blaðið - 29.11.2005, Side 6

blaðið - 29.11.2005, Side 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöiö Spes-samtökin: íslandsdeild stofnuð Alþjóðlegu Spes-samtökin hafa nú stofnað fslandsdeild. Samtökin eru fimm ára gömul og vinna að uppbyggingu barnaþorps fyrir munaðarlaus börn í höfuðborg Togo í Afríku. Samtökin hafa deildir í fimm löndum og er Njörður P. Njar- vík forseti alþjóðasamtakanna en hann er jafnframt frumkvöð- ull að stofnun þeirra. Össur Skarphéðinsson var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar hér á landi en markmiðið er að afla fjár til uppbyggingar barna- þorpsins, ásamt því að finna islenska styrktarforeldra sem standa munu straum af kostn- aði við uppeldi og menntun barnsins sem þau taka að sér. Samtökin stefna að því að færa út kvíarnar til annarra þróun- arlanda þar sem brýn þörf er fyrir aðstoð við munaðarlaus börn. Þeim sem vilja styrkja Spes er bent á reikning 1151- 26-2200 í SPRON. Kennitala samtakanna er: 471100-2930 Kópavogur: Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 Ritstjórn 510-3799 Skiptiborð 510-3700 græna linan vegetarian restaurant Miðstöð íþrótta og lýðheilsu rís í bænum Stórhuga framkvœmdir eru fyrirhugaðar í Kórahverfi í Kópavogi. Þar mun verða komið á laggirnar alhliða íþróttamiðstöð með fullkominni aðstöðu. Gert er ráðfyrir að verkinu Ijúki að mestu árið 2008. Kópavogsbær og Knattspyrnuaka- demía lslands undirrituðu í gær samning þess efnis að standa í sam- einingu að uppbyggingu og rekstri heilsu-, íþrótta- og fræðaseturs við Vallakór. Markmiðið er að koma á fót íþróttaaðstöðu sem þjóna muni starfsemi Knattspyrnuakadem- íunnar ásamt því að veita íbúum hverfisins alla nauðsynlega þjónustu á sviði íþrótta og tómstunda. í samn- ingnum er gert ráð fyrir þremur úti- völlum fyrir knattspyrnu, knatthúsi með 20 metra lofthæð og stúku sem rúmar 2000-4000 áhorfendur og íþróttahúsi með allri nauðsynlegri aðstöðu auk sundlaugar. Þá er fyrir- hugað að koma á fót framhaldsskóla á svæðinu auk verslunar-, þjón- ustu- og heilsumiðstöðvar á þremur hæðum. f austurhluta þeirrar bygg- ingar verður svo gert ráð fyrir níu hæða byggingu fyrir gistiheimili og íbúðir. Knatthúsið á stærð við Egilshöll „Þarna er um að ræða mjög stórt skref hjá okkur,“ segir Gunnar Birg- isson, bæjarstjóri. „Þetta er stærsta ákvörðun á sviði íþróttamannvirkja sem við höfum tekið í einum bita.“ Verkefnið er tvíþætt að sögn Gunn- ars. „Annars vegar byggjum við og hins vegar byggir akademían. Þeir leigja svo af okkur og við af þeim. Knatthúsið verður með löglegum velli og svipað að stærð og Egils- höllin og byggir bærinn það sem og útivellina, en þar verða tveir gras- vellir og einn gervigrasvöllur. Aka- demían mun svo reisa íþróttahús, sundlaug og líkamsrækt og munum við leigja af þeim tíma fyrir skólana og íþróttafélögin." Gunnar segir að Knattspyrnuakademían muni reisa lýðheilsumiðstöðina með allri nauð- synlegri aðstöðu, verslunum og gisti- heimili. „Svo verður byggður íþrótta- miðaður framhaldsskóli á svæðinu. Við erum ekki búin að fá leyfi fyrir honum hjá menntamálaráðherra en það er Ijóst að þörf verður á framhaldsskóla hér í bænum innan fárra ára. Það er því ljóst að hér er um að ræða allsherjarmiðstöð fyrir lýðheilsu sem ekki er vanþörf á á þessum tímum sem hreyfingarleysi á meðal þjóðarinnar er að verða vandamál." 5-6 milljarða verkefni Gunnar segir að á heildina litið sé verið að tala um 5-6 milljarða sem verkefnið muni kosta. „Þarna er verið að byggja á 2-3 hekturum. Kostnaðarhlutdeild bæjarins er Við undirritun samningsins í gær. Á myndinni má sjá fulltrúa flokkanna í bæjarstjórn ásamt fulltrúum Knattspyrnuakademíunar. knatthúsið sem mun kosta á annan milljarð og vellirnir. Siðan þegar kemur að framhaldsskólanum mun kostnaðarhlutdeild okkar verða 40% á móti ríkinu. Okkar hlutur í verk- efninu er því rúmir tveir milljarðar.“ Knattspyrnuakademían mun svo standa straum af kostnaði við aðrar framkvæmdir á svæðinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið árið 2008 að mestu. ■ Margföldun á mögulegu gagnastreymi umfarsíma Og Vodafone tekur EDGE í notkun Og Vodafone tók um helgina í notkun svokallaða EDGE tækni sem margfaldar flutningsgetu í far- símum viðskiptavina þess. EDGE nær fyrst um sinn til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði, en stefnt er að frekari útvíkkun þess er fram líða stundir. Að sögn Gísla Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa Og Vodafone, gekk innleiðingin vel fyrir sig. Sagði hann misskiln- ing að hún hefði valdið truflunum í símkerfinu, þær hefðu stafað af rafmagnstruflunum. EDGE-tæknin (Enhanced Data Rates for Global Evolution) gerir GSM notendum meðal annars mögu- legt að miðla gögnum - ljósmyndum og hreyfimyndum - eða að vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en kostur hefur verið á fram að þessu. Flutningshrað- inn er mismunandi eftir því hversu langt er í sendi eða annan farsíma, en hún getur annað allt að 240 Kb/s í kerfi Og Vodafone. Þessi tækni er þó háð því að símtæki notandans styðji hana. Fram að þessu hefur Og Vodafone að miklu leyti byggt virðisaukandi þjónustu sína á svonefndri GPRS- tækni, en hún leyfir 52 Kb/s flutn- ingshraða. EDGE margfaldar því af- kastagetu GSM-kerfis Og Vodafone, en um leið eykur það möguleika not- enda verulega. Má þar nefna Vodaf- one live! sem er fjölbreytt efnisveita, þar sem notendum er t.d. boðið að sækja myndskeið af mörkum úr enska boltanum og meistara- deildinni, hágæða tölvuleiki, MP3- hringitóna, fréttir og annars konar afþreyingarefni með meiri hraða og gæðum en til þessa hefur verið mögulegt. Þá hefur Og Vodafone tekið í notkun gagnahraðal sem þjappar gögnum saman í GSM kerfinu. Gagnahraðallinn tryggir aukið gagnamagn, aukinn flutningshraða og dregur úr kostnaði viðskiptavina. Eingöngu er greitt fyrir niðurhal en ekki fyrir tíma tengingar. Með EDGE og hraðli eykst flutn- ingsgetan því verulega og getur nið- urhal á 0,5 MB skjali til dæmis farið úr 1 mínútu og 45 sekúndum i 7 sek- úndur við kjöraðstæður. ■ Réttur dagsins kr.990- Jólagleði í Mjódd íslenska járnblehdifélagið: Ingimundur Birnir ráð- inn forstjóri Ingimundur Birnir, efnaverk- fræðingur, hefur verið ráðinn forstjóri íslenska járnblendi- félagsins ehf.. Frá árinu 2000 hefur hann gegnt starfi fram- kvæmdastjóra framleiðslusviðs fyrirtækisins og frá árinu 2003 sem framkvæmdastjóri fram- leiðslu- og tæknisviðs. Johan Svenson, fyrrverandi forstjóri, hefur tekið við starfi verkefnis- stjóra við byggingu rafskauta- verksmiðju í Mosjön í Noregi. Þar er um að ræða viðamikið samvinnuverkefni Elcem og Alcoa. Islenska járnblendið er í eigu Elkem ASA. Fyrirtækið er með starfsemi víða um lönd og eru starfsmenn þess um 11.000. Höfuðstöðvar Elkem eru í Osló. Landspítalinn: Hallarekst- ur fyrstu tíu mánuðina Um 250 milljón króna halli var á rekstri Landspítalans háskólasjúkrahúss á fyrstu tíu mánuðum þessa árs sam- kvæmt bráðabirgðaruppgjöri. Rekstrarkostnaður var 4% umfram áætlun og launagjöld um 1,1%. Þá olli uppsafnaður rekstrarhalli síðustu ára því að spítalinn þurfti að greiða um 58 milljónir í dráttarvexti á tímabilinu. I bráðarbirgðar- uppgjörinu kemur líka fram að kostnaður vegna S-merktra lyfja er í samræmi við rekstr- aráætlun sem gerði ráð fyrir meiri hæklcun. I samræmi við stefnu spítalans hefur legum á sólarhringsdeildum fækkað um 1,5% á tímabilinu og legu- dögum um 1,5%. Komum á göngudeildir hefur fjölgað um 7,1% og um 1,1% á dagdeildir. Fljótlegt að koma við og taka með sér rétti Græna línan, Bæjarhrauni 4, S:565-2075 Leikskólakrakkar héldu upp á litlu jólin í Mjóddinni í gær. Jólasveinar mættu á svæðið og eins og við var að búast voru krakkarnir afar spenntir yfir því að hitta þessa kátu sveina.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.