blaðið


blaðið - 29.11.2005, Qupperneq 16

blaðið - 29.11.2005, Qupperneq 16
16 I BÖRSJ OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 bla6ið Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn í vanda Stelpur eru oftar en ekki með lítið sjálfsmat Hafnarfjarðarbær býður upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga sem eiga í vanda í von um að þau öðlist meira sjálfstraust og lendi síður í vandræðum. Geir Bjarnason, for- varnarfulltrúi í Hafnarfirði, segir að oft sé verið að vinna í forvarn- armálum of seint en með þessu sé reynt að koma í veg fyrir það. Á námskeiðunum er unnið með sjálfstraust barna og unglinga, þekk- ingu þeirra á tilfinningum, félagsleg tengsl, samskiptahæfni og sjálfs- þekkingu. Markmiðið er að þátttak- endur sjái sig í jákvæðara ljósi og beini hugsunum að sínum sterku hliðum svo þeir eigi auðveldara með að verjast óæskilegum áhrifum frá samfélaginu. Foreldrahús í Reykja- vík hefur verið með þessi sjálfsstyrk- ingarnámskeið og samkvæmt Geir hafa þau gengið mjög vel. „Þetta virkaði afspyrnuvel í Reykjavík. Þeir hafa vitanlega bara orð barn- anna og foreldra þeirra fyrir því þar sem erfitt er að mæla árangur í svona verkefni. Við ákváðum því að reyna þetta hérna í Hafnarfirði eftir góðan árangur í Reykjavík. Það eru starfsmenn frá Foreldrahúsi sem sjá um þetta og er þetta sérhæft fólk, leiklistarmeðferðarfulltrúar og listameðferðarfulltrúar.“ Námsráðgjafar meta hverjir sækja námskeiðin Sjálfsstyrkingarnámskeiðin eru tvenns konar, Sjálfsstyrking ung- linga fyrir 13-17 ára og Börnin okkar fyrir 10-12 ára. Verkefnavinna og umræðuefni eru sniðin að hverjum aldurshópi fyrir sig þar sem tekið er mið af þroska og hæfni þátttak- enda. Samkvæmt Geir er oft verið að vinna í forvarnarmálum of seint en með þessum námskeiðum sé verið að finna börn sem eru í smá vanda og koma í veg fyrir að sá vandi verði meiri. „Það eru námsráð- 99........................ Það er mjög skynsam- legt að námsráðgjaf- arnir finni krakkana sem eiga að vera á námskeiðinu því þeir eru trúnaðarmenn barnanna og fá kannski að heyra efþað er eitthvað sem þeim líður illa út af, jafnvel á undan foreldrum. gjafar í hverjum skóla og þeir velja þá sem er boðið að taka þátt í nám- skeiðunum. Námsráðgjafarnir meta hverjir henta best á námskeiðin og oftar en ekki eru þetta stelpur sem eru með lítið sjálfsmat. Strákarnir hafa minni áhuga á þessu því þetta er mjög listatengt. Krakkarnir ráða hvort þau eru með en þeim sem hefur verið boðið hafa allir viljað vera með. Það er mjög skynsamlegt að námsráðgjafarnir finni krakkana sem eigi að vera á námskeiðinu, því þeir eru trúnaðarmenn barnanna og fá kannski að heyra ef það er eitt- hvað sem þeim líður illa út af, jafn- vel á undan foreldrum.“ Hugsað út frá eigin forsendum Þetta er i annað sinn sem Hafnar- fjarðarbær býður upp á þessi nám- skeið og Geir telur þau vera mjög nauðsynleg. „Við sjáum til dæmis þessa klámbylgju sem skellur yfir börn og unglinga þar sem þau lenda í vanda við að taka skynsamlega afstöðu. Á námskeiðunum er verið að þjálfa með þeim að hugsa málið út frá eigin forsendum, taka skyn- samlegar ákvarðanir og treysta og trúa á sjálfan sig. Það er verið að vinna með börnunum og allt miðar þetta að því að styrkja sjálfsmynd- ina þannig að þau séu klárari dags daglega og kunna að taka á sínum málum. A námskeiðunum er farið inn á flest listasviðin, það er verið að mála, leira og stunda leiklist. Það eru allir sterkir í einhverri grein þannig að allir fá að njóta sín. 1 gegnum þessar listir eru krakkarnir mest að vinna með sjálfan sig. Leik- listin ein og sér hefur gríðarleg áhrif af þvi að þau þurfa að standa upp og tjá sig. 1 myndlistinni þurfa þau jafnvel að mála myndir af sér og fjöl- skyldunni og þá kemur ýmislegt í ljós, hvernig börnin hugsa um sjálf sig og svo framvegis,“ segir Geir og bætir því við að hann þykist vita að krökkunum liði rosalega vel á nám- skeiðinu. „Mætingin er góð og það er aðalmælikvarðinn.“ Actavis styrkir námskeiðin Aðspurður um hvort þessum nám- skeiðum verði haldið áfram í fram- tíðinni segist Geir vonast til þess. „Þetta snýst reyndar um peninga að einhverju leyti. Viljinn og áhuginn eru svo sannarlega fyrir hendi. For- eldrar vilja koma börnum að og það er náttúrulega ekki pláss fyrir alla sem er vitanlega slæmt. Actavis styrkir okkur í vetur og við hefðum verið með helmingi færri námskeið ef þeir hefðu ekki verið með. Þeir hafa verið að styrkja iþróttahreyf- ingar víða og okkur finnst frábært að svona fyrirtæki séu líka að styrkja þá sem eru ekki í iþróttum. Að styrkja þá sem þurfa gríðarlega mikið á einhverju að halda. Hugs- unin hjá Actavis var líka sú að ýta á önnur fyrirtæki. Það er hins vegar mjög erfitt að mæla raunverulegan árangur námskeiðanna strax og þess vegna er oft erfitt að selja svona ný verkefni í sveitarfélaginu. Þetta er sjálfsstyrking og það er ekkert meistaramót í sjálfsstyrkingu og engin keppni framundan.“ svanhvit@vbl.is Unnið áfeimni barna Varast ber að barniö skilgreini sig sem feimið Það getur verið erfitt fyrir lítil börn að kynnast öðrum börnum og læra að sleppa takinu af foreldrum sínum. Þrátt fyrir það er mjög nauðsynlegt að efla félagsþroska barna enda ýtir það undir sterka sjálfsmynd. Hér eru nokkrar leiðir til að byggja upp sjálfstraust barna sem eru feimin og hvetja þau til að eignast vini. Forðist að barnið skilgreini sjálft sig sem feimið. Ekki segja öðru fólki að barnið ykkar sé feimið því þá má búast við því að barnið fari að haga sér þannig. Forðist að afsaka barnið, verið jákvæð og talið alltaf um barnið á jákvæðan hátt við annað fólk. Ef einhver hefur orð á því að barnið ykkar sé feimið þá skuluð þið breyta um umræðuefni. Biðjið ættingja, kennara og starfsfólk upp- eldisstofnana að hjálpa til við að efla sjálfstraust barnsins í stað þess að tala í sífellu um feimnina. Eflið sjálfstraust barnsins með því að láta því líða vel með sjálft sig og veitið því eins mikla athygli og ást og þið getið. Ef barn er neytt til að vera félagslynt eða er strítt út af feimninni þá mun það hafa áhrif á sjálfsmynd þess. Feimnum börnum líður oft illa út af útliti sínu þannig að þið skulið hrósa þeim fyrir út- lit og hve viðkunnanleg þau eru. Börnum sem finnst þau vera örugg verða félagslyndari. Byrjið á einhverju smáu efþið eigið feimið barn. Verið blíð og beygið ykkur svo barnið geti myndað augn- samband. Horfið á barnið þegar þið biðjið það um að heilsa ókunnugum. Ekki gleyma því að minni barna er ekki mikið og þau muna því ekki alltaf eftir fólki sem þau hafa hitt áður. Hrósið barninu ef það heilsar ókunnugum en ekki skamma það fyrir að heilsaekki. 99................. Feimin börn geta stundum unnið bug á feimninni með því að stunda einhvers- konar tómstundir. Hvetjið barnið til að tala með því einu að hlusta. Sum börn tala lítið því þau álíta að þau hafi ekkert merkilegt að segja. Það er ekki hægt að áfellast þau ef fullorðnir hunsa þau oftar en ekki. Þegar barnið þitt talar við þig skaltu veita þvi fulla athygli. Þegar feimin börn opna sig, jafn- vel þó þú sért upptekin af einhverju öðru, þá skaltu ekki vísa barninu frá og ekki láta barnið finna að það er að trufla. Spurðu spurninga og taktu fullan þátt í samræðunum. Talið ykkur í gegnum erfiðar að- stæður, sérstaklega þegar barnið eld- ist. Ekki láta sem feimnin sé meiri- háttar vandamál. Veljið lítinn leikfélagahóp sem barnið getur heimsótt eða skipu- leggið tómstund sem barnið getur stundað reglulega. Feimin börn geta stundum unnið bug á feimninni með því að stunda einhverskonar tómstundir. Treystu á að barnið þitt muni taka þátt og vera jákvætt. Ekki láta áhyggjur barnsins hafa áhrif á ákvörðun þína, það sakar ekki að reyna. Sum börn sem neita að tala á al- mannafæri gætu átt við einhvers konar kvíða að stríða. Þú þekkir þitt barn best þannig að treystu innsæi þínu. Ef barnið neitar algjörlega að tala við ókunnuga þá getirðu leitað faglegrar hjálpar. Hægt er að vinna markvisst með feimni barna.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.