blaðið - 25.11.2005, Page 16
16 I HEIMSPEKI OG TRÖARBRÖGÐ
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaðiö
Kirkjan stendurframmi fyrir breyttum tímum
„Jesú talar ekkert um samkynhneigð"
Sjónvarps-vinir eru dæmi um breytt samvistarform
99
í kjölfar nýlegra samþykkta
Alþingis hefur staðfest sambúð
samkynhneigðra verið nokkuð í
umræðunni. Þykir mörgum sem
þjóðkirkjan ætti að bregðast við
breyttum tímum hið snarasta og
veita samkynhneigðum pörum
blessun sína í hjónabandi, meðan
aðrir hallast að því að Biblían
kveði fast á um að samkynhneigð
sé synd og því gengi kirkjuleg
staðfesting á samvistum samkyn-
hneigðra gegn bæði vilja Guðs og
Hinu Góða, svo skilgreindu.
Ekki verður annað sagt en að þetta
sé hið vandmeðfarnasta mál, enda
byggir kirkjan á traustum grunni
hefða og venja. Þó svo að samfélags-
form og staðhættir heimilis - hið
veraldlega - kunni að breyta reglu-
lega um svip er andlegt líf mann-
anna yfirleitt tiltölulega samt við
sig. Kirkjan er engu að síður lifandi
stofnun jafnframt því að vera bjarg-
föst klöpp og þarf því að miða starf
sitt hverju sinni við manneskjurnar
sem hún samanstendur af. Þegar á
þetta bætist að Biblían er, rétt eins
og allir textar, túlkunum mann-
anna háð og oft margræð í þokkabót
má segja að komin sé til heljarinnar
klemma. Blaðið innti Sigurjón Árna
Eyjólfsson, héraðsprest í Reykjavík-
urprófastsdæmi eystra og stunda-
kennara við HÍ, eftir því hvað
Biblían hefur um málið að segja og
hvort eygja mætti lausn á þessu erf-
iða máli.
Biblían segir ósköp lítið
um samkynhneigð
„Veistu, Biblían segir voða lítið um
samkynhneigð,“ segir Sigurjón.
„Hvað varðar Gamla testamentið
má rekja flestar yrðingarnar þar
um þessi mál og önnur keimlík til
tilrauna Israelsmanna til þess að
skilgreina sérstöðu sína sem þjóðar,
eftir fall Jerúsalem og útlegðina. Frjó-
semisátrúnaður í nágrannaríkjum
Israels á þeim tíma fólst m.a. í heim-
sóknum til hofskækna og -karla og
þessu töldu ísraelsmenn nauðsyn-
legt að hafna. Þjóðin var að móta
sig sem trúarsamfélag, sem dæmi
má nefna umskurnina og lögmálið -
viss hreinleikamerki sem höfð voru
í hávegum. Með því að veita þeim
háan sess greindu Gyðingar sig frá
umhverfinu og nágrönnum sínum,
sem höfðu aðra siði.
Nýja testamentið er öðru marki
brennt hvað þetta varðar. Jesú
talar ekkert um samkynhneigð. I
bréfum Páls er að vísu að finna um-
fjöllun um samkynhneigð, en það er
frekar eins og hann fjalli um hana
í framhjáhlaupi - er ekki meginstef.
Orðið „samkynhneigð" kemur fyrir
í vissum lastalistum hans, en það er
jafnvel spurning hvort það er rétt
þýðing á því gríska orði sem Páll
notar.“
Hjónaband er miili karis og konu
-Tekur þá Biblían ekki afgerandi af-
stöðu íþessu máli eins ogsumir vilja
meina?
„Nei, sem slík gerir hún það ekki.
/ umræðunni um
hjónabandið almennt
og staðfesta sambúð
virðist gengið út frá
því að hjónabandið sé
sakramenti og hjálpræð-
isleið, nokkuð sem því
er ekki ætlað að vera.
En hún tekur hins vegar afgerandi af-
stöðu og er skýr á því að hjónaband
er milli karls og konu. Það sem við
stöndum frammi fyrir í dag er að
það eru komin fram á sjónarsviðið
margvísleg annars konar sambúðar-
form, sem kirkjan þarf að skilgreina
og veita á einhvern hátt blessun.
Þetta er ekki nýtt vandamál. Sem
dæmi má nefna að í gamla daga
var einlífi - klausturlíf, afar sterkt
sambúðarform og raunar hafið yfir
hjónabandið af kirkju þess tíma,
sett skör ofar. Þetta breyttist svo
með siðbótinni. Lúter mótmælti
upphafningu klausturlífsins og
sagði ekki hægt að setja eitt sambúð-
arform fram yfir annað. I kjölfarið
hafnar hann svo hjónabandinu sem
sakramenti og gerir það þá um leið
að veraldlegri stofnun, einu formi
lifnaðarhátta af mörgum.“
Er hjónabandið þá ekki
hjálpræðisleið?
„Nei. Hjónabandið er, samkvæmt
lúterskum skilningi, veraldleg
stofnun enda er kirkjuleg blessun
ekki skilyrði eða forsenda þess. Lút-
ersk-evangelísk kirkja hefur aðeins
tvö sakramenti, skírn og kvöld-
máltíð, og þarna virðist hnífurinn
standa í kúnni. I umræðunni um
hjónabandið almennt og staðfesta
sambúð virðist gengið út frá því að
hjónabandið sé sakramenti og hjálp-
ræðisleið, nokkuð sem því er ekki
ætlað að vera. Skírn og kvöldmáltíð
eru einu kirkjulegu athafnirnar sem
eru áþreifanleg tákn um hjálpræði
og fyrirgefningu Guðs.
Þessir hlutir virðast hafa riðlast
í hugsunum fólks um hjónabandið,
því er spyrt við kirkjulega giftingu.
Samfélagsleg samþykkt sambúðar-
forma eru alltaf að breytast, það
má tala um hjónaband og til gam-
ans mætti líka tala um karlaband,
kvennaband, einband og jafnvel
vinaband, líkt og sjá má í sjónvarps-
þáttunum Friends, en það er vissu-
lega sambúðarform sem hefur rutt
sér til rúms síðustu ár. Þetta eru
breytingar sem eiga sér stað í samfé-
laginu og þarf að átta sig á að standa
yfir, taka afstöðu til og virða.
Kirkjan er hægfara stofnun
Fjölbreytileiki sambúðarforma
er sem sagt orðinn almennt viður-
kenndur af samfélaginu og gagn-
vart þessu þarf kirkjan að bregðast,
koma niður á einhvers konar bless-
unarformúlu fyrir annars konar
sambúðarform. Jafnframt þessu
verða menn að virða sérleika hvers
sambands, sérleikur hjónabands
er að hann er milli karls og konu.
Þetta er ekki spurning um gildismat
og dregur ekkert úr gildi annarra
sambúðarforma - enda ætti ekki,
eins og áður sagði, að hefja eitt sam-
búðarform yfir annað, heldur kapp-
kosta að virða lífið í öllum sínum
myndum.“
-Hvað er þáframundan?
„Kirkjan er hægt og rólega að bregð-
ast við þessum breyttu aðstæðum,
en það mun taka tíma því kirkjan
er hægfara stofnun sem hleypur
sjaldan eftir tískubólum, sem betur
fer. Þó má nefna að kirkjan leitast
við að berjast fyrir almennum mann-
réttindum og réttindum, þar á meðal
til handa samkynhneigðum.“
haukur@vbl.is
Rökhornið!
Umsjón: Hrafn Ásgeirsson, BA í heimspeki.
Fjöldi réttra svara bárust við gátu síðustu viku enda var hún í léttari
kantinum. Maðurinn er að sjálfsögðu að horfa á mynd af syni sínum.
Reyndar er íslenska þýðingin tvíræð að því leyti að hægt er að skilja
hana þannig að maðurinn á myndinni eigi engin systkini, en ekki mað-
urinn sem á myndina horfir. Af því tilefni voru einnig tekin til greina
svör þess efnis að hann gæti hafa verið að horfa á mynd af syni sínum
eða einkasyni bróður síns (þ.e.a.s. að hvor tveggja væri mögulegt).
Góð leið til að skýra fyrir sér gátuna er að „byrja aftast“, þ.e. á lýsing-
unni „föður míns sonur“. Það þýðir það sama og „sonur föður míns“
og ef systkinahópurinn er enginn þá er þetta mælandinn sjálfur. Ef
við setjum okkur í spor þess sem á myndina horfir þá getum við sett
„ég sjálfur" í stað „föður míns sonur“ og lokasetningin litur þá svona
út: „Faðir þessa manns er ég sjálfur". Gátan er þá engin gáta lengur og
ekki rímar hún heldur:
„Hópur systkina er enginn, telur núll karla og konur,
en faðir þessa manns er ég sjálfur“.
Gáta vikunnar:
Enginn köttur er með þrjár rófur.
Allir kettir eru með einni rófu fleiri en enginn köttur.
Af því leiðir að: allir kettir eru með fjórar rófur!
I hverju felst villan?
Svör sendist á haukur@vbl.is
Verðlaunabók vikunnar i
boði Bókmenntaíélagsins
Samdrykkja Platóns leggur línurnar fyrir vestrœna hugsun
„Að feta rétta leið í ástarmálum - eða
láta annan leiða sig inn á hana - felst
þá í þessu: maður leggur af stað
frá fögrum jarðneskum hlutum,
með hina handanverðu fegurð sem
stefnumark, fetar sig æ uppávið og
notar áfangana á leiðinni eins og
fótstall: frá einum fögrum líkama
til tveggja og frá tveimur til allra
fagurra líkama; áfram frá fögrum
líkömum upp til fagurra lífshátta,
og frá lífsháttunum til fagurra vís-
inda, og frá vísindunum til þess að
hafna að endingu í þessari hinstu
vitneskju sem er ekki vitneskja um
neitt annað en hið fagra sjálft, svo
að um síðir skynjar maður sjálft eðli
hins fagra.“
Svo kemst maðurinn sem lagði
hornsteina vestrænnar hugsunar,
Platón, að orði í Samdrykkjunni,
en hún er eitt rómaðasta rit heims-
bókmenntanna og forngrískrar
menningar eins og þau leggja sig.
Ofangreind yrðing er margslungin
og fjallar ekki aðeins um fagurfræði,
eins og ætla mætti, heldur rímar
einnig við þekkingarfræði Platóns
og hugmyndir hans um hugtök og
frummyndaheiminn góða. Sam-
drykkjan er þó fyrst og síðast fram-
setning Platóns á eigin hugmyndum
um ást og fegurð, en þær hafa
öðrum fremur verið grunnur að við-
horfi Vesturlandabúa um þessi efni
allt fram á þennan dag.
haukur@vbl.is
Vélin sem þú hefur beðið eftir!
Finepix S9500 sameinar það besta úr venjulegum stafrænum myndavélum og D-SLR.
FUJIFILMI
Sjá nánar: www. fujifilm.is / www.ljosmyndavorur.is
Ljósmyndavömr Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 04501 Myndsmiöjan Egilsstöðum
Innbyggð 28-300 mm linsa (10.7x)!
9.0 milljón díla Super CCD HR flaga með “Real Photo” tækni.
■ Aðeins 0,8 sekúndur að kveikja á sér og verða tökuklár! Tökutöf er aöeins 0,01 sekúnda!
i Hægt að stilla handvirkt og stýring á aðdráttarlinsu er á linsuhringnum!
Vélin tekur kvikmyndir og hægt er að breyta aðdrætti meðan á töku stendur!
Með háhraða USB 2.0 tengi fyrir skráraflutning í tölvu.
• Skór fyrir auka flass!
Verð kr.
69.900