blaðið - 29.11.2005, Page 24
32 I AFPREYING
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2005 blaöiö
M Yœki I 109 SU DOKU talnaþrautir ■ Tœki ogtól
, . ?. ...1
Stjörnuljós
nútímans
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um að
raöa tölunum frá 1 -9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni íyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóörétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
að leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
5 3
3 8 6 4
1 4 7 3 2
4 3
4 9 7 6 5 2
1 2
6 3 5 4 1
7 8 2 9
3 7
Lausn á síðustu þraut
3 9 7 5 2 8 1 4 6
5 4 6 7 1 9 2 8 3
2 1 8 3 4 6 9 7 5
9 6 5 2 3 7 8 1 4
7 8 4 9 6 1 3 5 2
1 2 3 4 8 5 6 9 7
8 5 1 6 7 2 4 3 9
4 7 2 8 9 3 5 6 1
6 3 9 1 5 4 7 2 8
4*
Kœldu
drykkinn
Nú er hægt að sitja enn lengur
við tölvuna en áður þar sem
Coolit systems hafa fundið
upp USB drykkjarkæli. Leggðu
glasið á plötuna og hann
helst 7°C kaldur svo lengi
sem kveikt er á tölvunni.
ppum
Sundata fyrirtækið frá Kóreu
hefúr gefið ffá sér lítið tæki
sem heitir Airbeam og lítur
út eins og hefðbundinn USB
minnislykill. Virkni tækisins er
hins vegar töluvert frábrugðin
virkni minnislykils. Á tækinu
framanverðu er röð af LED
ljósdíóðum. Með því að tengja
það við GSM síma er hægt að
mynda setningar eða myndir
með þvi að sveifla símanum
í hálfhring fyrir framan sig á
svipaðan hátt og maður skrifar
1 loftið með stjörnuljósum. Tæk-
ið tengist GSM símum og getur
myndað allt að 8 stafi í röð en
minnið geymir 28 stafi eða
myndir. Hægt er að velja um
rauðan.bláan eða bleikan lit.
Stýripinna
MP3
Austurrískur snillingur eyddi
síðastliðnum laugardegi í
uppbyggilegt og nytsamlegt
starf. Hann tók stýripinna fyrir
upphaflegu Nintendotölvuna,
lítinn USB tengdan MP3 spilara
og hleðslurafhlöðu. Þetta var þó
ekki einföld „taka í sundur, setja
í og líma saman“ pæling heldur
virka allir takkarnir á stýripinn-
anum. Þannig er start takldnn
Play/Pause, select leyfir manni
að ákveða stillingar og krossinn
hækkar og lækkar og skiptir á
milli laga. Hér með er skorað á
fólk að gera frumlegri spilara.
Hello Kitty
MP3
Úti í hinum stóra heimi verður
Hello Kitty vörumerkið sífellt
vinsælla. Nú er að sjálfsögðu
einnig búið að gera MP3 spilara
úr Kitty litlu. Eins og vænta má
er nefið á Kitty notað sem á/af
takki og veiðihárin þjóna þeim
tilgangi að hækka og lækka í
tækinu. Hins vegar er slaufan
notuð til að skipta á milli laga.
Comic Life 1.2! fékk hönnunarverðlaun Apple 2005 sem besta nýja varan sem gengur á Mac OS X stýrikerfinu. Hér má sjá nokkrar sögur sem notendur forritsins hafa gert með hjálp
þess.
Qerðu þína elgtn myndasðgi
Árið 2005 var önnur hver kvikmynd
sem kom í bíóhúsin byggð á mynda-
sögu eða myndasögupersónum.
Sérstaka athygli vakti Sin City eftir
Frank Miller. Sú kvikmynd fylgdi
myndasögunni nánast ramma fyr-
ir ramma og vakti þar með aukna
athygli á myndasögum. Nú geta eig-
endur Machintosh tölva notað nýlegt
forrit til að framleiða teiknimynda-
sögur með því að nota ljósmyndir.
Forritið er talið búa yfir gríðar-
miklum möguleikum fyrir börn.
Þarna fá þau tækifæri til að skapa
myndasögur með eigin ljósmynd-
um. Vissulega er hægt að vinna
ljósmyndirnar fyrst til að gera efnið
sem líkast teiknimyndasögum.
Auðvelt
Forritið Comic Life 1.2! er sagt svo
auðvelt í notkun að hundurinn þinn
á eftir að læra að búa til myndasög-
ur með sér og senda á fjölskyldu og
vini á einungis nokkrum mínútum.
Byrjað er á að velja myndir inn í
söguna en síðar má láta þær líta út
fyrir að vera prentaðar, handgerðar
og málaðar með þar til gerðum filter-
um. Auðvelt er að koma textabólum
fyrir til að túlka hugsanir og samtöl
fólks auk fjölda annarra möguleika
sem eru í boði.
Hvað geríst nœst?
Marvel hefur ákveðið að leyfa aðdá-
endum sagnanna um X-mennina að
velja hvað gerist í næstu heftum sem
Chris Claremont skrifar. „Við ætlum
að leggja valdið í hendur aðdáend-
anna og gætum ekki verið spenntari
með árangurinn," segir Mark Panicc-
ia, ritstjóri. Boðið verður upp á fjóra
möguleika sem aðdáendur fá að velja
á milli. „Allir möguleikarnir hljóma
nógu svalir til að bjóða upp á hliðar-
útgáfu út af fyrir sig. En einungis ein
þeirra mun sigra.“ Með því að velja
á heimasíðu Marvel, www.marvel.
com, verður hægt að velja hvaða 6
sögur fylgja X-Men: The End. „Aðdá-
endur X-manna eru þeir sem oftast
hafa um hlutina að segja. Við ætlum
að nýta okkur það með því að láta þá
ráða för. í næstu viku getum við svo
farið af stað með nýjustu bækurnar
um X-Men.
Möguleikarnir fiórir:
Days of Future Past - Heimur-
inn er kominn undir stjórn Varð-
mannanna (The Sentinels). Flestir
stökkbreyttir eru annað hvort drepn-
ir eða sendir í útrýmingarbúðir. Ein-
ungis furðulegt samansafn útlaga
eiga möguleika á að breyta þessari
hörmulegu framtíð.
Asgardian War Stories -1 miðju
stríðinu um Ásgarð börðust X-menn,
Alpha Flight og hin nýju stökkbrigði
í liði með guðum Norðmanna. Sagan
segir frá því sem hefði getað gerst ef
þeir hefðu aldrei snúið aftur til jarðar
heldur verið eftir í Ásgarði.
NEXT - Sjáið hvað gerist með nú-
tímakynslóð X-mannanna ef Marvel
heimurinn eldist á rauntíma. Fyrsta
og önnur kynslóðin eru farnar að
nálgast fimmtugt og nýju stökkbrigð-
in eru á þrítusaldri.
What If? X-Men - í framhaldi
af pælingum um hvað hefði gerst
hefðu Magneto og prófessor X mynd-
að X-menn í sameiningu. Litið er á
X-menn í nýju ljósi þar sem saga X-
mannanna er öðruvísi sem og saga
heimsins.