blaðið - 25.11.2005, Page 18

blaðið - 25.11.2005, Page 18
18 I /ISTÍIJL FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaöiö Aðstœður heimilislausra Menn vilja ekki sjá óhreinu börnin inni í fínu stofunni Heimilisleysi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Til að stinga á því þjóðfélagskýli af sem mestri áfergju á meðan athygli almennings helst þá var blaðamaður sendur út af örkinni til þess að kynna sér málið betur. Það er hart að eiga hvergi höfði að halla á kaldri vetrarnóttu BMWSteim hugi það að þegar fólk ratar inn á Kaffistof- una til hans þá er það búið að brjóta gífurlega mörg mörk innra með sér. „Það er búið að láta af ákveðnu stolti. Brjóta 99............................. „Yngsti einstaklingurinn sem ég heffengið hingað inn var 12 ára gamall. Hann gafmér engin svör þegar ég var að spyrja hann um aðstæður hans. Hann virtist bara vera á vergangi og var afarilla til hafður. Hann leit út fyrir að hafa komið úr mjög slæmum aðstæðum." odd af oflæti sinu. Þetta eru svona svipuð mörk og fólk fer yfir þegar það fer að betla, það gerirslíktekki nema í miklli neyð. Það er sama neyðin sem rekur fólk hingað," segir Árni og bætir við að Kaffistofa ................. Samhjálpar sé hálfgerður lokaákvörðunarstaður óreglufólksins. Stórborgir fjölga einmana einstaklingar „Það er frekar skilningsleysi en for- dómar. Það vill engin vita af þessu. Það er ekki einhver mannvonska sem veldur heldur eitthvað annað,“ segir Árni þegar hann er spurður um hvað valdi því sinnuleysi sem þessum hópi fólks er sýndur i þjóðfé- laginu. „Það er alger misskilningur að þetta fólk sé eitthvað hættulegt umhverfi sínu. Sennilega passa þeir ekki inn í glansmyndina. Menn vilja ekki sjá óhreinu börnin inni í fínu stofunni." Árni segir það auðvitað alveg ótækt að á jafn auðugu landi og í sland skuli svona ástand vera viðvar- andi. „Hver einasti maður sem hefur snefil af kærleika og réttlætiskennd hlýtur náttúrulega að ofbjóða slíkt. Þú skilur ekki eftir eitt barnið þitt bara vegna þess að er skítugt. Fólk verður sinnu- lausara eftir því sem stór- borgarbragur Reykjavíkur eykst. Það virðist vera eitthvað lög- mál í gangi að eftir því þegar borgir verða stærri því meira verða ein- staklingarnir einmana." Við erum öll þræiar okkar félagslegu aðstæðna Þegar Árni er spurður út í hvað sé hægt að gera til að bæta ástandið er enginn skortur á svörum. „Það vantar fleiri meðferðarpláss fyrir þessa allra verst settu, utangarðs- mennina. Það vantar meira fjár- magn í langtímameðferðir. Fólkþarf allt upp í eitt og hálft ár til að ná sér. Það þarf að koma því inn í rútínuna. Það þarf til dæmis að koma því aftur upp á að þrífa sig reglulega og rifja upp hvernig eigi að búa um rúm. Eg held að fáir geri sér raunverulega grein fyrir því hversu illa gatan fer með fólk og hvernig sálarlíf þess er orðið þegar þangað er komið. Það er mjög mikið búið að ganga á í lífi þessa fólks, það er búið að brenna Hugmyndin var sú að finna ein- hverja heimlislausa og spyrja þá álits á stöðu mála og fá að heyra þeirra raddir. Það vafðist hins vegar fyrir óhörðnuðum blaða- manni hvernig hann ætti að bera sig að við slíka leit, enda hafði honum verið kennt í gegnum allt sitt uppvaxtarskeið að það ætti ekki að dæma bækur eftir kápunni einni saman. Það var honum því ekkert sérlega auðveit að koma óyggjandi auga á hina heimilislausu enda standa þeir ekki kyrfilega merktir á hverju götuhorni. Ogæfu fylgir nefnilega ekki niðurnjörvuð staðalímynd. Eitt eiga þó líklega allir utangarðs- menn landsins sameiginlegt utan ógæfunnar og það er heimsókn á Kaffistofu Samhjálpar. Þangað hélt Þórður Snær Júlíusson í leit að íslenskum veruleika og fann hann í einum helsta bandamanni hinna ólánsömu, Árna Helga Gunnarssyni, stuðningsfulltrúa Samhjálpar, sem starfar þar. Aðstæður heimilislausra Árni er búinn að vinna á Kaffistof- unni í tæplega 6 ár. Þegar hann er spurður um ástæður þess að hann hafi valið sér þennan starfsvettvang segir hann að hann hafi verið í þeirri stöðu að lenda á götunni sjálfur. ,Mér auðnaðist sem betur fer að fara i meðferð á Hlaðgerðarkoti þar sem ég frelsaðist og hef verið edrú síðan.“ Þegar hann var spurður hversu marga hann teldi vera heimilislausa þá sagðist hann alltaf haft það á til- finningunni að þetta væru um 140 manns en hefur þó heyrt tölur allt upp í 200 manns. „Það er ekki byggt á neinu nema minni tilfinningu og á meðan ég get ekki bent á neitt fast þá geta pólitíkusar auðvitað búið til sínar eigin forsendur," segir Árni og bætir við að sér finnist ástandið frekar vera að versna en hitt. „Það er ekki bara fjöldi heimilislausra sem er að aukast heldur er aldur þeirra alltaf að færast neðar vegna aukinnar eiturlyfjaneyslu. Það er stöðug og eftirtektarverð aukning. nrni neigi uunnarsson er ner vinstra megin vio storr a Kamstoru samnjaipar. Það er mín tilfinning að við eigum eftir að verða varir við mjög mikla aukningu næstu árin nema að það verði eitthvað gert. Yngsti einstak- lingurinn sem ég hef fengið hingað inn var 12 ára gamall og gat ekki gefið mér nein svör þegar ég var að spyrja um hans aðstæður. Hann virtist bara vera á vergangi, var afar illa til hafður og leit út fyrir að hafa komið úr mjög slæmum aðstæðum. En hann kom einungis hingað 2-3 sinnum þannig að þetta hefur verið tímabundið, en hann kom samt hingað til að fá sér að borða. Þetta er algjör hryllingur." Eiturlyfin keyra menn út á miklu meiri hraða Árni segir að vandamálin séu að auk- ast vegna þess að eiturlyfjaneysla er alltaf að aukast. „Þetta fer allt saman: Harðari efni, styttri líftími og það að fólk er miklu fljótara að keyra sig niður. 60 ára gamall alkó- hólisti sem er búinn að drekka í 40 ár er kominn á ákveðið stig í sínum sjúkdómi. Eiturlyfjaneytandinn er að keyra sig niður jafn mikið á 3-4 árum þannig að það segir sig sjálft að þetta á eftir að versna ef ekki verður gripið í taumana.“ Árni segir að það verði að athuga

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.