blaðið - 29.11.2005, Side 2

blaðið - 29.11.2005, Side 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöiö SUSHI TRHIÍl Kreditkort hf. Ixtnkalla um 200 kort OPNAR 1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Nokkrir íslendingar urðufyrir barðinu á kortamisnotkun í Bandaríkjunum. Tjón ekki talið mikið en fleiri kort innkölluð af öryggisástœðum. Öryrkjabandalagið: Málið þing- fest í dag Mál Öryrkjabandalags íslands (Öí) á hendur ríkisstjórn Islands verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Upphaf málsins má rekja til samkomulags milli ÖI og ríkisstjórnarinnar árið 2003 þar sem samið var um hækkun grunnlífeyris. ÖI segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við samkomulagið að fullu og að enn vanti fimm hundruð millljónir upp á. Þegar ljóst var að ekki yrði reiknað með þess- ari upphæð í fjárlögum fyrir árið 2005 ákvað Öfað stefna stjórnvöldum um samningsrof. Viðskipti: 100 sagt upp Um 100 starfsmönnum Bakka- vör Group i Bretlandi verður sagt upp störfum á næstunni samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu í gær. Uppsagnirnar eru hluti af aðgerðum til að samþætta og hagræða í rekstri Bakkavör Group eftir yfirtöku félagsins á Geest Ltd. fyrr á þessu ári. I yfirlýsing- unni kemur fram að um sé að ræða 100 starfsmenn sem vinna á skrifstofu félagsins í Lincolnshire en einnig er unnið að hagræðingu í verksmiðjum félagsins. Listaháskóli íslands: Nýr rekstrar- samningur undirritaður I gær var undirritaður rekstr- arsamningur fyrir Listaháskól- ann sem gildir til fjögurra ára. Með samningnum eru skólanum tryggðar 500 millj- ónir króna á ári til reksturs- ins. Það voru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor skólans, sem undirrituðu samninginn. Kreditkort hf. innkallaði í gær um 200 mastergreiðslukort vegna gruns um að óprúttnir náungar hefðu náð að afrita segulrönd þeirra og komist yfir PIN-númer. Aðeins kort sem notuð voru í hrað- bönkum í Bandaríkjunum á vissu tímabili voru innkölluð en að sögn Kreditkort hf. er ekki talið að margir íslendingar hafi orðið fyrir tjóni að völdum þessa. Nota sérstaka iesara Forsaga málsins er sú að nokkrir einstaklingar urðu varir við óeðli- legar úttektir af kortunum sínum og gerðu athugasemdir við það. I kjöl- farið hóf svikadeild Kreditkorta hf. rannsókn á málinu sem leiddi í Ijós staðfestan grun um að segulrendur kortanna hefðu verið afritaðar og PIN-númerum stolið. Frekari rann- sóknir beindu augum manna að ákveðnum hraðbönkum í Bandaríkj- unum og því ákveðið að innkalla öll þau kort sem höfðu farið í gegnum þábanka ávissu tímabili. I tilvikum sem þessum er talið að þjófar noti sérstaka lesara sem festur er á hrað- banka til að afrita segulrönd. Þá er einnig þekkt að þjófar noti mynda- vélar sem komið er fyrir ofan lykla- borð til að ná í PIN-númer en yfir- leitt stoppa þjófar stutt við hvern banka og oft ekki lengur en klukku- stund í senn. Ekki víst að kort séu í hættu Að sögn Bergþóru Ketilsdóttur, for- stöðumanns upplýsingatæknisviðs Kredikort hf, þá er innköllunin fyrst og fremst gerð í öryggisskyni en ekki er talið að eigendur þessara 200 korta hafi orðið fyrir tjóni. Hún segir ómögulegt að koma í veg fyrir fyrstu tjón en ef grunur leikur á að fleiri kort geti verið í hættu sé starfs- reglan sú að innkalla kort. „Allir korthafar sem lentu í tjóni höfðu notað kortin sín í þessum hrað- bönkum. Það sem við erum að gera af öryggisástæðum er að finna þá sem hafa farið í sömu hraðbanka og loka þeim kortum. Það er ekkert víst að þau kort séu í hættu.“ Bergþóra segir að tjón þeirra sem urðu fyrir barðinu á þjófunum ekki hafa verið mikið og fylgst sé með mögulegum kortasvindlum og þjófnaði og inn- köllun af þessu tagi sé ekki óeðlileg þó fjöldinn sé meiri núna en hún á að venjast. „Þetta er dálítill fjöldi korta en það kemur fyrir að við inn- köllum kort þegar við teljum mögu- lega hættu vera fyrir hendi. Okkur finnst það vera góð vinnuregla og viðskiptavinir eru oftast ánægðir með það.“ ■ Þjófar nota oft hraðbanka til að stela PIN-númerum og afrita segulrendur. Reykjanesbraut: Alvarlegum slysum fækkar Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur hingað til gefið góða raun og ekki meira um hraðakst- ur en áður að sögn lögreglu. Alvarlegum umferðarslysum hefur stórfækkað á Reykjanesbrautinni eftir tvöföldun vegarkaflans frá Hvassahrauni að Vogaafleggjara. Frá formlegri opnun þann 27. júní á síðsta ári til dagsins í dag hafa engin banaslys orðið og aðeins einu sinni voru meiðsli talin alvarleg. Ekki meira um hraðakstur SamkvæmtupplýsingumfráUmferð- arstofu létust átta manns í fimm um- ferðarslysum á þessum vegarkafla frá árinu 1998 til ársins 2004. Árið 2000 létust fjórir í tveimur slysum, árið 2001 lést einn, árið 2003 létust tveir og í fyrra lést einn. Frá tvö- földun vegarkaflans hafa orðið 13 umferðarslys þar sem meiðsli voru í eitt skipti talin alvarleg. I tvö skipti var um smávægileg meiðsli að ræða og í tíu umferðaróhöppum sluppu allir án líkamlegs tjóns. Á síðast- liðnum átta árum hefur það þrisvar komið fyrir að heilt ár hefur liðið án þess að banaslys hefur átt sér stað og aðeins tvisvar á síðastliðnum fimm árum. Árið 1998,1999, 2002 og 2005. Þess ber þó að geta að árið 1999 lét- ust tveir í tveimur alvarlegum um- ferðarslysum á Reykjanesbrautinni sem áttu sér stað fyrir utan vegar- kaflann sem nú hefur verið tvöfald- aður. Lengi var óttast að breikkun vegarkaflans mundi leiða til þess að aukning yrði á hraðakstri og al- varlegri slysum. Samkvæmt lögregl- unni í Keflavík hafa þær spár ekki ræst og hraðakstur ekki almennari nú en fyrir tvöföldun. Lögreglan bendir þó á að nú þurfi tvær lög- reglubifreiðar til að vakta brautina í stað einnar áður þ.e. einn bíl fyrir hvora akstursátt. ■ Akureyri: Sjúkraliðar kjósa um verk- fallsboðun Sjúkraliðar sem starfa hjá sveit- arfélögum kjósa um hvort heim- ila skuli boðun verkfalls. Vilji mun vera fyrir verkfallsboðun verði ekki samið við sjúkraliða á næstu dögum, en samningar hafa verið lausir í eitt ár. Formaður deildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra gerir fastlega ráð fyrir að verk- fallsheimild verði samþykkt, enda hafi samningaviðræður gengið afar hægt. Verkfall hefst 19. desember, hafi ekki verið samið fyrir þann tíma. Ríkið hefur þegar samið við sjúkraliða. Sjúkraliðarnir eru samtals 170, langflestir hjá Akureyrarbæ, en sveitar- félögin sem um ræðir reka sjúkrastofnanir fýrir ríkið. Aðalfundur deildar sjúkraliða á Norðurlandi eystra skoraði á dögunum á samninganefnd sveitarfélaganna að semja hið snarasta og benti á að Akureyrarbær hefði ekki greitt út orlofsuppbót í sumar. Áhrifamikil og sönn Ingólfur Margeirsson fékk heilablóðfall fyrir fáum árum og fjallar í þessari bók um baráttu sína við að öðlast bata á nýjan leik. Afmörkuð stund er einstök lesning og mikil uppörvun öllum þeim sem lent hafa í alvarlegum skakkaföllum í lífinu. Lifandi og sönn frásögn eins og Ingólfi Margeirssyni er einum lagið. SKRUDDA fyjarslóð 9-101 Reyfcjavik $. SS2 8866 - skrudda&'skrudda-ls www.skrudda.is O Heiðskfrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjaö Rigning, lítilsháttar /// Rigning 9 9 Súld Snjókoma * Sjj Slydda \JJ Snjóél ^jj Skúr Amsterdam 05 Barcelona 11 Berlín 03 Chicago 02 Frankfurt 03 Hamborg 02 Helsinki 01 Kaupmannahöfn 03 London 02 Madrid 06 Mallorka 14 Montreal 12 NewYork 15 Orlando 20 Osló -03 París 03 Stokkhólmur -01 Þórshöfn -02 Vín 01 Algarve 11 Dublin 05 Glasgow 04 9 9 1° ’ *o / / '9s> Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum fró Veöurstofu íslands

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.