blaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 14
blaðiö
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
AÐ LIFA í HEIMI ÓTTANS
Tveir ritstjórar, annar fyrrverandi og hinn núverandi, tjáðu sig
um blaðamennsku nútímans í blöðum helgarinnar. Annars
vegar var um að ræða viðtal við Jónas Kristjánsson ritstjóra DV
hér í Blaðinu á laugardag og hins vegar var hugleiðing sem Matthías
Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins ritaði í það blað sama
dag. Það er athyglisvert að lesa hugleiðingar þeirra og bera þær saman,
enda koma fram ólík sjónarmið til blaðamennsku og tilganginum með
henni. Þannig segir Jónas Kristjánsson að „það sé ástæða til að rétta kúr-
sinn í íslenskri blaðamennsku." Grundvallaratriðið sé að segja sannar
sögur. I huga Jónasar Kristjánssonar er allt annað aukaatriði, mannlega
hliðin á fréttunum komi honum ekki við - hvort hann eða blað hans
meiðir einstaklinga eða fjölskyldur kemur honum einfaldlega ekki við
- svo framalega sem sagan er sönn. Það að aðgát skuli höfð í nærveru
sálar er ekki til í orðaforða ritstjóra DV.
Mattías Johannessen varar við auglýsingamennsku í fjölmiðlum og
vill meina að þeim sé meira og minna stórnað af auglýsingastofum.
„Nú hafa fjölmiðlar meira og minna gefist upp á því að leiðbeina fólki
um verðmæti, enda eru skammtímagildin vinsælust; söluvænst, “ segir
Matthías og minnist líka á peninga. „Það sem ég hef á móti peningum
er sú árátta auðmanna að kaupa sér völd. Það er hægt að kaupa allan
fjárann, áhrif, afstöðu, skoðanir. Það er hægt að kaupa lögfræðinga, end-
urskoðendur, já hvern ekki?! Það er jafnframt hægt að kaupa fjölmiðla.
En til hvers? Peningar geta jafnvel keypt ótta, fólk getur orðið hrætt við
að missa vinnuna, ef það makkar ekki rétt,“ segir Matthías.
Hér er rétt að staldra við, enda er mikið til í því sem fyrrverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins segir. Eru peningarnir að breyta Islandi í þjóðfélag
óttans? Eru fáir einstaklingar orðnir svo valdamiklir að þeir stjórni ekki
bara öllum helstu fyrirtækjum landsins í gegnum net eignarhaldsfélaga,
heldur stjórni þeir líka allri þjóðfélagsumræðu í gegnum fjölmiðla sína?
Er fólk almennt, að ekki sé talað um starfsmenn þessara auðmanna, orðið
svo hrætt við völd þeirra að það þori ekki annað en að “makka rétt” eins
og Matthías orðar það. Þetta eru stórar spurningar sem brenna á mörgum
- spurningar sem krefjast heiðarlegrar og sanngjarnrar umræðu sem ein-
kennist ekki bara af upphrópunum, eins og venja er hér á landi.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 5103700. Símbréfá fréttadeild: 510.3701. Símbréfá auglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins. Dreifing: Morgunblaðið
G
•E
L
04 RÉTTA JÓLAMATSEÐILL kr: 3.900
4 RÉTTA VILLIBRÁÐARMATSEÐILL
kr: 4.900
Borðapantanir í
síma 5626222 eða angeIo@angeIo.is
14 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 blaöið
P& 7&TTi AÐ DUG-A
<iL m LÚSKRA Í V£RVBólCM£KkýmSlíW.
Arnaldur Indriðason
er ekki morðingi
Vinur minn er að senda frá sér skáld-
sögu fyrir þessi jól um rithöfund
sem ætlar að fyrirfara sér. Af þeim
sökum álíta margir að hann hafi
sjálfur reynt að fyrirfara sér eða sé
í þann veginn að láta verða af því.
Einhverjir trúa því jafnvel að hann
sé nú þegar látinn.
Einu sinni skrifaði ég býsna lag-
lega smásögu um ungan mann sem
læknast tímabundið af ofáti. Sér-
staklega var ég ánægður með upp-
hafskafla sögunnar þar sem aðalper-
sónan er samferða trúnaðarmanni
sínum í grænni Volkswagenbjöllu
upp Hverfisgötuna. I gegnum kunn-
ingsskap tókst að troða mér í útvarps-
viðtal á Rás 2. Þegar útvarpskonan
sem tók viðtalið hafði samband við
mig vildi hún fá að vita hverjar væru
fyrirmyndirnar að þessum tveimur
persónum í þessari sögu - sagan
væri svo raunveruleg að hún væri
augljóslega sönn.
Satt og skáldað í bland
Sú tilhneiging að álíta að rithöf-
undar séu ýmist alltaf að skrifa
um sjálfa sig eða aðrar lifandi per-
sónur er býsna sterk og stundum
skiljanleg, enda notast rithöfundar
oft við raunverulega atburði, raun-
verulegt fólk og eigin reynslu í skáld-
verkum sínum. Allir frambærilegir
höfundar eru jafnvígir á það að
skrifa um skáldaða og raunverulega
atburði, og skapa persónur með raun-
verulegum fyrirmyndum jafnt sem
án þeirra. En hvort sem höfundur-
inn notast við raunverulega atburði
í bland við skáldaða eða sleppir því
alveg þá er það yfirleitt sagan sjálf
sem ræður ferðinni, sönnum at-
vikum er fléttað inn ef þau þjóna
sögunni.
Það er líka ljóst að eftir því sem
höfundar skrifa fleiri bækur því
minna skrifa þeir um sjálfa sig og
hlutfall atburða og persóna í sögum
sem eru algjör hugarsmíð höfundar
Viðhorf
vex yfirleitt með hverri bók.
Graham Greene sagði einu sinni
að ætti hann að standa undir stöð-
ugum væntingum sumra lesenda
um að hann væri alltaf að skrifa um
sjálfan sig þá þyrfti hann t.d. að hafa
verið vændiskona, myrt fjöldann
allan af fólki og lent í svo miklum
og fjölskrúðugum ævintýrum að
enginn maður kæmist yfir slíkt á
einni ævi.
Bandaríska skáldkonan Anne
Beattie sagðist einu sinni í blaðavið-
tali vera búin að gefast upp á því að
reyna að sannfæra fólk um að hún
væri ekki að skrifa um sjálfa sig. Það
væri vonlaust og fólk yrði bara að
trúa því sem það vildi. Hún kærði
sig eiginlega kollótta um það.
Lesendur skálda skilnað
Það er Hka misskilningur að álykta
að atburðir sem virðast mjög raun-
verulegir í sögutexta hljóti að eiga
sér stoð í veruleikanum. Að skrifa
texta sem virðist líkjast raunveru-
leikanum, að skapa áþreifanlegt and-
rúmsloft, snýst um hæfileika, tækni
og vinnu, og í sjálfu sér er hvorki
auðveldara né erfiðara að gera skáld-
aða atburði raunverulega á prenti en
sanna atburði.
Þekktur höfundur sendi frá sér
stutta skáldsögu fyrir tveimur
árum sem lýsir einu sumri í lífi ný-
fráskilins manns. Bókin varð tilefni
þrálátra sögusagna um að höfundur-
inn væri sjálfur nýskilinn. Var þetta
m.a.s. fullyrt í mín eyru og fyrir því
taldar góðar heimildir.
Ég spurði góðan vin höfundarins
að þessu en sá er reyndar rithöf-
undur lika. Hann sagði þetta alveg
fráleitt, höfundurinn væri ennþá
hamingjusamlega giftur. “Fólk virð-
ist halda þetta út af nýju bókinni
hans”, sagði ég. “Nú”, sagði vinur-
inn, “er Arnaldur Indriðason þá
morðingi?”
Klippt & skorið
Borgarstjórinn
( Reykjavík,
Steinunn V.
Óskarsdóttir, hefur
farið um borgina og
hlustað á borgarbúa ef
marka má auglýsingar.
Minnir það á kalífa í
Þúsund og einni nótt,
sem fóru (dulargervi meðal þegna sinna að
kvöldlagi til þess að heyra hvað þeir segðu af
fúsum og frjálsum vilja. Steinunn var að vísu
ekki í dulargervi, en miðað við skoðanakann-
anir má samt leiöa getum að því að fæstir
borgarbúar hafi þekkt hana keðjulausa. f Morg-
unblaðinu sagði borgarstjórinn aö helsti lær-
dómurinn af hlustunarstarfseminni hafi verið
sá að „skóli án aðgreiningar" (að nemendum
með sérþarfir sé kennt í almennum bekkjum)
hafi e.t.v. ekki tekist sem skyldi og að eitthvað
þurfi að gera i því, enda hafi fjölmargir kenn-
arar, nemendur og foreldrar kvartað. En það
breytir ekki hinu að Steinunn er fullviss um
að „þessi hugmyndafræði sé rétt". Hvað skyldi
þurfa að bjáta á hjá börnunum áður en taka
má hugmyndafræðina til umræðu?
Hinir snörpu
pennar Vef-
Þjóðviljans
(www.andriki.is) minn-
ast á þingræðu Marðar
Árnasonar um verðsam-
ráð olíufélaganna, en
þar ávltaði hann rfkis-
stjórnina fyrir aðgerða-
leysi (málinu og minnti
stjórnarliða á að þeirværu „sérstaklega kjörnir
klipptogskorid@vbl.is
til þess að gæta hagsmuna almennings á ís-
landi gegn svikurum, gegn svindlurum og gegn
pakki sem að fer þannig með peninga fólksins
að það ætti að vera löngu búið að koma þeim
öllum saman fyrir á ónefndum stað." Engum
getur dulist að þarna átti Mörður við langdval-
argististaði hins opinbera að Litla-Hrauni eða
Kviabryggju. Vef-Þjóðviljinn rifjar upp að Sam-
fylkingarmenn hafi gengið af göflunum fyrir
aðeins nokkrum vikum þegar Björn Bjarna-
son, dómsmálaráðherra, skrifaði þá augljósu
athugasemd á vefsiðu sina að réttarkerfið
hefði ekki sagt sitt sfðasta orð I Baugsmálinu,
enda hluta þess visað aftur i hérað. Þessi orð
hefði Samfylkingin túlkað sem pólitísk fyrir-
mæli til ákæruvaldsins ef ekki héraðsdóms. En
hvað má þá segja um orð Marðar?