blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaðið
R0SS0P0M0D0R0
EKTA ÍTALSKUR JÓLAMATUR FRÁ 6 DES.
KR 4800
Reynt að bjarga 42
námaverkamönnum
Björgunarsveitir i miðhluta Kína
freistuðu þess um helgina að bjarga
42 námaverkamönnum sem fastir
voru í kolanámu sem flætt hafði inn
í. Ekki er vitað hvort verkamenn-
irnir eru á lífi að sögn kinversku
fréttastofunnar Xinhua. Þá varð
annað námuslys í norðausturhluta
Kína þar sem sprenging í námunni
kostaði að minnsta kosti 169 náma-
verkamenn Hfið. Þrjú lík fundust á
laugardag, en náman lagðist nánast
saman við sprenginguna. Námaslys
eru hvergi algengari en í Kina, en
á síðasta ári létust rúmlega 6000
námaverkamenn í slysum sem oft á
tíðum má rekja til ófullnægjandi ör-
yggis og eftirlits í námunum.
Ipod og Xbox
vinsælustu jólagjafirnar
Vinsælustu jólagjafirnar í Banda-
ríkjunum eru Ipod spilarinn frá
Apple og Xbox 360 leikjatölvan frá
Microsoft, samkvæmt könnun sem
gerð var meðal kaupmanna og neyt-
endasérfræðinga þar í landi. Þetta
er mikil breyting frá síðasta ári en
þá komust MP3 spilarar ekki einu
sinni á topp tíu lista yfir þær gjafir
sem vinsælastar voru. Þá voru leikja-
tölvur í níunda sæti. í þriðja sæti að
þessu sinni eru digital myndavélar.
Að sögn Dan Millers varaforseta
Cnet, sem er netsala, koma vinsældir
Ipod ekki á óvart þar sem Apple
hefur náð um 70 prósent af MP3
markaðnum á sitt vald. A fyrstu níu
mánuðum ársins voru seldir MP3
spilarar fyrir 2,3 milljarða dala og
er búist við að spilarar fyrir um 700
milljónir dala til viðbótar seljist
fyrir jólin. Þá hefur Microsoft
ekki getað annað eftirspurn
eftir Xbox tölvum. Tæplega
hálf milljón Xbox tölva höfðu
selst í lok nóvember. Skortur
á slíkum tölvum kemur sér
vel fyrir samkeppnisaðil-
ann Sony, sem líklega mun
selja um tvær milljónir
Playstation 2 tölvur á
árinu.
Ipodtölva
Tveir létust og tiu særðust í sprengjutilræði
íraska lögreglan segir að tveir hafi
látist og að minnsta kosti tiu særst
þegar að sprengja sprakk við Tahrir
torg í miðborg Bagdad í gær. Óstað-
festar fregnir segja að sprengjunni
hafi verið komið fyrir undir bíl sem
stóð við torgið. Þá var shíta leiðtogi
myrtur í annarri árás, en hann var
í framboði i borgarstjórnarkosn-
ingunum sem framundan eru. Lög-
reglan segir að Abdul-Salam Abdul
Hussein hafi verið myrtur í Zayouna
hverfinu, en hann var fylgismaður
hins róttæka shíta al-Sadr.
Bandaríkjamenn hafa hafið rann-
sókn á árás sem kostaði tíu landa
Er mikið álag
í skólanum?
þeirra lífið nærri Fallujah fyrir
fjórum dögum. Þeir hafa meðal
annars rannsakað myndband sem
átti að sýna árásina, en tilkynntu í
gær að myndbandið væri falsað. 1 til-
kynningu hersins segir að atburða-
rásin á myndbandinu, sem birt var
á sjónvarpsstöðinni A1 Jazeera á
laugardag, passaði engan veginn við
það sem gerist í Fallujah. Á því sést
mikil sprenging og reykjamökkur
stíga upp í kringum farartæki banda-
ríska hersins og sjást hermenn á
hlaupum í kring.
Lögreglan í Seoul f Suöur Kóreu handtók mótmælendur fyrir utan forsetahöllina í
gær, en um 200 manns söfnuöust þar fyrir til að mótmæla aðgerðaleysi Roh Moo-hyun
forseta varðandi rannsókn á láti bónda eins sem lést eftir barsmíðar lögreglu eftir
mótmælaaðgerðir í síðasta mánuði. Þá mættu um 10 þúsund manns í mótmælagöngu í
borginni í gær þar sem lagafrumvarp, sem takmarkar rétt lausráðinna verkamanna, var
fordæmt.
Fjölskylda Lillie Belle Allen, blökku-
konu sem var myrt í kynþátta-
óeirðum árið 1969, fær um 200 þús-
und dali á ári í bætur frá borgarsjóði
Harrisburg, eftir málaferli sem
staðið hafa í á annan áratug. Ættingj-
arnir fóru upphaflega í mál við borg-
ina og fimm lögreglumenn. Allen,
sem var 27 ára þegar hún var myrt,
dó eftir að hafa orðið fyrir byssu-
kúlu þegar hún og nokkrir ættingjar
hennar óku inn í hverfi hvítra 21.
júlí 1969. Fyrrverandi borgarstjóri,
Charlie Robertson, var sakaður um
að hafa hvatt til óeirðanna og var
hann ákærður árið 2002. Hann var
kallaður fyrir dómara en var sýkn-
aður eftir réttarhöld. Tveir aðrir
menn voru líka ákærðir á sínum
tíma og voru þeir báðir fundnir
sekir um morð. Að sögn Patriot
News í Harrisburg er loksins komin
endanleg niðurstaða í málið og fær
fjölskylda Allen um 200 þúsund
dali á ári í bætur næstu tíu árin. ■
Eldri maður skoðar atkvæðaseðil í borgarstjórnarkosningunum í Moskvu í gær. Talið
er fullvíst að stjórnvöld f Kreml styrki stöðu sína í þessum kosningum og að flokkurinn
Sameinað Rússland, sem styður Vladimir Putin forseta, muni fá meirihluta þeirra 35
sæta í borgarstjórn sem í boði eru.
Fá 130 milljónir í bætur
LAGERSALA Á NESINU
HERRAFATNAÐUR
OG DÖMUFATNAÐUR
50%-70% AFSLÁTTUR
P oío jeans
Á)unn
v/Nesveg
Seltjarnamesi
S: 5611680
Opió Mánudaga til Föstudaga 10-17
LGG+
er fyrir-
byggjandi
vörn!
'f/Jr/andi í/agskanvct\.T
íJsmSnRJ
Streita og kvíði, skyndibitafæöi,
sætindi, stopular máltíðir - allt þetta
dregur úr innri styrk og einbeitingu,
veldur þróttleysi og getur raskað
bæði ónæmiskerfinu og meltingunni.
LGG+ er sérstaklega þróað til að vinna
gegn þessum neikvæðu áhrifum og
dagleg neysla þess tryggir fulla virkni.
www.ms.is