blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 blaðið A&nars vottað réttingaverkstæði Bflasprautun • Réttingar • Framrúðuskipti ðtvegmn bflaleigubfla KJörord oliltar er „bgnKiiiuka" Ferguson slærásögur um brott- hvarf Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, segist verða við stjórnvölinn á Old TraíFord næstu leiktíð og jafnvel eiga eftir þrjú ár í viðbót. Hinn aldni kappi segist enn gera langtíma áætlanir sem miða að því að hann stjórni liðinu áfram. Ferguson, sem er 64 ára, mun næsta nóvember ná 20 ára starfsaldri sem knatt- spyrnustjóri United. Háværar sögusagnir hafa verið uppi um að hann verði látinn taka poka sinn eftir þessa leiktíð vegna slaks gengis liðsins það sem af er þessarar leiktíðar. Margir stuðningsmenn liðsins eru orðnir óþolinmóðir og vilja sjá breytingar á Old Trafford. Stórmeistari ísúmóglímu Stórmeistarinn í súmóglímu, Asashoryu frá Mongólíu, brosti þegar hann tók á móti forsætisráðherra-bikarnum frá japanska forsætisráðherr- anum, Junichiro Koizumi, á fimmtán daga stórmeistara- mótinu í Fukuoka í Japan. Asashoryu fór í sögubækurnar þegar hann varð fyrsti í sögu súmóglímunnar til að vinna sjö keisarabikara í röð. Handbolti: Öruggur sigur íslendinga Hnefaleikar: RickyHatton með enn eitt rothöggið Breski boxarinn Ricky „Hitt- man“ Hatton mætti Carlos Maussa í bardaga um IBF og WBA léttveltivigtartitilinn síðastliðið laugardagskvöld í Sheffield í Englandi. Það var mikil pressa á Hatton þetta kvöld og í salnum voru meðal annars þeir Prince Naseem Hamed og Marco Antonio Barrera. Þessi pressa virtist hafa áhrif á Hatton og varð til þess hann mætti kærulaus til leiks og gerði mörg mistök í tilraun sinni til þess að vinna bardag- ann hratt og örugglega. Þetta varð til þess að hann fékk á sig nokkur þung högg í upphafi bardagans. Hann fékk skurð fyrir ofan vinstra auga eftir fyrstu lotu og annan skurð yfir hægra auga í þeirri þriðju. Þrátt fyrir það vann Hatton hverja einustu lotu bar- dagans og rotaði svo Maussa með vinstri krók í níundu lotu. Hatton, sem er skærasta stjarna Breta í boxheiminum um þessar mundir, á að baki ótrúlegan feril. Hann hefur 40 sinnum mætt í hringinn, hefur aldrei tapað bardaga og hafa 30 þeirra endað með rothöggi. BMii/Steinar Hugi Ein heitasta stjarnan í boxheiminum í dag vann bardaga helgarinnar örugglega. íslenska landsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Norðmönnum í þriðja og síðasta leik þessara þjóða um helgina. Sigurinn var aldrei í hættu hjá íslensku strákunum. Þeir mættu mjög grimmir til leiks og náðu strax fjögurra marka forystu 6-2. Þessi forysta hélst óbreytt og staðan í hálfleik var 17-13, íslend- ingum í vil. Strákarnir mættu síðan enn grimmari f síðari hálfleikinn og juku forystuna jafnt og þétt - staðan um miðjan síðari hálfleik var 25-16. En þá var eins og íslensku strákarnir væru orðnir öruggir með sigurinn og slökuðu aðeins á en lokatölur í þessum leik urðu 32-26, íslandi i vil. Sáttur við niðurstöðuna Þegar Blaðið hafði samband við Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfara í gær, sagðist hann vera ákaflega sáttur við útkomu leikjanna þriggja. „Markvarslan í bessum leik var frá- bær og Birkir Ivar sýnir okkur að hann er alltaf að verða betri og betri. Hann er markmaður númer eitt hjá íslenska landsliðinu. Hins vegar var markvarslan slök í leiknum á laugar- daginn, við fengum mjög fá hraða- upphlaup og þar liggur munurinn milli leikja. I nútíma handbolta þarf lið að vera með 18-20 varða bolta í leik,“ sagði Viggó. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í leiknum með 10 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson með 6 mörk hvor. Fyrri leikirnir Islenska landsliðið vann yfirburða sigur í fyrsta leiknum sem leikinn var á föstudaginn í Vestmanna- eyjum. Þar var Alexander Pettersson markahæstur íslenska liðsins með 7 mörk og þeir Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson með 6 mörk hvor. Liðin mættust svo öðru sinni á laugardaginn í Mosfellsbæ þar sem íslenska landsliðið missti unninn leik niður í jafntefli á síð- ustu mínútunum. Leikurinn endaði 33-33 þar sem Snorri Steinn Guðjóns- son var markahæstur með 10 mörk og Einar Hólmgeirsson með 7 mörk. Enski boltinn: Bræðraslagur í enska boltanum Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum í gær. Fjórir leikir fóru fram í enska bolt- anum í gær. Sá leikur sem vakti mesta athygli var viðureign Manc- hester United og West Ham United. Þar tókust á bræðurnir Rio Ferdin- and og Anton Ferdinand. Það voru gestirnir sem komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins með fallegu marki frá Marlon Harewood. Það voru svo þeir Wayne Rooney og Jhon O'shea sem tryggðu gestunum stigin þrjú með mörkum sínum og eru United komnir upp í annað sætið í ensku deildinni Everton tók á móti Graeme Sou- ness og lærisveinum hans í Newc- astle. Eina mark leiksins skoraði Yobo með skalla eftir hornspyrnu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og tryggði þar með Everton fjórða sigur sinn á leiktíðinni. Fullham vann Bolton með tveimur mörkum gegn einu þar sem Fullham skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Brian Mcbride skoraði tvö mörk Fullham snemma í fyrri hálfleik og Sylvain Legwinski skoraði sjálfsmark á ní- tugustu mínútu. Middlesbrough fékk nýliðana í West Brom i heim- sókn. Það var Ástralinn Mark Vid- uka sem koma heimamönnum yfir eftir ellefu mínútna leik en Nathan Ellington jafnaði á sautjándu mín- útu. Það var svo Kanu sem kom gestunum yfir á fimmtugustu og sjöttu mínútu en Yakubu jafnaði úr víti þegar tuttugu og fimm mín- útur voru eftir og urðu það lokatölur leiksins. lc

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.