blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 12
12 I BÍLAR
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaöið
R0SS0P0M0D0R0
JÓLAMATUR AÐ HÆTTI MARCELLO
Á LAUGAVEGI 40 FRÁ 6 DES
Maybach California Gourmet Tourer. Þessi glæsikerra krefst ekki ökumanns heldur ekur
hún eftir GPS staðsetningartæki. [ bifreiðinni er allt sem til þarf svo sunnudagsbfltúrinn
geti breyst í fullkomna matarveislu.
Framtiðin i bílum
Aðra vikuna í janúar verður stór bílasýning haldin í Los Angeles.
Þar munu allir helstu bifreiðaframleiðendur leiða saman hesta sína
og sýna það besta sem býðst í bílaheimum auk nýrra árgerða.
Einnig verður gestum boðið upp á að berja augum draumabíla
hönnunardeilda bílaframleiðendanna. Nokkur dœmi um slíka bíla
má sjá hér. Stikkorð hönnunarkeppninnar var „Ævintýri í LA“ og
verður sigurhugmyndin kunngjörð á opnunarhátíðinni.
Mercedes Benz Mojave Runner. Knúinn
áfram af gasi og hannaðurtil að þola
mikinn hita, erfitt landslag og ófyrirsjá-
anlegt veður. Mojave Runner væri frábær
á fslandi ef ekki væri fyrir hitaþolið. Við
stýrið eru græjur sem hjálpa ökumönnum
að sjá í myrkri, vita hvenær von er á sand-
stormi og GPS tæki.
Honda Rolling Film Festival. Honda leit
hæfilega alvarlegum augum á verkefnið
og hannaði bíl með einkenni LA í huga,
kvikmyndir. Bíllinn er knúinn af tíu
manns á hlaupabrettum sem á að tákna
sífellda hreyfingu borgarinnar.
Smart Rescue Vehide. Smart gerði það
nýjasta fyrir Mitch Buchanan strandvörð.
Hann getur því kastað pallbílunum á
haugana, um leið og þessi kemur af
færibandinu.
ER RAFGEYMIRINN
í ÓLAGI!
FRÍ RAFGEYMAPRÓFUN OG ÍSETNING
Glóðarkerti í margar gerðir bíla
www.kistufell.com
Æ Gámmívinnustofan
TILBOÐSDAGAR!
GÚMMÍVINNUSTOFAN
Skipholti 35 105 RVK
Sími: 553 1055
JapanAJ.S.A
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
fUALLABÍLAS
Stál og stansar ehf.
Audi Nero. Þessi bíll hverfur aftur til
fjórða áratugar síðustu aldar. Straumlínu-
lagað útlitið á að minna á bílana sem sigr-
uðu kappakstra á kreppuárunum. Auk
þess þykir hönnuðunum bíllinn minna á
andrúmsloft Los Angeles.
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeild
510-3744
Ritstjórn
510-3799
Skiptiborð
510-3700
blaðið^