blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 29.11.2005, Blaðsíða 18
26 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöiö Tíu hlutir sem þú þarft að vita um flensufaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur tekið saman lista í tilefni mikillar umrœðu umflensu undanfarnar vikur og mánuði. Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar fslands skal fylgjast náiö meö þróun áhættumats og viðbúnaðar í öörum löndum, hjá Evrópusambandinu og hjá WHO og aðlaga viðbúnaðar- áætlanir hér á landi eftir atvikum í kjölfarið. 1 Flensufaraldur er öðru- vísi en fuglaflensa Orðið fuglaflensa á við um stóran hóp mismunandi inflúensuveira sem herjar að mestu leyti á fugla. f undan- tekningartilfellum geta þessar fugla- veirur sýkt aðrar dýrategundir, þar á meðal svín og menn. Hins vegar hefur mikill meirihluti fuglaflensu- veira engin áhrif á menn. Flensu- faraldur verður þegar nýtt afbrigði flensu kemur upp sem hefur ekki áður herjað á menn. Veiran H5N1, sem herjað hefur á fugla, er afbrigði sem mögulega gæti stökkbreyst og smitast yfir í menn. Þegar stökkbreytingin verður er veiran ekki lengur fuglaveira heldur inflúensuveira í mönnum. Flensufar- aldrar verða vegna nýrra inflúensu- veira sem hafa stökkbreysts yfir í menn. 2. Flensufaraldrar koma reglulega Flensufaraldrar verða sjaldan en reglulega. Á síðustu öld urðu þeir þrír talsins: Spænska veikin árið 1918, Asíuveikin árið 1957 og Hong Kong flensan 1968. Þegar spænska veikin reið yfir er áætlað að um 40 til 50 milljónir manna hafi látist. Litið er á þann faraldur, sem telst einstakur, sem einn þann banvænasta í mann- kynssögunni. Síðari faraldrar voru mun vægari, um tvær milljónir létust 1957 og ein milljón manna 1968. Faraldur verður þegar ný inflú- ensuveira brýst fram og dreifir sér jafnauðveldlega og hefðbundin in- flúensa - með hósta og hnerra. Þar sem veiran er ný hefur ónæmiskerfi mannsins ekki nein ráð gegn henni. Afleiðing þessa er að fólk sem sýkist af faraldursflensu verður veikara en þegar hefðbundin flensa ríður yfir. 3. Líkur eru á nýjum faraldri bráðlega Heilsusérfræðingar hafa fylgst gaum- gæfilega með nýju og slæmu inflú- ensuveirunni H5N1 í bráðum átta ár. Þetta afbrigði sýkti fyrst mann- eskju í Hong Kong árið 1997 og í kjölfarið veiktust 18 manns, af þeim létust sex. Frá miðju ári 2003 hefur veiran valdið stærstu og óblíðustu sjúkdómum í hænsnum sem menn muna eftir. I desember það ár fund- ust sýktir fuglar eftir að menn komu fram með veiruna. Nú hafa fleiri en 100 tilfelli um H5N1 í mönnum verið staðfest af rannsóknarstofum í fjórum löndum Asíu (Kambódíu, Indónesíu, Tælandi og Víetnam). Meira en helmingur þessa fólks hefur látið lífið. I flestum tilfellanna var um heilbrigð börn eða ungmenni að ræða. Sem betur fer er stökkið úr fuglum í menn erfitt veir- unni og hún smitast ekki í miklum mæli á milli manna. Ef hún gerði það hins vegar, og yrði þá jafnsmitandi og venjuleg inflúensa, gæti faraldur hafist. 4. Öll lönd yrðu fyrir henni Um leið og sjúkdómurinn smitast auð- veldlega á milli manna er hnattræn dreifing óhjákvæmileg. Sum lönd gætu, með viðbrögðum á borð við lokun landamæra og ferðatakmörk- unum, seinkað komu veirunnar en ólíklegt er að hægt sé að stöðva hana. Faraldrar fyrri alda komust hringinn í kringum heiminn á sex til níu mán- uðum þrátt fyrir að þá væri farið í millilandaferðalög með skipum um höfin. Miðað við hraða og fjölda flug- farþega í heiminum nú til dags á far- aldurinn eftir að dreifast hraðar en áður og hugsanlega ná til allra heims- álfa á innan við þremur mánuðum. 5. Víðtæk veikindi verða Þar sem fæstir verða ónæmir fyrir flensufaraldrinum munu sýkingar og veikindi líklegast verða meiri en þegar hefðbundin og árstíðabundin flensa gengur yfir. Áætlanir gera ráð fyrir að í næsta faraldri muni hátt hlutfall manna þurfa á lækn- isaðstoð að halda. Fáar þjóðir búa yfir mannskap, aðstöðu, búnaði og sjúkrarúmum til að taka við þeim fjölda sem gæti veikst. 6. Lyfjabirgðir verða ónógar Birgðir af bólu- og mótefnum verða ónógar í öllum löndum þegar veiran breiðist út og í marga mánuði í kjöl- farið. Þetta eru tvær mikilvægustu aðgerðirnar sem læknisfræðin býður upp á til að minnka vanlíðan og fækka dauðsföllum í faraldri. Ónógar birgðir eru sérstakt áhyggjuefni þar sem litið er á bóluefni sem fremstu vörn gegn veikjum. Eins og málin standa í dag mun fjöldi þróunarlanda vera úrræðalaus. Engin leið verður fyrir þau að komast í bóluefni meðan á faraldrinum stendur. 7. Fjölmargir munu falla 1 sögu heimsfaraldra hefur fjöldi lát- inna verið mjög breytilegur. Hversu margir látast fer aðallega eftir fjórum þáttum: Hversu margir veikjast, sýk- ingarmætti veirunnar, hversu ber- skjaldaðir sjúklingar eru og hversu vel forvarnarstarf gengur. Rétta spá um dánartíðni er ekki hægt að birta áður en faraldursveiran kemur fram og byrjar að dreifa sér svo allar áætl- aðar tölur eru með öllu getgátur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur haldið aftur af sér í spám sem gera ráð fyrir að 2 til 7,4 milljónir manna muni deyja í faraldrinum. Matið er byggt á hinum tiltölulega væga faraldri árið 1957 og þykir raun- hæft í skipulagningu forvarna. Ef gert er ráð fyrir annarri spænsku veiki, þ.e. að veiran sé af svipuðum styrk- leika, verður tala látinna mun hærri. Eins og áður sagði er spænska veikin þó talin heyra til undantekninga. 8. Efnahags- og samfélags- leg áhrif verða gríðarleg Búast má við háu hlutfalli veikra samfélagsþegna með tilheyrandi veikindadögum frá vinnu og verður það til þess að efnahagsleg og samfé- lagsleg áhrif faraldursins verða gif- urleg. Eldri faraldrar hafa dreift sér um heiminn í tveimur og stundum þremur bylgjum. Þannig er ekki bú- ist við að allir heimshlutar eða öll héruð landa verði fyrir faraldri sam- tímis. Truflun á samfélaginu og efna- hagnum getur því orðið tímabundin en meiri en ella vegna samþættingar verslunar og viðskipta. Einnig munu tapaðar vinnustundir trufla mikið hjá nauðsynlegum þjónustuaðilum, s.s. orkuveitum, samgöngu- og samskiptafélögum. 9. Öll lönd verða að vera tilbúin Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út margar tilskipanir um hvernig ráðlagt er að bregðast við faraldursógninni. Viðbrögðin eru ætluð til að gera lagskipta varnar- áætlun sem tekur mark á því hversu flókið ástand getur myndast. Mælt er með mismunandi viðbrögðum við mismunandi aðstæðum: Eins og ástandið er i dag, þegar veiran stökk- breytist, þegar faraldur breiðist út og þegar veiran hefur dreifst út um allan heim. 10. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin mun tilkynna heiminum um þróun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vinnur náið með heilbrigðisráðu- neytum og ýmsum opinberum heilsu- samtökum í eftirliti með afbrigðum inflúensu í heiminum. Nákvæmt eft- irlitskerfi sem getur numið inflúensu- faraldur áður en hann verður er nauð- synlegt svo verjast megi honum. Sex mismunandi varnarstig hafa verið skilgreind svo auðvelda megi viðbúnað og viðbrögð fyrir ríkis- stjórnir, iðnað og Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunina. Sem stendur er varnarstig þrjú í heiminum, veira sem er áður óþekkt í mönnum veldur veikindu, en hún dreifist ekki auð- veldlega á milli manna. Frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni Taktu forskot á betri heilsu á árinu 2006 Skráðu þig núna og fáðu desember FRÍAN Fyrir allar konur Byrjaðu núna og gerðu árið 2006 að besta heilsuárinu hingað til! Skráðu þig hjá Curves, þar sem þú nærð árangri í 30 mínútna æfingakerfinu okkar Sítni: 566-6161 Bajarlind 12 201 Kopavogur Cutvefr Ihc povver to amaxe yoursdf Tilboðið gildir á 12 mánaða kortum greiða þarf þjónustugjöld

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.