefurgerst.
,Það er reyndar rétt að það er mjög
sjaldgæft að ekki sé um kosningar
að ræða. Það gerðist síðast 1999 og
þá var aðalfundurinn einstaklega
kyrrlátur, þá mættu ekki nema
rúmlega 70 manns. Síðan held ég
að við verðum að fara nærri 20 ár
aftur í tímann til að finna kosninga-
lausan aðalfund. En þar sem engin
mótframboð bárustþá teljum við að
félagarnir telji að stjórnin sé á réttri
leið og erum bara sáttir við það.“
Þú byrjaðir sumarið rólega í Norð-
urá og stjórnin öll en síðan var
feiknagóð veiði.
„Já, laxinn var bara ekki mættur í opn-
unina, það er svo einfalt. Reyndar
sáu menn tvo fiska í Myrkhyl, en
þeir létu sig hverfa um leið. Við
vorum þarna á milli strauma, það
var smástreymt og engin ganga. En
fall er fararheill segir einhvers staðar
og þvílíkar göngur sem við fengum
að upplifa þegar smálaxinn fór að
láta sjá sig. Ótrúleg laxamergð."
Eins árs laxinn var víða, en er
stœrri laxinn ekki orðinn áhyggju-
efni? Honum fœkkar og fcekkar
með hverju árinu.
„Það er alveg rétt. Við höfum veru-
legar áhyggjur af tveggja ára fisk-
inum. Við viljum sjá veiðimenn taka
á þeim málum með okkur og það er
að vænta viðbragða frá okkur í þeim
efnum í vetur. Það verður einfald-
lega að taka á þessu máli.“
Eru veiðileyfin ekki komin í topp
eða hœkka þau endalaust?
„Söluskráin okkar fyrir árið 2006
var að koma út og þó að aðrir veiði-
leyfasalar séu að hækka veiðileyfin
verulega þá er SVFR í flestum til-
vikum með óbreytt verð i krónutölu
frá sfðasta sumri. Norðuráin, sem
setti glæsilegt met, hækkar ekki um
krónu á þessum tima sem er í sölu-
skránni. Hítaráin er líka óbreytt
og allflestar aðrar ár. Það er örlítil
hækkun í Tungufljóti og svo hækka
Leirvogsá og Laxá í Kjós, en þar
vorum við að endurnýja samninga
til margra ára. Nú hefur verð veiði-
leyfa verið nánast óbreytt hjá SVFR
síðastliðin tvö ár þannig að við erum
að reyna að sporna við þessu eins og
við frekast getum.“
Kolbeinn hlaut
Hákonarbikarinn
55. aðalfundur Landssambands
stangaveiðifélaga var haldinn í
Hafnarfirði fyrir skömmu og var
fundurinn ágætlega sóttur og vel að
honum staðið hjá Stangaveiðifélagi
Hafnarfjarðar.
Skýrsla formanns var meðal ann-
ars lesin, ársreikningar LS voru
lagðir fram og það er gleðilegt að
félagið er í fyrsta sinn í langan tíma
rekið með hagnaði. Fréttir frá að-
ildarfélögum voru lesnar upp fyrir
fundargesti og ályktunartillaga
samþykkt varðandi það að skora
á stjórnvöld að fella niður tolla á
veiðistöngum líkt og gert er á skot-
vopnum. Kosning stjórnar og skoð-
unarmanna fór fram eins og venja
er og Ingólfur Þorbjörnsson var kos-
inn formaður LS.
Sigurður Már Einarsson frá Veiði-
málastofnun flutti mjög fróðlegt
erindi um eflingu silungaveiði og
ónýtta möguleika hennar. Einnig
kom Örn Þórðarson frá Atvinnu-
þróunarfélagi Suðurlands og flutti
erindi um sóknarfæri og efna-
hagslegan ávinning af aukinni
stangaveiði.
Hákonarbikarinn var veittur í
fimmta sinn á síðasta aðalfundi og
var þar breyting á að nú var hann
veittur fyrir framlag til stangaveiði-
íþróttarinnar. Fór hann til Jóhann-
esar Kristinssonar sem sleppti 23-25
punda hrygnu í Norðurá. LS hefur
hvatt veiðimenn til að sleppa tveggja
ára laxi eða stærri þannig að það lá
vel við. Hákonarbikarinn í ár hlýtur
Kolbeinn Grímsson fyrir ævifram-
lag sitt í að kynna stangaveiði fyrir
íslendingum og breiða út gott við-
mót gagnvart bráðinni og veiðislóð.
Að venju var Veiðidagur fjölskyld-
unnar haldinn í lok júní og undirbún-
ingur dagsins var í höndum stjórnar-
manna. Veiðidagurinn hefur náð
að festa sig í sessi og á vonandi
eftir að eflast. Það er mat stjórnar
Landssambands stangaveiðifélaga
veiöivefurinn
að Veiðidagur fjölskyldunnar sé
góð hvatning til allra um að fara út
á veiðilendurnar og sameina kyn-
slóðirnar í þessu góða sporti okkar.
Þarna er gott tilefni fyrir hina eldri
að kynna stangaveiðina fyrir yngri
kynslóðinni.
Á vordögum boðaði Veiðimála-
stofnun til fundar um rannsókn-
arverkefni sem þeir vildu hrinda í
framkvæmd með þátttöku LS, veiði-
réttareigendum og forsvarsmönnum
í laxeldi. Rannsaka átti ferðir laxa
sem sluppu úr eldiskvíum og hvert
þeir leituðu.
Þetta var áhugavert verkefni og
gott framtak hjá Veiðimálastofnun
sem hefði getað varpað ljósi á ferðir
eldislaxa með ströndum landsins.
Það er skemmst frá því að segja að
laxeldisfyrirtækin höfðu einhverra
hluta vegna engan áhuga á að taka
þátt í verkefninu.
Stjórn LS hvetur hins vegar Veiði-
málastofnun til dáða í þessu máli
sem öðrum.
Rjúpnaskot
25 stk.
frá 660.-
SPORTVÖRUGERÐIN
SKIPHOLT 5 562 8383
Kristján Ari Arason með lax og Pálmi Jónasson með silung en Pálmi veiddi maríulaxinn
sinn í Staðará á Ströndum í sumar sem leið. 5 punda fisk.
Veiddi maríulax-
inn í Staðará
á Ströndum
Á hverju ári veiða margir veiðimenn
maríulaxinn sem þykja merkileg
tímamót hjá veiðimönnum. Pálmi
Jónasson, fréttamaður, veiddi sinn í
Staðará á Ströndum fyrr í sumar.
„Já, það var í Staðará á Ströndum
sem ég veiddi minn fyrsta lax og
hann var rétt rúmlega 5 pund,“ sagði
Pálmi Jónasson í samtali við Blaðið.
„Vinur minn giskaði á að viður-
eignin hefði staðið í svona 20-30
mín og ég hafði ótrúlega gaman
af. Á meðan ég veiddi laxinn vöpp-
uðu fjórir minkar hjá. Fyrst labbaði
einn minkur, væntanlega mamman,
niður árbakkann og kom stuttu
siðar með þrjá í eftirdragi, líklega
ungana sína“, sagði Pálmi að lokum.
Líklega hafa 100 til 200 veiðimenn
veitt maríulaxonn sinn í sumar enda
bætast alltaf við fleiri og fleiri veiði-
menn í „hópinn“.