blaðið


blaðið - 29.11.2005, Qupperneq 10

blaðið - 29.11.2005, Qupperneq 10
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöiö 10 I ERLENDAR Réttarhöldum yfir Saddam frestað Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrvemndi forseta íraks, hefur veriðfrestað til 5. desember á meðan sakborningar útvega sér nýja verjendur. Átta menn voru handteknir vegnagruns um að ætla að ráða dómara í málinu afdögum. Réttarhöld yfir Saddam Hussein og sjö samverkamönnum hans var í gær frestað til 5. desember til þess að hægt væri að finna nýja verj- endur sakborninga í stað tveggja sem myrtir voru og eins sem flúði land. Réttarhöldin hófust á ný í sérstökum dómsal á hinu svokall- aða Græna svæði í Bagdad í gær. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar morðanna og líflátshótana sem öðrum verjendum hafa bor- ist. Saddam og samverkamönnum hans er gefið að sök að bera ábyrgð á fjöldamorðum á meira en 140 sjíta- múslimum í bænum Dujail árið 1982. Fjöldamorðin voru framin í kjölfar misheppnaðrar tilraunar til að ráða forsetann fyrrverandi af dögum. Saddam lýsti yfir sakleysi sínu þegar kærur voru lagðar fram fyrir um fimm vikum. Ramsey Clark, fyrrverandi dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, var meðal þeirra sem sátu í verjenda- stúkunni í gær en talið er að hann og Najeeb al-Nauimi, fyrrverandi dómsmálaráðherra Qatar, taki sæti verjendanna tveggja sem ráðnir voru af dögum. Clark hefur lýst því yfir að hann vilji ganga úr skugga um að alþjóðalög og -reglur séu virtar við réttarhöldin yfir Saddam. Áform um að myrða dómara Um helgina handtókíraska lögreglan átta súnníaraba vegna gruns um að þeir hefðu haft í hyggju að ráða dómara við dómstólinn af dögum. Anwar Qadir, lögregluforingi, segir að á mönnunum hafi fundist skrif- aðar leiðbeiningar frá Izzat Ibrahim al-Douri, fyrrverandi háttsettum aðstoðarmanni Saddams, um að myrða Raed Juhi, dómara sem undir- bjó málið gegn Saddam. Al-Douri er háttsettasti meðlimur ríkisstjórnar Saddams sem enn gengur laus og er talið að hann sé táknrænn leiðtogi stuðningsmanna hans sem berjast gegn bandarískum hersveitum og hinni nýju ríkisstjórn íraks. ■ Vestrœn ríki standa ekki við skuldbindingar sínar: Aðeins helmingur fjárins skilar sér Fangelsisvist framlengd Herforingjastjórnin í Myanmar hefur framlengt stofufangelsisvist Aung San Suu Kyi, leiðtoga Lýðræð- isfýlkingarinnar, um sex mánuði. Talsmaður fylkingarinnar sagði að vonir hefðu glæðst um að hún kunni að öðlast frelsi fyrr en ráð var fyrir gert. Hann sagði ennfremur að um svipað leyti og Suu Kyi verði látin laus sé gert ráð fyrir að viðræðum um nýja stjórnarskrá landsins ljúki. Aung San Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan í maí 2003 nánast án nokkurra tengsla við umheiminn. Stofufangelsisvist hennar var framlengd um 12 mán- uði fyrir ári síðan. Hernaðaryfirvöld munu hefja við- ræðurnar á ný í næstu viku og telja sumir að þau muni ekki sleppa Suu Kyi fyrr en þeim verði lokið. Lýðræð- isfylkingin hefur neitað að taka þátt í viðræðunum og fer fram á að Suu Kyi verði fyrst sleppt sem og öðrum pólitískum föngum. Aung San Suu Kyi hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1991 ári eftir Stjórnarskrárbreyt- ingar samþykktar að flokkur hennar vann stórsigur í kosningum í Búrma. Herforingja- stjórnin tók ekkert mark á úrslit- unum og hélt áfram um stjórnar- taumana í landinu. Suu Kyi hefur eytt um áratug í fangelsi eða stofu- fangelsi síðan 1990. ■ Alnæmisfaraldurinn í Afríku gæti versnað enn frekar á næsta ári ef vestrænar þjóðir standa ekki við fjárhagsskuldbindingar sínar að mati Stephen Lewis, sérstaks full- trúa Sameinuðu þjóðanna. Lewis sagði ennfremur að ef ríkin standa ekki við skuldbindingar sínar muni það bitna á forvarna- og umönnun- aráætlunum samtakanna í álfunni. Lewis benti á að borist hefðu 3,6 milljarðar Bandaríkjadala (um 216 milljarðar íslenskra króna) í alþjóð- legan sjóð sem ætlað væri að nota í baráttunni gegn alnæmi, berklum og malaríu. Það er aðeins um helm- ingur þess fjár sem hafði verið lofað til þessara verkefna á árunum 2006 - 2007. „Það þarf að auka gífurlega þrýsting á G8-rikin (8 helstu iðnríki heims) til að útvega þá per.inga sem þau hafa lofað,“ sagði Lewis. Faraldurinn hvergi jafnskæður Hvergi er alnæmisfaraldurinn jafn- skæður og í Afríku þar sem talið er að um 26 milljónir manna séu smit- aðir af HlV-veirunni sem veldur alnæmi. Þar af eru um fjórar millj- ónir sem þurfa á brýnni meðferð að halda en aðeins tíu prósent þeirra hafa aðgang að slíkri meðferð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHÓ) baðst í gær afsökunar á því að geta ekki náð því markmiði sínu Talið er að um 26 milljónir manna séu smitaðir af HlV-veirunni sem veldur alnæmi í Afríku. um að útvega þremur milljónum manna í þróunarlöndum alnæmis- lyf fyrir árslok 2005. Dr. Jim Yong Kim, yfirmaður alnæmisdeildar WHO, viðurkenndi að stofnunin hefði ekki brugðist nógu skjótt við til að ná þeim markmiðum sem hún hefði sett sér. ■ Armenar samþykktu með yfirgnæf- andi meirihluta að dregið skuli úr völdum forseta landsins í þjóðarat- kvæðagreiðslu um helgina. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin höfðu 93,3% lýst yfir stuðningi við tillöguna en aðeins 5,3% voru henni mótfallnir. Þrátt fyrir að flestir séu fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum er óvíst hvort þeim verður hrint í fram- kvæmd þar sem stjórnarandstaðan hvatti til að atkvæðagreiðslan yrði hunsuð þar sem hún telur ríkis- stjórnina ólögmæta. 2,3 milljónir voru á kjörskrá og voru kjósendur beðnir um að sam- þykkja eða hafna breytingatillögum sem munu ennfremur hafa í för með sér að þingið fái frekari völd, sjálf- stæði dómstóla eykst og banni við tvöföldum ríkisborgararétti verður aflétt. Sérfræðingar frá Evrópuráðinu tóku þátt í að gera stjórnarskrár- drögin og hvöttu þeir kjósendur til að samþykkja þau. ■ Búningur Sadd- ams á uppboði Uppboðshús í Bandaríkjunum hefur boðið einn af einkenn- isbúningum Saddam Hussein, fyrrum Iraksforseta, til kaups á Netinu. Byrjunarboð fyrir hinn ólífugræna búning er 5.000 Bandaríkjadalir (um 300.000 íslenskar krónur) en vonast er til að mun hærra verð fáist fyrir hann. Uppboðs- haldarinn segir að aðeins einu sinni áður hafi einkennisbún- ingur Hussein ratað á uppboð hjá sér og hann hafi selst á meira en 20.000 dali (um 1,2 milljónir íslenskra króna). Samkvæmt reglum bandaríska hersins í írak er hermönnum óheimilt að hafa með sér hvers kyns muni eða minjagripi frá landinu nema í undantekn- ingartilfellum. Uppboðshúsið hefur lýst því yfir að hluti af andvirðibúningsins muni renna til góðgerðarmála. Uppboðinu lýkur 1. des- ember og í gær höföu þrjú boð borist í gallann góða. Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsetisráðherra Libanons Þvingaður til að bera ljúgvitni Sýrlenskur maður sem segist hafa unnið með leyniþjónustum Sýrlands og Líbanons segir að líbanskir embættismenn hafi þvingað sig til að bera ljúgvitni fyrir rannsóknarnefnd Samein- uðu þjóðanna á morðinu á Rafik al-Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. í þeim hópi var sonur Hariris. Maðurinn, sem heitir Hosam Taher Hosam, sagði að hann heföi verið beittur pyntingum, hótunum og mútum til að fá hann til að bera ljúgvitni fyrir Detlev Mehlis, formanni sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hosam lýsti þessu yfir í sjónvarpsþætti á sunnudag eftir að sýrlensk yfirvöld samþykktu að fimm sýr- lenskir embættismenn fengju að fara til Vínarborgar til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á morðinu. Fólk festist í skíðalyftu Skíðalyfta á skíðasvæðinu við Louise-vatn í Kanada bilaði á sunnudag með þeim afleiðingum að um 65 manns sátu fastir í fáeinar klukkustundir í myrkri og kulda. Þegar umsjónarmenn svæðisins gátu ekki komið lyftunni í gang á ný sendu þeir björgunarsveitir á staðinn til að bjarga fólkinu með þar til gerðum útbúnaði. Björgunar- mönnum tókst að koma öllum skiðamönnunum til jarðar og varð engum þeirra meint af.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.