blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 26
26 I HELGIN FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2005 blaöiö Jólin koma... Nú þegar aðventan er að ganga t garð eru ýmsir spennandi hlutir í boðifyrir barnafólk. Það er um aðgera að njóta tímansfyrirjól með börnunum ognjóta aðventunnar. Hérkoma nokkrar hugmyndir að skemmtilegum hlutum sem hœgt er að gera um helgina. Nú erujóla- þorpin að rísa og eitthvað fyrir alla og má þar nefna: .. Jólaþorpið í Hafnarfirði Jólaþorpið er nú risið í Hafnarfirði. Það er frábært fyrir barnafólk að rölta um í Hafnarfirðinum og skoða litlu jólahúsin sem risið hafa í jólaþorpinu á nýuppgerðu Thors- planinu. Þessa dagana er verið að skreyta öll húsin og stemmningin magnast með hverjum deginum. í dag koma um 700 leikskólabörn í Jólaþorpið og skreyta jólatrén. í jóla- þorpinu verður án efa skemmtileg stemmning og ekki spillir ilmurinn af greninu og piparkökuilmurinn. Jólasveinninn og Grýla eru sögð lögð af stað til byggða og vonast er eftir )ví að þau mæti á laugardaginn. Jóla- jorpið opnar klukkan 12:00 og er opið til 18:00. Klukkan 14:00 verður kveikt á jólatrénu á Thorsplani og verður skemmtidagskrá í boði. ...Solla stirða í Ráðhúsi Reykjavíkur 1 Ráðhúsinu verða tónleikar klukkan þrjú á laugardaginn með lúðrasveit verkalýðsins. Leikin verða lög ætluð yngri áhorfendum til dæmis úr leikritinu Kalli á þakinu, Latabæ, Disney myndum og þá verða íslensk ættjarðarlög leikin. Kynnir er engin önnur en Solla stirða (Linda Ásgeirs- dóttir). Aðgangur er ókeypis. ...Náttúran skoðuð Það mun sennilega koma mörgum á óvart hversu gaman krakkar hafa af því að skoða sig um og fræðast í leiðinni. Heimsókn í Náttúru- gripasafnið er hrein upplifun fyrir krakka og minningin lifir oft lengi hjá börnunum og það eru eflaust margar spurningar sem vakna hjá þeim um náttúruna. Það er alltaf nóg að skoða fyrir börn í Náttúru- gripasafni fslands. Þar geta krakkar skoðað ýmsa fróðlega hluti, skoðað skrýtna steina, dýr og plöntur. Krökkum finnst flestum mjög fróð- legt og skemmtilegt að fræðast um náttúruna og á safninu er svo sann- arlega hægt að skoða margt fróðlegt og skemmtilegt. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 13:30 til 16:00. Ókeypis er inn fyrir krakka 17 ára og yngri en 300 krónur fyrir þá sem eldri eru. .Friður og ró í amstrinu Þá er alltaf gott að slappa af og mörg börn hafa gaman af því að heim- sækja sunnudagaskólana. Flestar kirkjur bjóða upp á skemmtilegt barnastarf og má þar nefna Digra- neskirkju. Þar verður boðið upp á sunnudagaskóla þar sem Stopp leikhópurinn flytur leikþáttinn Kamilla ogþjófurinn eftir Kari Vinje á sunnudaginn klukkan ellefu. Ðl HAFNARFI S. 555 4420 Kveikt á jólatrénu í Kringlunni ásunnu- daginn Kveikt verður á jólatrénu í Kringl- unni klukkan þrjú á sunnudaginn og mun skólakór Kársness syngja við það tækifæri ásamt stúlknasveit- inni Nylon og Heiðu í Unun. Dorit Moussaieff, forsetafrú, kveikir á trénu og jólasveinarnir verða á staðnum. Dorrit mun einnig hefja pakkajól Kringlunnar og Bylgj- unnar með því að setja fyrsta pakk- ann undir tréð. Eins og undanfarin ár standa Mæðrastyrksnefnd og Fjöl- skylduhjálp Islands að söfnuninni. Söfnunin er opin til 21. desember en fram að þeim tíma getur fólk komið gjöfum til skila í Kringluna. Samkvæmt upplýsingum frá Her- manni Guðmundssyni, markaðs- stjóra Kringlunnar, var fjölmennt þegar kveikt var á jólatrénu í fyrra og fólk farið að safnast saman við tréð nokkru áður en kveikt var á því. Litlir listamenn Uppboö til styrktar Mæöra- styrksnefndar Á laugardaginn verður uppboð með myndum eftir börn til styrktar Mæðrastyrksnefndar haldið klukkan 17:15 í verslun Yggdrasils, Skólavörðustíg 16. Leikarinn Örn Árnason verður uppboðshaldari. Uppboðið er afbragðs tilefni til að mæta í jólaskapi með börnin og leggja um leið góðu málefni lið í anda jólanna. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir börn og fullorðna. Myndirnar verða síðan seldar á uppboði til styrktar Mæðrastyrks- nefndar og var þess farið á leit við nokkrar verslanir í miðbænum að þær tækju að sér að sýna myndirnar í búðargluggum sínum fram að upp- boðinu. Eftirtaldar verslanir verða með myndirnar til sýnis fram að uppboði: Kaffi Hljómalind - tískuverslunin Joss - Kós leðurvörur - Yggdrasill - GK Reykjavík - Sipa - Leikbær - Jurtaapótek - Húfur sem hlæja - Rauði kross íslands - Hattabúð Reykjavíkur - barnafataverslunin Du pareil au meme - Villtar og vand- látar - Dressmann - Ecco skóbúðin - Englabörnin. Þann 22. október síðastliðinn fengu börn tækifæri til að styðja gott máíefni í verslun Yggdrasils, Skóla- vörðustíg 16. Þá var öllum börnum boðið að koma og mála myndir með náttúrulegum litum undir leiðsögn Helgu Óskarsdóttur frá Waldorfleik- skólanum Sólstöfum. Europris og Litir og föndur gáfu rammana. Þátt- taka var góð og söfnuðust margar myndir. Brúðuleikhús með selnum Snorra A laugardaginn mun Helga Steffen- sen frumsýna nýja brúðuleiksýn- ingu um selinn Snorra. Leikritið er byggt á samnefndri norskri sögu sem skrifuð var 1941. Að sögn Helgu er þetta í fyrsta skiptið sem sagan er sögð í brúðuleikhúsi. Það eru Helga Steffensen og Erna Guðmars- dóttir sem sjá um brúðugerð og Örn Árnason er leikstjóri. Sýningin tekur hálfa klukkustund og er fyrir börn sem eru tveggja ára og eldri. Sýningin er ferðasýning sem verður meðal annars sýnd í leikskólum. Um stjórn á leikbrúðum sér, auk Helgu, Aldís Davíðsdóttir. Sýningin verður frumsýnd á laugardaginn í Gerðubergi og verður einnig sýnd 3. desember í Gerðubergi. Miðaverð er 600 krónur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.