blaðið - 28.11.2005, Page 16

blaðið - 28.11.2005, Page 16
16 I SNYRTIVÖRUR MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 blaðiö Púðurmeik með satínáferð Púðurmeikið frá Chanel er sérstaklega gott og hentar öllum húðgerðum. Þetta er þurrt púðurmeik með satínáferð en eiginleikar þess gera það að verkum að skuggar, fínar línur og fleira sem konur vilja hylja verður ekki eins sýnilegt. Púðrið hylur mjög vel án þess þó að það liggi ofan á húðinni og verði of áberandi. Flestar konur þekkja það eflaust að meik og púður geta orðið of áberandi á húðinni og minna einna helst á grímu. Með þessari vöru er hægt að ná fram náttúrulegri og fallegri förðun án þess að skil myndist en áferðin er alveg eðlileg. Púðurmeik sem allar konur, ungar sem aldnar, ættu að prófa enda góð vara sem gerir áferð húðarinnar afar fallega. Hentar bæði hversdags og við ýmis fínni tilefni. Pœgilegur augnhára- maskari trá CEE Auðveldur í notkun og endist vel í stað þess að lita augabrúnirnar með augn- skugga getur verið afar þægilegt að nota þartil- gerðan maskara. CEE býður upp á augnháralit í formi maskara en liturinn endist vel og hentar öllum. Vel er hægt að stjórna hversu dökkar augabrúnirnar verða með því að setja minna eða meira í burstann, eftir því sem við á. Með maskaranum er einnig auðvelt að móta auga- brúnirnar á fallegan og eðlilegan hátt. Afar skemmtileg nýjung í línunni frá CEE. Farðu á www.bladid.net og losaðu þig vlð gamla dótið eða hringdu í Smáauglýsingasíma Blaðsins 510-3737 Smáauglýsingar Blaðsins losa þig við gamla bílinn hratt og örugglega, á aðeins Djúphreinsandi og endurnýjandi maski Frábœr varafrá Elizabeth Arden Allar konur þurfa að huga að um- hirðu húðarinnar enda mikilvægt að húðin sé í góðu lagi þegar notuð eru hin ýmsu efni við förðun. Það er ekki nóg að farða sig flott og reyna eftir fremsta megni að líta vel út - húðin skiptir öllu máli og nauðsyn- legt að sinna henni sem skildi. Hægt er að fá mjög góðan djúp- hreinsandi og endurnýjandi maska frá Elizabeth Arden, en maski þessi er með mjög sérstöku sniði. Olíkt flestum öðrum möskum er hann penslaður á og tekinn af í heilu lagi. Hann myndar lag á húðinni og er síðan bara tekinn mjúklega af og ekkert þarf að notast við þvotta- poka, bómull eða annað til þess að ná honum af. Dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi losna undan yfir- borði húðarinnar og andlitið verður ferskara og mýkra auk þess sem raki húðar- innar verður meiri. Sér- staklega góður maski fyrir allar húð- gerðir sérstak- lega á tíma sem þessum þegar tekið er að kólna og húðin á auð- veldara með að þorna. Maskinn fæst í öllum helstu snyrtivöru- verslunum á góðu verði. Vaxaðu auga- brúnirnar heima Nýtt vaxfrá Sally Hansen Flestar konur kannast eflaust við leiðinleg og óvelkomin lítil hár sem taka sér bólstað í kringum auga- brúnirnar, munninn eða önnur svæði. Þar sem plokkun dugar oft ansi skammt getur verið sniðugt að vaxa þessi svæði og vera þannig laus við alla umhirðu í nokkrar vikur. Sally Hansen hefur nú sett skemmti- lega vöru á markað - vax sem notað er heima fyrir og hentar öllum húð- gerðum. Það eina sem þú þarft að gera er að hita vaxið í örbylgjuofni í nokkrar mínútur og bera síðan á þau svæði sem þarf að laga. Það er svo alveg óþarfi að notast við papp- írsstrimla. Efnið festist á þann hátt að auðvelt er að rífa það af eftir ör- fáar sekúndur - með öllum þeim hárum sem undir eru. Þess má geta að ekki er um mikinn sársauka að ræða eins og oft þegar vax er notað. Varan er afar auðveld í notkun og hefur varanleg áhrif. í pakkning- unni er einnig krem sem sett er á húðina til þess að losna við ertingu og roða, auk þess sem lítill plokkari fylgir fyrir þau hár sem ekki nást með.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.