blaðið - 29.11.2005, Síða 20
28 I MENNING
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Best að lesa smásögur með smákökum
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. „Ég hef tekiö eftir því að best er aö lesa smásögur meö smákökum, þessi bók er engin undantekning."
,Þetta er safn af sögum sem skrifaðar
hafa verið í gegnum árin og spanna
má segja allan minn rithöfundar-
feril. Yngstu sögurnar eru nýjar,
en þær elstu eru frá því ég fékk þá
flugu i höfuðið að ég gæti hugsan-
lega orðið heimsfrægur rithöfundur.
Allir vita hvernig það fór, því enginn
veit hver ég er,“ segir Sigurgeir Orri
Sigurgeirsson sem hefur sent frá sér
smásagnasafnið Dagbók ástföngnu
sunddrottningarinnar. „Ég hef tekið
eftir því að best er að lesa smásögur
með smákökum, þessi bók er engin
undantekning. Sumar sögurnar eru
spennusögur og aðrar eru gaman-
sögur. Margar eru með óvæntum
endi eða leiða ákveðna hugmynd til
lykta með snúningi á aðstæðum eða
framvindu. Ég hef setið lengi við að
skrifa þessar sögur, en ómögulegt er
að segja hve lengi.“
Hefurðu áðurfengist við skáldskap?
„Ég hef lengi daðrað við skáld-
skapargyðjuna. Það eru tuttugu
ár í ár, síðan fyrsta sagan birtist á
prenti eftir mig. Hin síðari ár hef ég
snúið mér æ meira að kvikmynda-
handritum og kvikmyndagerð. 1 des-
ember verður frumsýnd stuttmynd
eftir mig sem byggir á einni sögunni
í bókinni, Hádegi. Fyrir nokkrum
árum sendi ég frá mér skáldsöguna
Út um þúfur sem mér að óvörum sló
í gegn meðal eldri borgara. Þetta
gerðist þrátt fyrir að
sagan hafi sérstaklega
verið skrifuð fyrir ungt
fólk. Dagbók ástföngnu
sunddrottningarinnar á
trúlega eftir að slá í gegn
meðal barna, þó sögurnar
séu hugsaðar fyrir lesendur
frá 16 til 105 ára.“
Þú rekur Bókaútgáfuna
Bókafélagið. Segðu mér frá
útgáfunni og hvaða bcekur eru
vœntanlegar.
„Bókafélagið er ört vaxandi
forlag. 1 fyrra var ein bók á út-
gáfulistanum, í ár eru þær fjórar.
Fyrir utan mína bók erum við með
þriðja og síðasta bindi ævisögu Hall-
dórs Kiljans Laxness, Laxness eftir
Hannes Hólmstein Gissurarson.
Þriðja bindið
fjallar m.a. um
Gerplu, Nóbels-
verðlaunin, kalda stríðið,
uppgjörið við kommúnismann og
póst-nóbel skáldsögurnar. Gríðar-
lega fróðleg og skemmtileg bók með
fjölmörgum áhugaverðum flötum á
Halldóri og óvæntum tíðindum. Svo
erum við með mjög merkilega bók
sem heitir íslenska menntakonan
verður til, eftir Valborgu Sigurðar-
dóttur, fyrrverandi skólastjóra Fóst-
urskóla íslands. Valborg rekur sögu
menntunar kvenna á lslandi, bar-
áttu kvenna fyrir að ganga mennta-
veginn sem íöngum var þyrnum
stráð. Það hljómar ótrúlega í dag,
en fyrir um hundrað árum þurfti
samþykki Danakonungs fyrir því
að hleypa stúlku í Menntaskólann
i Reykjavík. Fjórða bókin er íslensk
þýðing á frægri bók Hernandos
Desoto, Leyndardómar fjármagns-
ins. Hún er gefin út í samvinnu við
Rannsóknarstofnun um samfélags
og efnahagsmál RSE. Desoto veltir
fyrir sér spurningunni hvers vegna
kapítalisminn hefur gengið upp
á Vesturlöndum en brugðist hvar-
BloWFrikkl
vetna annars staðar.“
Ætlarðu að halda áfram að skrifa
„Ég hef mikið yndi af ritstörfum.
Það var mjög skemmtilegt að skrifa
Dagbók ástföngnu sunddrottningar-
innar og ég vona að lesendur hennar
skemmti sér jafn vel, ef ekki betur,
en ég gerði.“
Þórhallur Heimisson er meðal höfunda sem lesa upp úr verkum sínum á útgáfugleði
Sölku.
Útgáfugleði
Sölku ^
Miðvikudagskvöldið 30. nóv. munu
höfundar og þýðendur Sölku lesa
upp úr nýjum verkum sínum. Há-
tíðin verður haldin í Þjóðleikhús-
kjallaranum og hefst kl. 20.00.
Meðal þeirra sem stíga á stokk eru
Ingibjörg Hjartardóttir, Guðlaugur
Arason, Þóra Jónsdóttir, Kristian
Guttesen, Hildur Hákonardóttir og
Þórhallur Heimisson.
Auk þess mun Þórunn Clausen,
leikkona, flytja eintal hinnar tra-
gísku brúðar úr leikriti Benónýs Æg-
issonar, Drauganetið.
Kynnir verður Hlín Agnarsdóttir
og það eru allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Adventu- og
jólatónlist í
Norræna húsinu
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran,
Berglind María Tómasdóttir, flautu-
leikari, og Árni Heimir Ingólfsson,
píanóleikari, koma fram á háskóla-
tónleikum í Norræna húsinu, mið-
vikudaginn 30. nóvember kl. 12.15.
Á efnisskránni verður eingöngu að-
ventu- og jólatónlist. Meðal ánnars
verða frumfluttar útsetningar eftir
þrjár íslenskar konur á gömlum
íslenskum jólasálmum: Með gleði-
raust og helgum hljóm (Þóra Mar-
teinsdóttir), Immanúel oss í nátt
(Hildigunnur Rúnarsdóttir) og Jesú
Guðs son eingetinn (Anna S. Þor-
valdsdóttir). Auk þess verða fluttir
tveir jólasöngvar eftir Richard
Trunk og þrjú sönglög tengd jólum
úr Spænska söngvasafninu eftir
Hugo Wolf. Þá flytur tríóið Þrjá jóla-
söngva fyrir sópran, flautu og píanó
eftir Frank Martin.
Á fimmtudagskvöld flytur Hall-
veig síðan kantötuna Jauchzet Gott
in Allen Landen nr. 51 eftir Johann
Sebastian Bach með Sinfóníu-
hljómsveit Islands undir stjórn bar-
rokk-sérfræðingsins Harry Bicket.
Þetta er frumraun Hallveigar með
Sinfóníuhljómsveitinni.
Hallveig Rúnarsdóttir sópran.
Nýtt hefti
TMM
Nýtt hefti Tímarits Máls og
menningar er komið út og
þar er að finna áhugavert efni
að venju. Meðal efnis er bréf
sem færeyski rithöfundurinn
William Heinesen skrifaði
landa sínum Mikines frá
Reykjavík árið 1954 þar sem
hann kveður upp palladóma
um íslenska myndlistarmenn.
Ljóð eru eftir Sigurð Pálsson,
Óskar Árna Óskarsson, Hauk
Ingvarsson, Steinunni P.
Hafstað og Véstein Lúðvíksson.
Þá á Bragi Ólafsson smásögu
í heftinu. Itarlegt viðtal er
við Sjón, Ingibjörg Haralds-
dóttir segir frá leið sinni til
ljóðagerðar og Guðmundur
Ándri Thorsson skrifar um
föður sinn Thor Vilhjálmsson
í tilefni af áttræðisafmæli hans.
Tvær greinar eru um Megas
og Baldur Hafstað skrifar um
ritstuld og meðferð heimilda.
Tólf umsagnir um
SiT ifÁSS
SiljaAðal-
steinsdóttir
er ritstjóri
Tímarits
Máls og
menningar.