blaðið - 25.11.2005, Qupperneq 14
blaðið----
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
VAFI UM KB BANKA
Yfirleitt er litið svo á að heimskreppan mikla hafi hafist í New York
hinn 29. október 1929, en menn gleyma því gjarnan að markað-
urinn náði sér aftur á strik um hríð og um mitt næsta ár töldu
flestir að niðursveiflan væri að baki. En undirstöðurnar voru veikar og
það hrikti í stoðum fjármálastofnana. Hinn 11. desember 1930 komst
einkabankinn United States Bank í þrot, en þó öðrum bönkum hefði
verið í lófa lagið að koma honum til bjargar, höfðu hinir fínu banka-
menn engan áhuga á því þar sem eigendurnir voru gyðingar. Þegar út
spurðist að banki með svo voldugt nafn væri farinn á hausinn var ekki
að sökum að spyrja: Á einni nóttu glötuðu allir bankar trausti almenn-
ings og kreppan hófst af alvöru og stóð í tæpan áratug.
Bankar eru hornsteinn efnahagslífsins og til þess að þeir geti gegnt
hlutverki sínu þurfa þeir að hafa afar traustan fjárhag og bolmagn til
þess að mæta áföllum. Fyrst og síðast þrífast bankastofnanir þó á trauti.
Trausti almennings og annarra bankastofnana.
Að utan berast nú fregnir um að erlendar bankastofnanir efist um
stjórn KB banka, að hann hafi tekið of mikla áhættu, m.a. með lánveit-
ingum til skuldsettrar yfirtöku á fyrirtækjum og kaupum bankans sjálfs
í þeim. Þá er vakin athygli á stærð bankans, hann sé ekki nógu stór til
þess að geta forðast vandræði, en hann sé of stór til þess að íslenska ríkið
geti hlaupið undir bagga með honum ef illa fer.
Hér er ekki um neinar bölbænir að ræða, en hinar erlendu bankastofn-
anir hafa augljóslega ríkar efasemdir um bankann, sem er ekki aðeins
stærsti banki íslands, heldur stór á evrópskan mælikvarða. Þær efa-
semdir munu óhjákvæmilega vekja efasemdir um aðra íslenska banka,
hvernig sem þeim er stjórnað.
íslenskir athafnamenn í útrás þekkja vel hvernig Baugsmálið hefur
varpað skugga á önnur íslensk fyrirtæki á erlendri grundu. Vangaveltur
af því taginu geta reynst fyrirtækjum afar erfiðar, en bönkum geta þær
riðið að fullu.
Yfirmenn KB banka hafa með réttu bent á að hinar erlendu banka-
stofnanir hafi farið nokkuð geyst fram og nefnt dæmi um að þeir fari
með meiri gætni, en þar var haldið fram. En á sama tíma geta þeir kennt
sjálfum sér um. Þeir hafa ekki svarað ýmsum áleitnum spurningum um
stöðu bankans eða eytt vafa um tilteknar ákvarðanir, fjárfestingar og
viðskipti, sem ýmsum sögum fer af.
Slíkur vafi er óþolandi og KB banka ber að gera út um hann með hrein-
skilnum hætti, ekki aðeins vegna bankans sjálfs eða annarra íslenskra
banka, heldur vegna íslensks efnahagslífs og orðspors landsins á alþjóða-
vettvangi.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaóiö
HÚ HRU Aiua ffteEYRTNG/ie
p
\ r ,
?
(jmíix
Álver bóndi og Framsókn
Enn er grafið og sprengt og sprengt
og grafið, borað og borað vítt og
breitt á hálendinu og út á annes.
Teikniborðin svigna undan nýjum
teikningum, Hvalfjörður, Straums-
vík, Reyðarfjörður, Helguvík og
Skjálfandaflói, Eyjafjörður eða
Skagafjörður. Sífellt fleiri staðir.
Þjóðinni talin trú um að eina leiðin
sé ál. Stjórnvöld eru líkt og heltekin,
bergnumin af þessum málmi og er-
lendum risafyrirtækjum sem fram-
leiða hann á grundvelli sérstakrar
íslenskrar mengunarundanþágu,
njótandi einstakra afsláttakjara
á orku og að náttúruspjöllunum
óbættum. Þjórsárver, Langisjór,
Skjálfandafljót, Jökulvötnin í Skaga-
firði, Torfajökulssvæðið og flest þau
fallvötn og háhitasvæði sem virkjan-
leg eru roðna undan girndaraugum
Landsvirkjunar og vina hennar og
Orkuveitan, Hitaveita Suðurnesja
o.fl. vilja vera með í leiknum.
Spilverkið söng fyrir 30 árum á
þessa leið:
ísland elskar álver
og Alvör elskar það
þau kyrja fyrir landann
gleyma stund ogstað
„óguð vors lands'.
við útlent lag.
Fyrir þessum 30 árum voru hug-
myndir um vatnsaflsvirkjanir
og álver þó í öðru samhengi og
viðhorf til umhverfismála allt
önnur en nú er. „Ó guð vors
lands“ við útlent lag á a.m.k. full-
komlega við nú enda samfélagið
og þjóðin hernumin hinu nýja
hernámi álfyrirtækjanna. Fram-
sóknaríhaldið mælir ekki orð frá
munni nema þá álinu til dýrðar
og lýðræðinu og öðrum sjónar-
miðum til háðungar. Svei slíkum
stjórnvöldum.
Enn er af fullri alvöru verið
að troða álverum í þrönga firði
landsins og sturlaðar hugmyndir
um krana á fossa hafa komist
langt á teikniborðinu og jafnvel
enn lengra. Stjórnvöld eru nánast
álóð og telja velferð þjóðarinnar
vera undir því komin að álvæð-
ingin verði sem mest.
Skynsamleg umræða
Af hverju er ekki hægt að ræða
þessi mál með vitrænum hætti?
Hvers vegna fórum við þessa
leið og er virkilega engin leið að
snúa við? Hvernig stendur á því
að Landsvirkjun og stjórnvöld
koma fram við þjóðina eins og
hún sé ekkert nema afglapar? Það
er ekki of seint að viðurkenna
Svandís Svavarsdóttir
mistökin og það er aldrei of seint
að skipta um skoðun. Ekkert rétt-
lætir frekari stórframkvæmdir
á viðkvæmum svæðum hálend-
isins og áframhaldandi eyðilegg-
ingu á náttúrunni. Við skulum
muna þetta þegar mannanna
verk verða sett í dóm fólksins.
Að álæðið, sem hófst fyrir
tugum ára þegar menn höfðu allt
aðrar skoðanir og vitneskju um
náttúru og náttúruvernd, skuli
hafa náð slíkum hæðum í dag
er allt að því grátlegt. Höfum
við ekkert komist áfram? Er
virðing okkar fyrir náttúrunni
takmörkuð og innpökkuð í þrá-
hyggju góðærisins?
Er ekki nóg að gert þegar þjóð-
arbúið er keyrt í botn með þenslu
og brjálæði svo bankar, atvinnu-
rekendur og verkalýðshreyfing
mæla einum rómi um að nú þurfi
að hægja á? Þegar útflutnings- og
samkeppnisgreinum er að blæða
út og hátækni- og þekkingarfyrir-
tækin flýja land. Er þá enn þörf
á áframhaldandi og gríðarlegum
framkvæmdum, virkjunum,
álverum?
Dettur stjórnvöldum bara eitt
í hug? Það er kominn tími til að
þráhyggjuleg og gamaldags úrræði
Framsóknaríhaldsins verði sett út
af borðinu og nútíminn haldi inn-
reið sína í fjölbreyttu atvinnulífi
sem byggir á hugviti, þekkingu og
menntun metnaðarfullrar nútíma-
þjóðar. Enn æpir á okkur nauðsyn
þess að koma stjórnvöldum frá og
hefja endurreisn og uppbyggingu
velferðarsamfélags á íslandi. Sam-
félags þar sem fjölbreytt atvinnulíf
blómstarar og sjálfsögð grunnþjón-
usta er hluti af samfélaginu en ekki
verslunarvara. Þá vegferð er Vinstri-
hreyfingin - grænt framboð reiðu-
búin að leiða.
Höfundur er í 1. sœti
Vinstri grænna
Klippt & skorið
klipptogskond@vbUs
Margir þykjast sjá þess merki að
Morgunblaðið hafi endurheimt
sjálfstraust sitt og vel það eftir
hremmingar haustsins.
Kiippari gat um athuga-
semdir Staksteina við
heimsókn forsetahjón-
anna, en forsetinn sendi
Mogga svo sínar nótur
um málið. í Staksteinum
í gær var enn um málið fjallað og gert stólpa-
grín að röksemdum forsetans, en höfundurinn
telur heimsóknina glögglega fremur tengj-
ast áhuga forsetahjónanna á umgengni við
þotulið heimsins. Er síðan spurt hvers vegna
tengslin við Tortilla (Tortola) í Bresku jómfrúr-
eyjum á Karíbahafi séu ekki betur ræktuð þó
þangað liggi athyglisverðir þræðir úr íslensku
viðskiptalífi.
Pað liggur ekki í augum uppi fyrir leik-
menn við hvað er átt í Staksteinum
með þessu. í viðskiptalífinu vita
menn þó hvað klukkan
slær. Talsvert hefur verið
um það að íslenskir at-
hafnamenn og jafnvel
virðuleg fyrirtæki hafi
stofnað svonefnd aflands-
fyrirtæki eða sjóði þar á
eynni. Þar ríkir ströng
bankaleynd og ereyjan vinsæl til skattaskjóls,
peningaþvættis og annarrar fjársýslu, sem
illa þolir dagsins Ijós. Staksteinar eru þó vafa-
laust að vfsa til sagna um að Baugsmenn hafi
þar sjóði til ráðstöfunar, sem þeir hafi notað
til þess að kaupa með hægð hlutabréf í fyrir-
tækjum, áður en eiginlegt yfirtökuferli hefur
hafist, en eins til þess að kaupa og styrkja
hlutabréf f félögum þeim tengdum þegar þau
hafa fallið í verði. Hvað Moggi hefur fyrir sér í
þessu væri svo gaman að vita.
reiðanleiki Jónsbókar Ólafssonar
beið nokkurn hnekki eftir að í Ijós
kom að safa-
ríkustu sögurnar, sem
Jón nefndi í viðtölum í
kringum útgáfuna, stóð-
ust ekki skoðun. Við
lestur bókarinnar kemur
svo (Ijós að þar er ekki
alltafgættnákvæmni.Á
síðu 101 er sagt frá því að hinn 5. júlí 1972 hafi
Jón verið f yfirheyrslu aðeins 16 ára gamall.
Þeir, sem kunna á dagatal og vita að Jón fædd-
ist í ágúst 1954, geta hins vegar reiknað út að
hann vantaði aðeins elnn mánuð í 18 ár.