blaðið - 29.11.2005, Page 14

blaðið - 29.11.2005, Page 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. VANDA ÞARF UNDIRBUNING Undirbúningur að byggingu nýs hátæknisjúkrahúss stendur nú sem hæst. Búið er að ráða kallinn í brúna - manninn sem á að stjórna uppbyggingunni. Fyrir valinu varð stjórnmálamaður sem er á leið út úr borgarstjórn og þurfti því nýja stöðu, nýtt hlutverk. Alfreð Þorsteinsson mun því flytja sig úr nýbyggðri höll Orkuveitunnar til að stýra byggingu á nýrri heilbrigðishöll landsmanna. Menn eru þegar farnir að spyrja sig hvort ekki hafi fundist hæfari maður í verkið. Undirbúningur að byggingu nýs sjúkrahúss hér á landi hefur staðið yfir árum, og jafnvel áratugum saman. Þar hefur aðallega verið tekist á um staðsetningu nýs sjúkrahúss og spurt hvort betra sé að hafa hina nýju byggingu í miðborg Reykjavíkur, í Fossvoginum eða á Vífilsstöðum. Að sjálfsögðu var skipuð nefnd sem fjallaði um málið - nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að miðborgin væri málið - þar færi best á að byggja spítalann nýja. Staðsetningin er þegar farin að vekja ótal spurningar. Hún setur til að mynda strax ákveðin takmörk þegar kemur að hönnun. Fjórar hæðir eru hámark - ekki fæst leyfi fyrir hærri byggingu þó fjöl- mörg rök séu fyrir margra hæða spítala, í stað þess að hafa hann á færri hæðum á stærra svæði. Rök um nálægð við flugvöll og háskóla þykja mörgum léttvæg. Það er auðvitað gleðiefni að stjórnvöld hyggi á uppbyggingu á heilbrigðis- sviði. Sú mynd sem almenningur hefur af heilbrigðiskerfinu i dag er af fjársveltum stofnunum þar sem of fátt starfsfólk gerir sitt besta til að láta hlutina ganga. Aukið fjármagn í fjársvelt kerfi er því kærkomin tilbreyting. En svo virðist sem stjórnmálamenn hafi enn einu sinni gleymt sér á langri leið. í stað þess að hafa fagleg sjónarmið að leiðarljósi hefur verið ákveðið að fara út í byggingu á stofnun sem fagmenn í heilbrigð- isgeiranum eru þegar farnir að gagnrýna. Fyrir þá sem fylgst hafa með umfjöllun um sjúklinga í rúmum á göngum sjúkrahúsanna og allt of fá sjúkrarúm hlýtur það líka að vekja athygli að ekki er gert ráð fyrir að sjúkrarúmum fjölgi með tilkomu hins nýja spítala. Þegar eyða á tugum milljarða í nýtt háskólasjúkrahús hljóta landsmenn að gera kröfu um vönduð vinnubrögð. Það hlýtur líka að vera krafa að besta og hagkvæmasta lausnin fyrir alla sé valin. Að lokum verður að gera þá kröfu að eftir að bygging hefur verið vígð standi þjóðin eftir með aukna og betri þjónustu. Ef einhver vafi leikur á um einhvern þessara hluta nú í upphafi framkvæmda, hefur ekki verið rétt að málum staðið. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn &auglýsingar. Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. 4 RETTA JOLAMATSEÐILL kr: 3.900 4 RÉTTA VILLIBRÁÐARMATSEÐILL kr: 4.900 Borðapantanir í síma 5626222 eða angelo@angelo.is 14 I \L ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöiö tíVAíj lúiíMsr y\%v TFffóMk/fó /fp l/NP'rR HfN/dtNMÍ ?é> WLlJfíKVH i •RASSTOHNWI- Hið þjóðlega verðmæti Baugsmálsins 99... Baugsmálið - sem ég hef varla þorað að skrifa staf um fyrr - er farið að kveikja með mér sérstakar tilfinning- ar vaentumþykju og vellíðunar. Ekki þó vegna þess að ég sé farinn að skilja þau ósköp af pappírshröngli sem þar liggur fyrir hunda og manna fótum. Heldur vegna hins hvað allt þetta mál er merkilega og skemmtilega þjóð- legt. Málið snýst nefnilega alls ekki lengur um nein þau efnisatriði, sem nokkru skipta. Ef til vill nokkra bíl- tolla, en hvenær hafa tollheimtumenn verið annað en broslegir á fslandi? Enda skipta þeir alls engu. Þaðan af síður snýst mál þetta allt um að koma réttlæti yfir bófa eða að Gestur Jóns- son hafi betur í stríði við ranglát stjórn- völd. Þegar allt kemur til alls skiptir ekkert af þessu máli. Keppt í lagakrókum innanhúss Baugsmálið snýst nefnilega ekki um rétt og rangt, heldur um lagakróka, elstu og merkilegustu grein skemmt- anaiðnaðarins á íslandi. Frétta- flutningurinn í ljósvakanum daglangt - um hæfi og vanhæfi, gildissvið, um- boð, kærur og valdþurrð, átta liði eða sjö, 32 liði eða 40, rétta frávísun og rangan ruðning dóma - er af þeirri tegund, að eins mætti lesa upp langan málaferlakafla úr íslendingasögun- um. Einhverja dásamlega langloku úr Brennu-Njáls sögu eða Bandamanna- sögu, þar sem sá þykir fremstur, sem fer lengsta leið að niðurstöðunni, nefn- ir elsta fordæmið og þvældasta laga- bókstafinn. Baugsmálið snýst nefni- lega ekki um rétt og rangt, heldur um laga- króka, elstu og merkileg- ustu grein skemmtana- iðnaðarins á íslandi. Bjami Harðarson Lagakrókurinn er nokkurs konar gáfumannaíþrótt og í þeirri íþrótt hefur ekkert breyst í aldanna rás. Leik- reglurnar þokukenndari en í nokkrum knattleik. Spurningin er hver getur með gáfum sínum rutt andstæðingn- um úr vegi, komið honum í opna skjöl- du eða rekið það spjót inn í bardagann miðjan að allt lendi í glundroða. Það skemmtilegasta við þessa íþrótt er að yfirleitt endar farsi þessi í einhverri súrrealískri uppákomu. Öll veröldin er leiksvið Eins og í allri leiklist skiptir mestu hvað sagt er á örlagaríkum augnablik- um og hvaða spilum er spilað út bæði við sjálft spilaborðið og til hliðar við það. f orrustunni miðri kemur nú fram Jónsbók, sem höfundurinn segir að sé skrifuð í anda Ara fróða Þorgilssonar um að hafa það sem sannara reynist, þó það sé alltaf mjög afstætt, og glottir við tönn. Veit eins og við hinir að þetta er allt gamanleikur og sjónarspil. Eng- inn meiðir sig alvarlega, utan kanns- ki einhver sá sem lætur etja sér á foraðið. Mig minnir sá hafa heitið Eyjólfur Bölverksson í Njálu og Jón H.B. Sullenberger eða hvað hann nú heitir blessaður, þessi J Baugsmálinu. Svo eru það þeir sem verða brenndir, en það er eiginlegast hálfgert aukaatriði og eins víst að Þorskfirðingar synji mönnum um hrísið nú eins og í hitteðfyrra. f Njálu voru þeir foringjarnir báð- ir, Njáll og Flosi, hálfvegis uppvísir að kynvillu og þar með var allt ónýtt. Búandkarlar gátu hlegið og höfðingjar fóru heim vondir. í Baugsmálinu er eiginlega ekkert merkilegt eftir nema það að einhver á að hafa verið í partíi í skipi þar sem voru svo og svo margar amerískar fylgi- konur. Fáklæddar. Nú eru svo bæði þeir, sem uppvísir eru að því að hafa verið í partíinu og þeir sem ekki fengu að vera þar, hálfvegis vondir. En ég skemmti mér. Höfundur er ritstjóri. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Um helgina var opnað nýtt bílastæðahús við Laugaveg, þar sem áður stóð Stjörnubíó, sællar minningar. Þetta bílastæðahús varð óvenju- frægt fyrir þeirra hluta sakir að Reykjavíkurborg, undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, keypti lóðina af athafnaskáldinu Jóni Ólafssyni skömmu eftir borgarstjórnarkosningar 2002, eins og dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur rifjað upp að öðm tilefni gefnu. Sárstaklega þótti ámæl- isvertað kaupverðið var um 70 milljónum yfir eðli- legu verði. En nú er búið að opna húsið og hefur Bílastæðasjóður efnt til samkeppni um nafn á þvf. Skila má inn tillögum fram á Þorláksmessu og í vinning er 50.000 króna Miðborgargjafakort. Yfirleitt hafa húsin hlotið nafn af næsta nágrenni eða sögunni. Klippari gerir því tillögu um að húsið verði nefnt Stjörnubæjó, Ofborg eða Jónshús. Atök milli ein- stakra flokka og þingmanna um svokölluð „fjölmiðlavæn" mál hafa verið áberandi á þessum vetri. Dæmi um þetta eru fangaflutningarnir. Fyrst kom Steingrímur J. Sigfússon fram með fyrirspurn um málið á Alþingi. Síðan stal ðssur Skarphéðinsson og Samfylkingin málinu frá Stein- grími og VG með miklum látum. Því næst stal Helgi Hjörvar málinu af Össuri. Nú er leynilegi leið- toginn - eins og Ingibjörg Sólrún er kölluð þessa dagana - búin að stela málinu frá Helga Hjörvari og notaðl meira að segja sama orðalag og hann f þreytulegum yfirlýsingum í fréttum Ijósvakamiðl- anna á sunnudagskvöld. Nú bíða menn eftirað sjá hversteli málinu næstaflngibjörgu... Björn Ingi Hrafnsson er kominn á fullt í prófkjörinu og hefúr því tæpast mik- inn tíma til að sinna ímyndarsmíð fyrir forsætisráðherra. fmynd forsætisráðherra hefur þó breyst mjög til hins betra við þetta, því Halldór Ásgrímsson sést nú ekki nema skælbrosandi. í Framsóknarflokknum segja gárungarnir reyndar að það sé af því að hann sé svo kátur yfir því að sjá fram á að losna senn við Björn Inga inn í borg- arstjórn. f öllu falli birtast nú ekki myndiraf forsæt- isráðherra nema brosandi út undir eyru eins og í Morgunblaðinu um helgina. Um þverbak keyrði þó þegar Halldór var í umræðu við Egil Helgason í Silfrinu um grafalvarfegt mál, fangaflutningana sem mikið hafa verið (fréttum, og brosti út undir eyru...

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.